Vikan


Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 24

Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 24
W&Wmm Heim ilið það er nauðsynlegt að drekka VATN og aðra VÖKVA! Þegar talaö er um heil- brigt fæöi má ekki gleyma aö minnast á vökvann. Alltaf er veriö að endur- taka þaö sem ekki má, en vökva veröur líkaminn að fá, annars kemur hann ekki til með aö starfa eðli- lega. Ávaxtasafar hvers kon- ar eru ákaflega hollir og sama má segja um jurta- te, sem fæst nú orðið í flestum verslunum. Margir fitja upp á nefið þegar minnst er á jurtate, en þaö er eins meö það og annað, öllu má venjast. Það er um að gera að vera duglegur að prófa ýmsar tegundir og þá hljóta menn aö detta niöur á eina sem þeim líkar. Ekki má svo gleyma vatninu sem allir geta drukkiö. Hér á Islandi er nóg af hreinu vatni og ætti enginn að vanmeta það því að erlendis er hrein- lega bannaö að drekka vatn úr krönum þar sem það er blandaö meö klóri og kalki. Fullorðin manneskja ætti að drekka um 2,1 lítra af vökva á dag. Sumir gera sér ekki grein fyrir því aö slappleiki og sljó- leiki getur orsakast af því einu að viðkomandi hefur ekki fengið nógu mikinn vökva í kroppinn. Þaö er mikill misskilningur aö eitthvað fáist meö því aö hætta að drekka vökva, til dæmis aö maður megrist við þaö! Sumar konur hætta líka að drekka vökva þegar þær hafa blæðingar og telja sig með því geta komiö í veg fyrir að bólgna upp. Slíkt er hluti af líkamsstarfsem- inni og við það að drekka enga vökva er öðrum vandamálum hrundið af staö. Þeim sem vilja megr- ast er ráðlagt aö skera niður sykur og salt, það kemur í veg fyrir að maöur bólgni út, á hvaða tíma mánaðarins sem er. Þeir sem stunda líkams- rækt eða leikfimi þurfa meiri vökva en aörir. Það er nauðsynlegt að drekka bæði fyrir áreynslu, á meðan á henni stendur og á eftir. Hve mikið magn á að drekka er hægt að finna út með því að vikta sig fyrir áreynslu, drekka síðan vökva eftir áreynslu þar til fyrri þyngd er náð. Ef ekki er nógur vökvi í vöðvunum fyrir áreynslu geta vöðvarnir ekki losaö sig viö þann hita sem myndast. Hitinn brýst út sem sviti og þá kólnar líkaminn. Ef eitthvað kemur í veg fyrir það, til dæmis of lítill vökvi, er hætta á aö fólk fái hita- sjokk. Þetta tæki sem sést hér á meöfylgjandi mynd er brjóstanuddtæki frá fyrir- tækinu Clarins. Brjósta- nuddtækið nýtur nú mikilla vinsælda um allan heim, enda er þaö ákaf- lega auövelt í meðförum. Nuddskálinni er brugðiö utan um brjóstið en hinn endinn skrúfaður upp á krana. Síðan sér tækið um afganginn. Bent er á að það sé ákaflega lítið mál að nota þaö, til dæmis þegar fariö er í sturtu, enda tekur meö- ferðin aðeins 40—60 sekúndur í hvert skipti. Þessari meðferð er líkt við það náttúrlega nudd sem brjóstin fá við það þegar synt er og er sérstak- lega mælt meö því fyrir konur sem eru nýbúnar aö eiga börn, konur sem hafa verið í snöggri megrun eða finnst af öðrum orsök- um að þær þurfi á slíku brjóstanuddi að halda. Fimm augnskuggar í litlu hulstri Nú er í tísku að blanda saman mörgum litum í augnskuggum. En það gefur augaleið að það er fyrir- ferðarmikið að ferðast með á sér fjögur til fimm hylki með mismunandi augnskuggum. Fáir nenna því. Það er því líklegt að nýjunginni frá Helenu Rubinstein verði vel tekið er hún kemst á markaðinn hérlendis í haust. Þar er um að ræða augnskugga í hylki sem er ekki stærra en einn augnskuggi hefur verið í hingað til. Munurinn er sá að í þessu hylki verða fimm mis- munandi litir og kallast þetta Quintet. Því fylgja tvær tegundir af burstum og mun þessu öllu verða pakkað í svartan leðurpoka. 24 Vlkan 23. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.