Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 50
Fjölskyldumál Þegar börn eignast stjúp foreldri Stjúpforeldri eða fósturforeldri Fólk blandar gjarnan saman hugtökunum stjúpforeldri og fósturforeldri. Þessi hugtök eru hins vegar gjörólík og hlutverk þeirra sem eru stjúp- og fósturfor- eldri mismunandi. Stjúpfjölskylda er oft mynduð úr tveim kjarnaf jöl- skyldum, til dæmis aö tveir full- orðnir, sem báðir hafa verið giftir áður, mynda á nýjan leik fjöl- skyldu með einu eða fleiri börnum úr upprunalegu fjölskyldunni. Fósturforeldrar eru ekki kynfor- eldrar barns. Þeir taka að sér barn — ganga því í foreldrastað, annaðhvort í frumbernsku eða síöar á ævi barnsins. Tengsl í stjúpfjölskyldum eru oft flókin. Þegar börn hafa fæðst í kjarnafjölskyldu og smám saman myndað tengsl þar og lært hvaða reglur gilda í einni fjölskyldu reynist þeim oft erfitt að aðlaga sig að nýju fjölskyldukerfi. Stjúp- fjölskyldur geta átt í erfiðleikum þegar tvær „gamlar” fjölskyldur þurfa aö aðlagast nýjum fjöl- skylduháttum og nýjum reglum. Ut á viö getur stjúpfjölskylda litið út sem venjuleg fjölskylda en inn á við er hún ekki eins og hefð- bundin kjarnafjölskylda. Hin flóknu tilfinningatengsl í stjúpfjöl- skyldum og tillitssemi við marga meö ólíkar þarfir reynir mikið á einstaklingana í þessum fjöl- skyldum. Oft hafa persónur — kynforeldrar og aðrir nánir ættingjar — sem standa fyrir utan stjúpfjölskylduna áhrif á hvað gerist innan hennar. Bók hefur verið skrifuð um stjúpfjölskyldur (Visher & Visher), ein af fáum um þetta efni, sem vísindamenn gefa nú æ meiri gaum. í þessari grein verður drepið á nokkur atriði sem einnig fá umfjöllun í þessari bók. Æ fleiri börn eignast stjúpforeldri. Með aukinni tíðni skilnaða aukast líkurnar á myndun stjúpfjöl- skyldna. Börn í stjúpfjölskyldum eiga oft erfitt. Þau hafa oft ekki sömu þörf fyrir að eignast nýja fjölskyidu og þeir fullorðnu. Ekki er óalgengt að börnum í stjúp- fjölskyldum finnist ekki nægjanlegt tillit tekið til sin og þau séu misskilin og höfð útundan. Þegar börn skipta um foreldri Staða barna getur veriö erfið þegar þau eignast stjúpforeldri. Stjúpfjölskyldur myndast oft eftir skilnaö kynforeldra barns. Skilnaðurinn getur verið barni sársaukafullur og það getur tekið tíma aö syrgja og vinna úr þeim tilfinningum sem koma í kjölfar skilnaðar. Börnum finnst stundum að þau missi annað foreldriö við skilnað og þau geta einnig orðið hrædd um að missa hitt foreldrið líka ef það fer í nýja sambúð. Annar og nýr missir. Það getur því verið aukaálag fyrir barn aö aðlagast nýjum aðila eftir skilnað og viðbrögðin geta sýnt sig í stjúp- fjölskyldunni og valdið erfiö- leikum þar. Reynslan sýnir aö viöbrögð barna hafa mikil áhrif á samband þeirra fullorðnu sem eru að reyna að búa sér til nýtt líf. Börn eru kannski vön að hafa mömmu fyrir sig. Þau geta orðiö reið, afbrýðisöm, áreitin og sífellt truflandi þegar hún reynir að fara í nýtt samband. Börn geta einnig upplifaö aö það sé hefndarráðstöf- un gagnvart föður þeirra þegar móðirin fer í nýtt samband. Að byrja nýtt lif í nýrri fjölskyldu Fólk sem slítur sambúð og byrjar nýja býst gjarnan við að nýja sambúðin færi