Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 35
Draumar
Pöddur og
dauð vinkona
Kæri draumráðandi!
Mig langar mikið til að biðja
þig að ráða tvo eftirfarandi
drauma:
Annar var á þessa leið: Eg var
bak við hús hjá ruslatunnunum
með vinkonu minni, A. Kemur
þá strákur út úr húsinu og skjtur
A með skammbyssu og hleypur
inn að því loknu. A fellur niður
og deyr. Eg hugsa ekki meira um
það í bili en nœsta kvöld spyr
pabbi mig hvar A sé. Eg segi að
hún liggi dauð bak við hús.
Hann segir mér að fara að gá að
líkinu. Eg geng niður stigann
með vasaljós í hendi og fer út.
Þegar komið er að ruslatunnun-
um sé ég að líkið hefur verið fært
upp á þœr. Hnakkinn var horf
inn og allt úði og grúði af pödd-
um sem voru á góðri leið með að
éta hausinn upp. Litlu seinna sat
ég í stofunni heima hjá A og var
að flytja andlátsfregnina. Mér
fannst að foreldrar hennar og
bróðir sœtu þar inni. Það fyrsta
sem mamma hennar gerir er að
sþyrja hvort A hafi verið hrein á
bak við eyrun þegar hún dó.
Hinn draumurinn er á þessa
leið:
Eg var stödd með vinkonu
minni (fyrrnefndri A) á mótum
Bankastrætis og Ingólfsstrætis.
Við höfðum verið á búðarrápi.
Mættum við svo strák sem við
könnuðumst við. Þegar hann
stendur við hliðina á mér og ég
lít á hann finnst mér hann allt í
einu svo sætur og ég segi við
hann: ,,Mig langar svo að kyssa
þig. ” Hann brosir og fer með
okkur inn á kaffihús og við þrjú
tölu'm saman góða stund, svo
vakna ég.
Þetta hlýtur að tákna eitthvað
sérstakt því ég hef aldrei verið
hrifin af þessum strák og kaffi-
stofan er ekki til.
Eyrirfram þökk fyrir birting-
una.
H.I.
Fyrri draumurinn er mjög
sterkur og uppfullur af mjög
áberandi táknum. Stór áform og
miklir sigrar virðast í aðsigi í
einhverju máli sem þér er mjög
annt um þegar eitthvað mjög
óvænt kemur upp og vekur
mikla ólgu og reiði hjá þér og
líkast tii hjá fleirum. Vera má að
í aðsigi sé erfitt ósamkomulag
innan fjölskyldunnar út af stór-
huga áformum hjá þér og góðum
sigurmöguleikum. Það verður
eitthvert vandræðaástand bæði
vegna sundurþykkju og einnig
lítur út fyrir að einhver veikindi
eða óhöpp sem ekki verður við
ráðið spili inn í. Af þessu skapast
erfiðleikar og margt bendir til að
úr þeim verði ekki létt að greiða
en talsvert mikið í húfi.
Spurningin í lok draumsins
bendir þó á undankomuleið í
málinu og þá verður að sýna fá-
dæma kænsku og stjórnvisku því
málið er í talsverðri hættu. Þú
verður að spyrja sjálfa þig að því
hvort svarið við spurningunni
hafi verið jákvætt eða neikvætt,
það kemur ekki fram í draumn-
um, í því liggur vonin um að
hægt verði að greiða úr þessari
erfiðu stöðu. Spurning móður-
innar er lykilorðið og ef þú
heldur að þú hafir svarað þessu
játandi, þá áttu möguleika á að
ná þeirri niðurstöðu í málinu
sem þér er mikið í mun að ná.
Til þess verðurðu að vera mjög
skynsöm. í seinni drauminn
vantar mikilvægt atriði, nafn
stráksins, til að gefa til kynna
hvort draumurinn hafí táknrænt
gildi eða ekki. Draumráðandi
hallast að því að þessi draumur sé
ekki tákndraumur, en það er rétt
að taka fram að vinkona þín
hefur mjög gott draumanafn og í
því liggja reyndar góðu atriðin í
draumnum á undan, auk
þessarar spurningar móður
hennar.
Hermenn
í skógi
Draumráðandi!
Mig langarað biðja þig að ráða
þennan draum fyrir mig. Mig
dreymdi hann þegar ég var sex
ára, að ég held, fyrir sjö árum.
Mér þykir stórfurðulegt að ég
skuli muna hann svona vel þar
sem minnið er ekki mín besta
hlið.
