Vikan


Vikan - 07.06.1984, Síða 43

Vikan - 07.06.1984, Síða 43
„Longyearbær tilkynnir skýja- bakka í 200 feta hæð. Flugstjórinn spyr hvort það sé í lagi.” „Það er ágætt,” svaraði Peter- son. Hann ætlaöi ekki að hætta við núna. Þeir fundu hæöarbreyt- inguna þegar flugstjórinn hægði á sér. Það small í eyrum þeirra þegar þrýstingurinn minnkaði. Þeir sáu ekki annað en ský út um gluggana. Það heyrðist nístandi kvein þegar flugstjórinn lækkaði flapsana og hnykkur fannst þegar lendingarbúnaöurinn fór niöur. í enda flugvélarinnar, á milli salernanna, voru dyr. Liöþjálfinn opnaði þær inn, svo keilulaga hólf kom í ljós. Hann fálmaöi eftir hægri hliöinni, opnaði öryggisloku og tók í handfang. Gólfið fyrir framan hann tók aö síga, ískalt loft næddi inn meö miklum gný og vélarhvinurinn varð ærandi. Pet- erson dró augnhlífarnar fyrir augun, sá ekki mikið lengra en lið- þjálfann. Þegar falin þrepin sigu nið- ur tók öll vélin að titra. Pappírs- sneplar þyrluðust um klefann, flug- freyjumar húktu í sætum sínum fremst í vélinni og festu sætisólamar kviönar. Liöþjálfinn stóö með símtólið viö eyrað, lyfti svo hægri hendi og rétti upp tvo fingur, merkiö fyrir „viðbúinn”. Peterson skakklappaðist fram og stillti sér upp við gapandi stiga- opið, liðþjálfinn þrýsti sér til hliöar svo hann kæmist framhjá. „Af stað! ” Hrópið heyröist ekki en Peterson sá fingurinn sem réttur var á loft og hraðaöi sér áfram. Hann reyndi aö hlaupa niður þrepin, lenti í vindhviðunni og valt út í tómið, snerist þar sem hann féll. Andartak vissi hann ekkert hvað var á seyði, vafinn í ský, svo hagræddi hann sér ósjálfrátt í rétta stöðu, með útrétta hand- leggi, hálfbogna handleggi, eins og hann sæti á hækjum sér í lófunum. Vindstyrkurinn jókst. Hann náði fastri stöðu, höfuðið svolítiö niöur á við, gat stjórnaö „fluginu” með svolítilli hreyfingu framhandleggjanna. Hann sá skýrt á hæðarmælinn: 3200, 3000, 2800, brátt myndi hann breytast með 10.000 feta hraða á sekúndu. Fjórum sekúndum síöar togaði hann í krómhandfangið, festingin rykkti í axlir hans, hann hnykktist fram og horföi upp. Fyrir ofan hann breiddi dökkt efniö úr sér eins og æðardúnssæng í þokunni. Þessi háþróaða fallhlíf var fremur hönnuð sem uppblásinn vængur en tjaldhiminn. Á hæðarmælinum stóö 1900. Nú féll hann ekki nema 16 fet á sekúndu. Hann gat greint drunurnar í DC-9 vélinni sem f jar- lægðist hann, en hann sá ekkert. Hann kippti lausum krókunum sem héldu hólkinum föstum. Hann féll frá og hékk fyrir neðan hann. Þetta, áttaði hann sig á með óttakipp, var það síðasta sem hann gat gert, að því undanskildu að sleppa hólkinum alveg lausum ef hann var yfir vatni. Hann einbeitti sér að því aö stjórna fallhlífinni, reyndi að koma lóðrétt niður fremur en fara áfram. Stýranleg fallhlíf á borð viö þessa gat farið ákaflega hratt. Ef hefði verið heiðskírt hefði hann getaö stýrt sér þangaö sem hann vildi lenda. En skýið var þykkt sem þoka. Eini kosturinn sem hann hafði var að treysta flugstjórn flugmannsins á DC-9-vélinni. Rakadropar tóku aö frjósa á andliti hans. Hann rýndi niður, gáöi oft á hæðarmælinn. í 250 feta hæð tættist hvítur ógreinanleikinn í skýjatraf sem brátt skildist sundur og eyöileg snjóbreiöa kom í ljós fyrir neöan. Honum gafst rétt aðeins tími til að skima í kringum sig og svo þeytt- ist jörðin á móti honum. Hann tog- aði í böndin, sneri hlífinni upp í vindinn, beygði hnén og lenti mjúklega, valt ekki einu sinni um koll. Fallhlífin, sem gusturinn rykkti í, kippti í hann. Hann dró inn bönd- in, felldi hana, vöðlaði henni saman, dró fram skammbyssuna og leit í kringum sig. Það var enginn sjáanlegur. Hann skoðaði áttavitann vandlega. 1 austri hvarf hjarnhlíðin upp í skýin, var kannski tvær mílur frá. Hafiö hlaut að vera í svipaðri fjarlægð í hina áttina. Það var leiöin sem hann þurfti að fara á fundinn á Gulu-strönd þar sem Mydland beið. Hann dró hólkinn til sín með kaðlinum, tók upp úr honum og bjó sig undir stutta gönguna. Svo gróf hann fallhlífina í næsta skafli ásamt hólkinum, setti á sig skíðin og lagði af staö, hvítur pokinn á baki hans, M-16 riffillinn yfir öxl- ina. Enn gekk þetta ágætlega, hugsaði hann. Sveitin hlaut að hafa heyrt í flugvélinni; þeir myndu vita að hann var á leiðinni. NANCY PETERSON neri augun mjúklega með vísifingrunum eins og hún gæti þurrkaö burt sand- kennda þreytu andvökunætur. Sólin skein skært inn um þunn gluggatjöldin. Hún hristi