Vikan - 07.06.1984, Page 15
kornungs manns, 24—5 ára, var í
Bogasalnum. Fáir sinntu henni og
afsökunin sem forstöðumaður
Listasafns íslands gaf á aö koma
ekki á hana var að safninu hefði
ekki verið sent boöskort. Þetta er
ekki lifandi safn. Það væri nú efni
fyrir rannsóknarblaðamann aö
athuga hvaö keypt er inn á því
safni. Ég held að útlendingar eigi
mjög erfitt uppdráttar hér á landi,
ekki síst í listinni. Barbara Árna-
son starfaði hér öll sín bestu ár en
safniö keypti ekki eina einustu
mynd af henni allan þann tíma og
á ekkert eftir hana nema tréristur
sem hún fékk alþjóðleg verölaun
fyrir og gaf safninu. Þetta er eina
ríkislistasafnið á öllum Norður-
löndunum sem ekki hefur keypt
myndireftirhana.”
Illa farið með almenning
„En staöa listamannsins er að
mörgu leyti góð hér. Á meðan
hægt er að fylla Kjarvalsstaði eða
gallerí úti í bæ og ekki þarf aö
borga prósentur af sölu er hún
góö. Almenningur hefur mikinn
áhuga á listum en það er farið illa
með hann. Hann á ekki kost á að fá
bakgrunn í listum í skólakerfinu
og öll myndlistargagnrýni er á
mjög lágu plani.
Ég tók eftir því, þegar ég kom
hingað fyrst, að þaö var lítið af list
á almannafæri og sumt af því
sem þó var að finna var úrelt dót
og úreltar stefnur. Það var allt of
lítið um lifandi list fyrir almenn-
ing.
Fyrir utan kirkjurnar eru þaö
helst bankarnir sem kaupa verk af
listamönnum til að hafa á al-
mannafæri.”
Hættuleg þróun
„En það er gott að sýna á Is-
landi, maður nær svo beinu sam-
bandi viö sýningargesti. Það er
rétt að byrja hér hættuleg þróun
með galleríum sem taka 30—50
prósent af sölu í sinn hlut. Þetta er
fáránlegt. Þegar listamaðui- borgai'
galleríi í New York 30—50 prósent
er það með vísa 2—3000 kaupend-
ur á skrá. Og þau hafa sambönd.
Skipuleggja fjölmiðlaumfjöllun,
kaupa jafnvel krítík. Það er allt
hægt, þetta er bara spurning um
peninga. En hér á landi er þetta út
í hött.
Það má hins vegar gagnrýna
fjölmiðlaumfjöllun um list hér á
landi aö því leyti aö hún gerir
litlum sýningum og stórum alltaf
jafnhátt undir höfði. Það er bara
ekki það sama. Að halda stóra
sýningu á tveggja, þriggja ára
fresti er annað en að halda tíu, tólf
litlar á hverju ári og það á að
koma fram í umfjölluninni.
Þegar maður heldur stóra sýn-
ingu er þaö ekki bara til aö selja.
Það er eins og að fara úr fötunum
og standa fyrir framan spegilinn
og segja: Svona er ég! Maður er
feitur, maður er grannur, maður
er sköllóttur, maður tekur sig í
gegn! Það er ekki hægt aö hengja
upp allar myndirnar sínar á neinu
heimili, eins og í stórum sal. Maö-
ur finnur hvar maður er veikur og
hvar maður er sterkur. ”
Grafík
„Ég reyni að hafa eitt sterkt
tema í hverri sýningu. Sumir
mála og mála þangað til þeir eru
með 50 myndir og hengja þær svo
upp. Ég reyni að setja mér fyrir: á
þessum tíma ætla ég að halda sýn-
ingu og þá vil ég vera búinn með
þetta.
Nú er ég að einbeita mér að
grafíksýningu, er búinn að koma
mér upp topp-aðstöðu, kannski
þeirri bestu á íslandi. Enda tók
það tuttugu ár. Og búið er aö taka
mig inn í félagið hjá grafíklista-
mönnum. Ég sótti um inngöngu
fyrirsexárum. . . ”
Dádýr eða flóðhestur
„Ég mála líka portrett inn á
milli. Það er erfitt. því inn í það
blandast líka hégómi, og svo þekkja
fæstir sjálfa sig því aö þeir sjá
ekki sjálfa sig eins og þeir eru'
þegar þeir líta í spegil. Þeir segja
meira að segja: Skiptingin í hár-
inu á mér er ekki hérna megin!
Það er gott að „karekatúrís-
era” að vissu marki. Ég reyni
stundum að hugsa mér fólk eins og
eitthvert dýr. Það er alltaf hægt
að finna eitthvert dýr, hest, dádýr,
flóðhest, þetta er mjög bundið viö
tilfinninguna.
