Vikan


Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 45

Vikan - 07.06.1984, Qupperneq 45
af öxlum sér, fleygði honum á jöröina og settist, staðráðinn í aö finna á þessu rökrétta lausn. Heföi oröalagsbreyting veriö gerö heföi Weston hlotiö aö tiikynna hana og hann hefði verið látinn vita, alveg fram á síðustu stundu í DC-9-vélinni. En hann haföi ekki fengið nein skilaboð. Gat hafa veriö tekið fram fyrir hendurnar á sveitinni? Það var möguleiki sem hann þurfti að íhuga, ekki síst eftir atvikiö meö rússneska herskipið. Aftur á móti átti hann meö réttu að skokka þennan spöl á hinn mótsstaðinn og gera ráö fyrir því aö langbylgjusendingin hefði á einhvern hátt brugöist. En 11 kíló- metra ganga tæki hann þrjá klukkutíma. Hann var þegar búinn aö ganga klukkustund og þaö að því er virtist í ranga átt. Ef orðalagsbreyting heföi borist? Hvaö myndu þeir bíöa lengi áöur en þeir sendu menn aö leita aö honum? Upphafleg fyrirmæli hans höfðu kveðiö á um eina klukkustund. Aö því er þeir best vissu gat hann allt eins legið hér meö brotinn fót, verið aö senda neyðarkall og vonað til guös aö þeir fyndu hann eftir því. Þaö uröu alltaf vandræöi þegar fjarskiptin brugðust, eins og þegar sveitin hans haföi skotiö á aöra frá B-her- sveit eina nóttina í kringum Hæö 147. Það höfðu ævinlega oröið vandræöi, yröu þaö ævinlega. Þaö sem verra var, þeir myndu leita á röngum staö og stofna sér í hættu fyrir ekkert. Eins og til að leggja áherslu á ótta hans heyrðist hvinur í flugvél fyrir ofan, ósýnilegri fyrir skýj- unum. „Eitt er þó víst,” sagöi hann við sjálfan sig. ,,Þú veröur aö foröa þér burt héöan.” I fyrsta sinn frá því að King aömíráll haföi sam- þykkt ráðagerð hans velti hann því fyrir sér hvort þaö heföi ekki verið einum of sniöugt aö fara þetta í fallhlíf. Hann og sveitin gátu eytt hálfum degi viö aö reyna aö finna hverjir aöra. Hann komst treglega aö niðurstöðu. Hann varö aö gæta að hvort breyting hefði orðiðá. Hann tók litla PRC-77-tækiö upp úr bakpokanum, sat á hækjum sér hjá því, dró upp loftnetiö, stillti bylgjuna og hlustaði í heyrnar- tækjunum, ýtti svo snöggvast á sendihnappinn. Hann heyrði suð- andi smell. Tækiö var virkt og í gangi. Hann velti fyrir sér stystu skilaboðum sem möguleg voru og sendi þau. „Indland viskí Charlie. Þetta er Dixie sex. Spurning Gulur yfir. ” Það kom löng þögn. Þegar svarið barst heyrði hann að rödd Cliffords var hvöss. „Sex neikvætt Rauöur út.” Það lék enginn vafi á tilfinningum manna um borð í Norðurljósi. Lokaorðiö „út” varö reiðilega snubbótt og lét skýrt í ljós aö þeir bjuggust viö radíóþögn. Peterson lokaöi tækinu og rétti úr sér. Smith myndi að minnsta kosti vita þaö núna að hann var á leiðinni. Hann lagði af staö, feginn aö vera á leið til fjalls og þoku. A fjöllunum yröu skaflar, slútandi klettar, langir skuggar frá lágri sól, en hérna niöri var aftur á móti ekkert skjól. Þegar hann var kominn inn í landið setti hann aftur á sig skíðin þó aö snjórinn væri þunnur og klumpóttur eins og blautur sykur. Skíðin voru fest viö stígvélin hans með málmklemmu yfir tána og bandi um hælinn, þekkt sem Kandahar-binding. Stígvélin sjálf voru „skíðagönguklossar”, fengin hjá bresku árásarsveitunum. Hann var meö norskan taladd eða klæðishlíf yfir þeim til aö svitinn af honum frysi ekki við leðrið. Eitt haföi hann lært fyrir mörgum árum um vetrarstríð og þaö var að útbúnaður annarra þjóða var stundum betri en manns eigin. Það eina sem honum haföi ekki tekist að verða sér úti um voru ósjálfráðir yfirburöir Norðmanna viö slæmar aöstæöur, hæfni manna sem áttu mæöur sem fyrst festu á þá skíöi þriggja eöa fjög- urra ára gamla. Engu að síöur sveiflaði hann sér ákveðinn yfir klepraðan snjóinn, þrýsti á hvort skíðið á eftir ööru til aö renna eina eða tvær stikur áfram á hinu. Ahorfandi hefði taliö þetta klaufa- lega eftirhermu af langrenn- göngulagi en með 90 punda þunga á bakinu gat hann ekki gert betur. Hann stansaði reglulega, gáöi á áttavitann sinn og kortið. Eftir nærri því klukkustund varð hæöin upp á fjallshrygginn dauft greinan- leg undir lágum skýjum. Nokkur hundruð metrum lengra sá hann nokkuö sem kom honum til að stansa og láta þegar fallast til jarðar, komst enn einu sinni aö því að þó aö bindingarnar geröu kleift að skjóta skíöunum út á hlið var þaö engu aö síöur óþægilegt. Vissulega, hugsaði