sig, leit síöan útundan sér á ferða- klukkuna á náttboröinu. Sex- fimmtíu. Henni leið hræðilega. Hvernig gat nóttin liðið svona hægt, í slíkri einsemd, kvalin af slíkum ótta? Hún skreiddist fram úr rúminu, smeygði sér í slopp og gekk berfætt fram í lítiö eldhúsið til að sækja ávaxtasafa í ís- skápinn. Feröaútvarp stóð á eldhúsbekknum. Hún kveikti á því, hávær og holhljóma dægur- tónlist og hún flýtti sér aö lækka. Laginu lauk og mjúk og björt rödd gall við, lífgaði einbeitt upp á morgunverð átta milljón Breta. „. . . og eftir veðurspá og fréttir komum við aftur klukkan tiu mínútur yfir sjö meö tónlist með JackieEltonFourog. . .” Stutt veðurspáin sagði fyrir um fyrirsjáanlega breska „skúri og sól á köflum” meöan Nancy hitaði sér kaffi. Svo heyrðist þriðja rödd- in, heldur alvarlegri á að heyra en engu að síður staðráðin í kæti. NU ERU sjö-fréttir miövikudag- inn 12. júní. Enn eykst spennan viö Svalbarða og sagt er að skip úr Atlantshafsflota Bandaríkjanna standi andspænis rússneska flotanum á Barentshafi, eftir yfir- lýsingu Bandaríkjaforseta í gær þess efnis að uppsetning varnaðarratsjár Sovétmanna á Svalbarða sé fullkomlega óþol- andi fyrir Bandaríkin. Areiöanleg- ar heimildir í Washington telja að þetta geti orðiö til þess að eyja- klasanum verði algjörlega lokað á hafi, en þær fáu hafnir sem þar eru veröa innan tíðar íslausar. I Moskvu birti dagblaðiö Pravda sterkustu fordæmingu á aðgerðum Bandaríkjanna sem þaö hefur nokkru sinni birt. Það túlkar greinilega afstööu Politburo þegar það ræöst á storkandi árásarstöðu Bandaríkjanna og varar viö að forsetinn megi ekki búast viö aö Kúbudeilan frá 1962 endurtaki sig, en þá neyddust Sovétríkin til aö snúa aftur skipum sem báru eldflaugar til Kúbu. I þetta sinn er sovéski flot- inn á heimahafi og Bandaríkin ættu að draga sig frá Barentshafi áöur en það verður of seint. Ef ekki neyöast Sovétríkin til aö svara fyrir sig. 1 London er ráðgerð enn ein mikil mótmælaaðgerö gegn stríði síðdegis í dag þegar þingiö ræðir endurkvaöningu valinna vara- manna í herinn, samkvæmt yfir- lýsingu sem drottningin undirrit- aði í gær. I allri Vestur-Evrópu eru mót- mæli, verkföll og mótmælagöngur fremst í fyrirsögnum. I Vestur- Berlín tvístraði lögregla fimmtán þúsund manna hópi meö vatns- fallbyssu. . . Nancy slökkti á tækinu og sat með eymdarsvip á stólnum. Tom haföi farið til Svalbarða, það var hún sannfærð um. Það gekk meira á en báöir aöilar vildu viðurkenna, heimsveldin tvö gátu ekki bara staðið svona í biöstöðu. Þau þurftu að grípa til aðgerða eða láta í minni pokann og Tom hlaut að flækjast þarna inn í. Skollinn hafi þaö, lítum á fortíð mannsins. Landgönguiiðið, CIA, Delta- sveitin. Þaö fór um hana hrollur. Hvar var hún núna, konan sem ætlaöi ekki að veröa dæmigerð hermannskona sem beiö heima? Hún beiö í leiguíbúð í erlendri borg! Ö, Drottinn minn, hugsaði hún, hvað get ég gert? Smám saman jókst henni skilningur, eftir því sem kaffið kólnaöi. Það var ekkert sem hún gat gert, eng- inn sem hún gat haft samband viö, að minnsta kosti enginn sem segði henni neitt og ef hún færi heim, aftur til Virginia Beach, yrði það næstum því enn verra. Þar myndi fólk skilja enn minna af því sem var á seyði. Auk þess vænti Tom þess að hún yröi hérna þegar hann kæmi aftur. Ef hann kæmi aftur. Hún hélt aftur af tárunum, snýtti sér á bréfþurrku og ákvað að vera kyrr. Hún gat hlustaö á undarlegan hreiminn í útvarpinu og lesið framandleg bresk blöðin og beöið. Hún ætlaði líka að reyna að finna nafn á barniö, nafn sem Tom myndi geðjast að. Barnið gæti orðiö þaö eina sem hún ætti eftir af honum. Þetta var ekki hugmynd sem hún kærði sig um aö íhuga. Hún neyddi sig til að fara í sturtu og klæða sig og fór út til að leita aö eintaki af Herald Tribune. EKKERT LAND var sjáanlegt frá stýrishúsi Noröurljóssins, aðeins þoka og úfinn grár sjór. Aftur á móti gat Weston greint ströndina á ratsjárskerminum. Gul ljóskeil- an, sem snerist skipulega, lýsti upp útlínur flóans skammt frá staönum þar sem Peterson heföi átt aö lenda fyrir f jórum stundum. Hún sýndi Kapp Martin-höföann, þar sem Bellsundsradíó var, og leiddi í ljós snarbrött fjöllin þar fyrir handan. I skipsradíóinu, sem var af svipaöri gerð og í flestum fiskiskipum, heyröi hann sjálf- virkt morsmerkið frá Bellsundi, stafina MT endalaust endur- tekna. í þessari fjarlægð átti hann 23. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.