því þá hamingju sem ekki fyrirfannst í þeirri fyrri. Væntingarnar eru miklar. Fjölskyldulífið á að verða ánægjulegra, rifrildið minna, börnin eiga að öðlast nýtt og betra líf. Allt á að einkennast af meira jafnvægi en áður. Oft verður þetta ekki reyndin, þegar hversdags- leikinn fer að móta sambandið, því þá er svo ótalmargt að taka tillit til sem ekki var séð fyrir; ólíkur bakgrunnur þeirra sem mynda stjúpfjölskylduna, ólík reynsla úr fyrri fjölskyldu, margt sem var sjálfsagt í „gömlu” fjöl- skyldunni er það ekki í þeirri nýju. Börnin bregðast oft öðruvísi við en til var ætlast. Til að sambönd gangi vel í stjúp- fjölskyldum þurfa allir — þó sér- staklega þeir fullorðnu — að geta rætt málin og tekið á þeim sam- skiptaerfiðleikum sem upp koma. Ef fólk getur ekki leyst þann vanda sjálft, sem upp kemur, þarf yfirleitt utanaðkomandi til aö aðstoða við lausn mála. Mörg flókin dæmi geta komiö upp. Tökum dæmi þar sem aðeins konan kemur með barn eða börn inn í nýtt samband. Hvernig pabbi á hann að vera ? Á hann yfirleitt að vera pabbi? Hve mikið á hann aö skipta sér af uppeldinu? Hve mikið á hann að skipta sér af til- finningamálum? Hvernig á hann að bregðast við andúð barna? Hvernig á hann að bregðast við setningu eins og þessari? „Hann á ekkert að vera að skipta sér af þessu, hann er ekki pabbi minn. ” Á hann að draga sig í hlé? Reyna að vinna hug barnsins? Reynslan sýnir að mæður vilja oft að stjúpinn taki þátt í uppeldi barna en þær vilja ekki aö hann blandi sér of mikið í tilfinningasamband hennar og barnanna. Það getur verið erfið staða að vera í. Þegar nýtt barn fæðist í stjúpfjölskyldu Sérstakir erfiðleikar geta komið upp í stjúpfjölskyldum þar sem annar aðilinn hefur komið meö börn en hinn ekki og þeir eignast síðan barn saman. Kona getur til dæmis orðið hrædd um að maður- inn sinni einungis sameiginlegu barni þeirra en hennar barn verði útundan. Börn í stjúpfjölskyldum sýna oft meiri afbrýöisemi en í kjarnafjölskyldum og ekki er sjaldgæft að stærri börn tali um og upplifi að þau séu í raun höfð útundan. Börn tala iðulega ekki opinskátt um þessa hluti. Þau geta sýnt það með erfiðri hegðan heima og í skóla. Þau geta orðið lokuð og reynt að bæla niður til- finningar. Ýmiss konar sálfræði- leg próf og athuganir geta sýnt hvernig þessum börnum líður og ekki er óalgengt að teikningar barna segi eitthvað til um hvernig þau upplifa stöðu sína í stjúpfjöl- skyldu. Teikningar eru oft notaðar sem hluti af sálfræðilegum athugunum. Nýtt barn í stjúpfjölskyldu getur einnig sameinað alla meölimi hennar. Það getur haft áhrif á að sú eining, sem þarf að myndast í stjúpfjölskyldunni, geti orðiðtil. Breyttir tímar Tímarnir eru breyttir. Skiln- aðar- og stjúpfjölskyldur eru raunveruleiki. Vitað er að þessar fjölskyldur eiga oft í vanda, sér- staklega þegar um börn er að ræða. Ábyrgð samfélagsins er mikil gagnvart þessum einstakl- ingum. Þeir þurfa oft aðstoð til þess aö komast í gegnum álags- tímabil. Þessum málum hefur ekki verið nægjanlega sinnt og þesss vegna upplifa allt of margir fullorðnir og börn að þau standa ein þegar vandi steöjar að. 50 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.