__ En svona er þá draumurinn:
Eg, bróðir minn, mamma mín
og stelpa sem heitir X vorum
stödd i litlu húsi einhvers staðar
langt úti í skógi. Þar var mikið af
háum trjám. Það var stríð. Allt í
einu var komið fullt af hermönn-
um í grænum búningum með
stóra riffla inn til okkar. Þá varX
allt í einu ekki lengur þarna.
Horfin. Hún var í fjólublárri
peysu og hafði alltaf legið á
hnjánum úti i horni og horft út
um gluggann. Bróðir minn fór
til hermannanna. Hann vildi
fara i herinn og fá byssu. Þeir
sögðu nei. Samt var þarna strák-
ur sem var á svipuðum aldri og
hann. Eg man að mamma var
skelfingu lostin. Allt i einu lá
mamma á maganum á bekknum
við vegginn (það var eins og
bekkur i strætóskýlum, en náði
lengra fram). Tveir eða þrir
hermenn sátu ofan á henni og
skinnið þrýstist milli fjalanna.
Nú vaknaði ég i svitabaði, og
spratt á fœtur. Mér fannst þetta
hræðilegt, skelfilegt.
Með fyrirfram þakklœti fyrir
ráðningu og birtingu.
Grýla.
Þessi draumur er, þó undar-
legt megi virðast, heldur góður
fyrir þig. Því er ekki að leyna að
hann er fyrirboði deilna og erfið-
leika í fjölskyldu þinni og í kjöl-
farið fer ýmislegt andstreymi er
beinlínis má rekja til þessa
ósættis. En draumanöfnin eru
einstaklega góð og staðurinn
sömuleiðis. Þú mátt búast við
hvað sjálfa þig varðar að gæfa og
góð efni falli þér í skaut, en varla
verður það í þínu valdi að blanda
þér í þær erjur sem þarna koma
fram og ekki líkindi til að það
yrði til nokkurs, hvorki góðs né
ills. Bróðir þinn mun reyna að
gera það og valda móður ykkar
áhyggjum út af því, en sennilega
verður lítið úr framkvæmdum,
öllum til mikils léttis. Þú hefur
greinilega skapgerð til að fá það
besta úr lífínu og tilverunni.
Barn og
þrjú egg
Kæri draumráðandi!
I nótt dreymdi mig eftirfar-
andi draum:
Eg var nýbúin að eignast barn
(stelpu). Barnið var hraustlegt og
heilbrigt.
Eoreldrar minir voru báðir hjá
mér og þeir voru mjög ánægðir
með barmð, enda fyrsta barna-
barnið. Ég var sifellt að óska
þeim til hamingju meðþað.
Síðan fór ég að hafa áhyggjur
af þvi að barnið hefði ekkert
fengið að borða og sagði mamma
mér að gefa þvi að drekka. Eg fór
afsíðis og gaf barninu brjóst. Eg
var allan timann dálitið áhyggju-
full þvi mér fannst þetta koma
svo óvœnt, en samt var ég alveg i
skýjunum af hamingju og ætlaði
að fara að hringja i strákinn sem
átti barnið með mér og tilkynna
honum þetta. En svo var ég allt í
einu komin inn i litinn, bláan
bil. Ég sat með barnið ifanginu Í
framsæti bilsins en ég veit ekki
hvert ég var að fara. Svo kom
mamma hlaupandi að bilnum
með þrjú egg i höndunum og
sagði að ég mætti ekki gleyma
þeim (sennilega voru þau handa
barninu). En iþvi missti hún öll
eggin úr höndunum á sér og þau
duttu á götuna. Þau brotnuðu
ekkiy brustu ekki einu sinni, og
hún tindi þau upp og lagðiþau i
kjöltuna á mér hjá barninu. Og
þá var ég tilbúin til fararinnar,
en i því vaknaði ég. Þetta er
kannski ekki merkilegur
draumur en gaman vœri að fá
ráðningu.
Berglind.
Þessi draumur er fyrirboði um
að þú munir eignast þrjú börn og
öll munu þau að líkindum koma
þér á óvart og vera ,,brothætt”
ástand í kringum þau. En eins og
í draumnum mun allt fara mjög
vel og ekkert illt á að henda þau
né þig. Stúlkubarnið er ekki
táknrænt í sjálfu sér heldur
ítrekar merkinguna.
23. tbl. Vikan 35