Það sem skiptir miklu máli er
að kynnast fólki, fá að vita í hvaða
flokki það er og hvort það trúir á
guð. Og svo sér maður í leiðinni
hvort það til dæmis notar hend-
urnar mikið.
En það eru augun sem eru sál-
in.”
,,Ekki einu sinni
hægt að sparka..."
„Myndlistarkennsla hér og
víöa annars staðar er orðin úrelt.
Það er eins og það megi engu
breyta. Það vantar meiri kraft í
kennsluna. Það eru þessar helvít-
is, andskotans kennarastöður sem
eru að fara með þetta allt. Þaö
ætti ekki að vera hægt að sitja all-
an daginn og níða þá sem eru í öðr-
um listgreinum, níða aðra yfir-
leitt, og það er ekki einu sinni hægt
að sparka þessum kennurum. Og
þeir sem koma úr skólunum eru
sama marki brenndir. Ég kvíði
verulega því sem fram undan er.
Það vantar allan félagsanda í
listamenn.
Mér finnst að það ætti aö vera
hægt aö skipuleggja myndlistar-
Ég sé ekki annað en það ætti að
vera hægt að stofna einhvern
skóla í þessum anda, ráða skóla-
stjóra og kannski tvo kennara sem
væru færir í kennslufræöi, og fara
í gang. Menn eins og Gísli B.
Björnsson væru tilvaldir til að
taka svona aö sér. Þetta þyrfti
ekki að vera neitt gróðafyrirtæki,
bara standa undir sér. Og svo
■ ’ ■■
ijlHI ib
■ *• r,
f / I4P
é
,• V ’ -r*
kennslu á miklu betri hátt. Fá
starfandi listamenn til að vinna í
samvinnu við kennslufræðilært
fólk sem sæi um að koma boðskap
þeirra á framfæri, nýta hann og
vinna úr honum meö nemendum.
Ég held að það sé miklu betra að
gefa stóra skammta og djúpa en
að vera að vinna eftir stunda-
töflu.”
Þegar líkaminn er heitur
„Seminar-formið hefur gefist
mjög vel í Bandaríkjunum og þaö
er líka nokkuö notað í Frakklandi,
þar er farið djúpt í hlutina á stutt-
um tíma, viku eða mánuði, og ekk-
ert annað gert á meðan. En til
þess þurfa nemendur að komast
burt. Þeir verða að lifa í þessu
eina, dreyma þaö, tala um það,
rífast um það, vera með, allan sól-
arhringinn. Oháöir börnum, kær-
ustum, fylliríisdögum og öðru sem
truflar alla þá nemendur sem ég
hef kennt. Til þess að geta lært á
þennan hátt þarf fólk auðvitað aö
hafa einhvern grunn í myndlist.
Ég held að þaö sé best að blanda
saman „work-shop” og seminör-
um því myndlistarnemar þurfa
svo sannarlega á því aö halda að
læra handverkiö. Það er verið aö
útskrifa fólk úr málaradeild án
þess aö það kunni að strekkja
striga, hvað þá að grunna hann
rétt. En það er eins og annað,
óvirðing við kunnáttu og hand-
verk, allt fullt af réttindalausu
fólki í öllum stéttum, sama hvort
eru vélstjórar eða aðrir.
þyrfti aö nýta sumrin betur. Þeg-
ar líkaminn er heitur og móttæki-
legur er fólk bara að vinna og
vinna fyrir veturinn, inni í húsun-
um í staðinn fyrir að nota þann
dýrðartíma þegar allt er bjart.
Það er alveg makalaust. ”
Eini arfurinn
„Þegar allt kemur til alls er
listin „one-man-business”. Hún
stendur og fellur með einstakl-
ingnum. Það eru bara til tvenns
konar listamenn, góðir listamenn
og séní. En það er alltaf reynt að
jafna allt út í helvítis jafnaðar-
mennsku. Mér finnst að ef mér
hefur tekist að halda mér utan
allra stefna og vera svolítið pers-
ónulegur, þá hafi mér tekist vel.
Og ég hef lært að bjarga mér
sjálfur — svo sannarlega. Það er
kannski það vitlausasta sem þeir
hafa gert, sem hafa sýnt mér and-
úð. Að gera mig óháðan öðrum.
Ég safna ekki neinu og ég set
standardinn ekkert mjög hátt. Ég
keyri á gömlum bíl, stórum, af því
aö ég þarf að hafa hann stóran
undir blindrammana. Þegar ég
verð gamall langar mig til að selja
allt og fá mér bát og sigla kringum
landið. Veiða mér í soöiö. Fjöl-
skyldan tekur þessari hugmynd
bara vel. Og það eina sem ég hef
viljað láta eftir mig handa börnun-
um er að gefa þeim tækifæri til aö
læra og ferðast, þannig kynnast
þau lífinu og verða víösýnni.
Það er eini arfurinn sem þau fá
eftirmig.”
23. tbl. Vikan 15