Vikan


Vikan - 07.06.1984, Síða 7

Vikan - 07.06.1984, Síða 7
Flóð í Bankok. andi og þyki einkenni þessa lands: þaöerhóran. Chiangmai er næststærsta borg Thailands og kölluð rós noröursins í ferðamannabæklingum, fræg fyrir rósir og blómarósir. Og mikið rétt, bæklingamii- lugu ekki í þetta sinn: þarna eru bæði rósir og fjallmyndarlegt kvenfólk. Það vakti athygli okkar hve mikið menn brostu á þessum slóðum. Brosið er eitt af því sem skilur okkur frá dýrunum og ef það væri það eina væru Thailendingar komnir þjóða lengst frá dýrum og mætti segja mér að þessi einfaldi vöðvakipringur færði þeim ófáar dollaramilljónir á ári. Ekki svo að skilja aö brosið sé þeim eitthvað tilgert, minnsta kosti var alltaf innistæða bak við bros þeirra Thailendinga sem við kynntumst. Chiangmai er í mesta iðnaðar- Munkar á hárgreiðslustofu. héraði landsins og ýmiss konar handiðnaður stundaður þar, oft á stéttum úti, til dæmis aö bræða úrelta silfurmynt og móta í hringa, framleiða regnhlífar og fíla, baka kókoskökur af mikilli leikni og selja fyrir slikk, og þannig mætti lengi telja. Öneitanlega er margt stílað á ferðamenn og fannst okkur nóg um. Þaö var mikiö framboð af skoðunarferöum út og suður, þjóð- dansasýningum og alls konar skrípalátum og mörg fyrirtæki skipuleggja feröir út í sveit að skoða kynlega þjóðflokka sem þar hafa sest.að á síðustu hundrað ár- um. Er mikil ásókn í þessar ferðir og hafa hinir „frumstæöu” þegar lært nokkur orö í frönsku, var okk- ur sagt, svo sem: góöan daginn og gefðu mér pening! Nálægt Chiangmai er eini fílaskólinn í heiminum. Þar eru fílum kennd Hórurnar í Konkaen. 23. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.