hann, þeir gera þetta í skíða- og skotkeppni, en ekki með allan þennan andskot- ans útbúnaö. Hann lá másandi eftir áreynsluna, fálmaði eftir sjónaukanum og horfði varkár yfir hjarnið. Þaö var hreyfing framundan, hópur af dökkum verum, hálfföldum í mistrinu. Nokkrar langar mínútur liöu, svo skellti hann allt í einu upp úr þegar verurnar urðu greinilegri: Þetta voru vinir, aö minnsta kosti var þaðhugsanlegt. Hreindýrin færðust hægt nær, stefndu í noröur á leið hans, voru eflaust að leita aö auöu beitilandi skammt frá ströndinni. Peterson tók eftii1 því að dýrin voru smávax- in, gráhvít aö lit, meö dökk horn og stutta fætur. I kringum augu þeirra voru hringir meö nærri því svörtu hári, rétt eins og þau þjáð- ust af ofboðslegum timburmönn- um. Spaugileg, en komu kannski aö góðu gagni. Hann vissi að þau voru tíu þúsund á Svalbaröa og að Nordenskioldland, þar sem árásarsveitin þurfti aö fara um, var einn helsti aðseturstaður þeirra. Hann haföi kenningu um hrein- dýrin sem eftir var að reyna. Lík- amsþungi þeirra gat ekki verið ýkja frábrugðinn mannsþunga, þykkur feldurinn héldi hita ámóta og heimskautaflíkur. Meö öörum orðum, ef skoöaðar voru infra- rauðar ljósmyndir til að finna hitauppsprettur gat verið aö hreindýr á Svalbaröa væru ekki greinanleg frá mönnum. Þannig aö þaö var hugsanlegt aö rúss- neskur ljósmyndatúlkur, sem var aö greina afurðir véla sem flogiö var hátt fyrir ofan skýin, heföi nokkur þúsund litla bletti að villast á og þeim sem hópurinn myndaöi. Hugsanlegt. Hug- myndin hafði hvarflaö of seint aö honum til aö fá staðfestingu á henni. Um leiö og hreindýrin voru komin framhjá skreiddist hann aftur á fætur og hélt áfram. Eftir klukkustund til viðbótar, þegar hann var farið aö verkja í axlirnar þrátt fyrir Ukamsburöi, kom vatniö í Bellsundi í ljós. Hann staðnæmdist og leit í kringum sig. Endalaust skýiö var núna glöggt markaö yfir landslaginu og þok- unni fyrir neöan það haföi létt, þannig aö þó fjöllin væru hulin var hin ströndin sjáanleg sem lárétt strik. Feröin þaðan var venjuleg. Hann hélt áfram þar til hann var stöðvaður. Hann hélt sínu striki þangaö til hvítklædd vera reis upp aftan viö snjóhrúgu tæpa 50 metra fyrir framan hann, með vélbyssu, dökkan skugga í höndunum, andlitiö í skugga af hvítri hett- unni. „Noröur,” sagöi vörðurinn ákaflega lágt. „Stjarna.” Vöröurinn benti honum aö koma framar, heilsaði svo aö hermannasiö þegar hann bar kennsl á Peterson. „Feginn að sjá þig, herra.” Þetta var Millar, breski sveitar- foringinn sem gegndi síöustu skyldum sinum sem skipuleggj- andi strandhópsins. „Smith kaf- teinn er tveim kílómetrum nær fjallinu, herra. Það var að veröa nokkuð opið hérna niðri, svona þegar þokunni létti og allt þaö.” Hann neri vettlingaklæddum höndum ákaft saman. „Lika drullukalt aö sitja eins og andskot- ans eskimói án þess aö hafa snjó- hús.” Peterson brosti, mundi hvaö Millar átti hægt meö að tjá sig. „Er allt í lagi meö alla?” spuröi hann. Millar kinkaöi kolli. „Ekkert mál, herra.” „Við skulum þá skella okkur í ’ann.” Millar vísaöi veginn, fór eftir slóðinni sem hópurinn hafði skiliö eftir, skíðaði með rólegu öryggi sem minnti Peterson aftur á aö fjallasveitarforingjarnir væru um þaö bil jafningjar færustu Norð- manna í snjónum. Þaö þurfti að gera erfiöar tilfæringar til aö jafn- vægi kæmist á með vendilega öldu stolti og áreiti hans eigin manna og þörfinni á aö nýta sem best alla sérhæfni sem völ var á. Hann velti því fyrir sér nákvæmlega hvernig Howard Smith haföi hugsað sér að koma þessum hópi saman. Nálin í hæðarmæli Petersons nuddaöist í 200 fetum og slóðin var orðin aö síldarbeinamynstri upp hlíðina þegar þeir komu aö bæki- stöðvunum. Smith hafði notað tjalddúkana eins og venjulega, sjö samanhneppta og studda af skiða- stöfum, til aö gera lág skýli, vel aöskilin og umkringd af snjó- veggjum. Yfir þá var breitt hvítt net til aö fela þá. Það myndi vissu- lega ekki villa um á loftmynd, en tjöldin höföu verið reist í þokuhjúp og rétt uppi viö fjallið. Aö því undanskildu aö grafa holur í snjó- inn haföi Smith gert þaö sem best mátti viö þessar aöstæður. „Gott að sjá ykkur,” sagöi Peterson og skreiö undir tjalddúk- inn í eitt skýliö. Mydland sat þar á hækjum sér og Burckhardt, loft- skeytamaðurinn, húkti viö að 23. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.