Vikan


Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 6

Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 6
„Góðan daginn, pening!" Texti: Kristján Bjarnason Myndir: Kristján Bjarnason og Hreinn Jónsson gefðu mér Vikan trítlar um Thailand Frá Kína lá leiðin til Hongkong, þar sem við dvöldum í nokkrar vikur, og síðan flugum við til Thailands. — Ef þú, lesandi góöur, tekur þér hnattlíkan í fang og snýrð heiminum hægt og rólega þangað til Asía veröur fyrir aug- um kemur þú auga á Thailand fyrir sunnan Kína og þú sérð að landið er ekki ósvipað fílshaus í laginu. Við Hreinn fórum vítt og breitt um þetta land, frá munni aftur í hnakka, þaðan á hökuna og loks upp í augu. Hér ætla ég að segja svolítið frá ferð okkar, en þriðja heiminum eru upp til hópa refir og erfitt að eiga við þá. Þeir reikna alltaf með að ferðamaður- inn sé annaðhvort milljónamær- ingur eða fífl, nema hvort tveggja sé, og setja upp svimhátt gjald. Síðan er það spurning um tíma hve langt maður kemst frá því að vera hvorugt, hve lengi maður nennir að prútta. Eftir mikiö handapat, tiltal og kúnstir tókst okkur að koma verðinu niður um helming og mátti þá leggja af staö. Það höfðu verið óvenju slæm Fiskar og froskar. ekki nema lítið, því ætti ég að segja frá flestu myndi þaö ekki rúmast á öllum síðum þessa blaðs. Thailand hefur nokkra sérstöðu meöal ríkja Asíu. Þar búa ekki alltof margir, eins og víða annars staðar, landið er tiltölulega ríkt, Thailendingar flytja út matvæli í stórum stíl, olía og gas eru unnin úi' jörðu og ekki síst eru það ferða- mennirnir sem færa þeim tekjur, mældar í milljöröum dollara á ári. Við lentum að nóttu til á flug- vellinum fyrir utan Bankok. Það voru fáir á vellinum og lítiö um að vera, reyndar svo lítið að rútur voru hættar að ganga í bæinn og við neyddumst til að þjarka við leigubílstjóra áður en við kom- umst af stað. Leigubílstjórar í flóð í höfuðborginni og nágrenni þetta haust og allir vegir yfirflotn- ir. Bílstjórinn var í gúmmístígvél- um því það vildi skvettast inn á gólf, og ekki leiö á löngu þar til við blotnuðum og sátum í fótabaði. Við vorum á hraðbraut undir rauðum ljósum og gusurnar gengu í allar áttir frá bílnum, sums staðar höfðu bílar drepiö á sér og menn voru að ýta með uppbrettar skálmar, sumir höföu gefist upp og sátu niðurdregnir á eyjum eins og þeir væru staddir á miöju Kyrrahafi og ekki nokkur von til að skip sigldi hjá. Bílstjórinn reykti hverja sígarettuna af ann- arri og benti flissandi á þá sem voru aö ýta. Óraleið var til borgar- innar og þó dnislan fengi svolitinn hiksta á leiðinni tókst bílstjór- anum að halda henni gangandi alla leið að hóteli í miðbænum þar sem við áttum pantað herbergi. Yfir borginni lá blá móða og all- ar götur og gangstéttir voru flotnar vatni. Umferðin var mikil, umferðarhnútar, og hávaðinn svo yfirgengilegur að við uröum aö fá okkur tappa og troða í eyrun. — Hvenær kemur að því að Japanir fari aö framleiða handa okkur hljóðlausa bíla? Ha, Japanir!? Hitinn var líka mikill, sólin hellti yfir mann geislum svo maður ætlaði að kikna og táraðist undir þessum ósköpum. Gegnum tárin grillti í snoörakaða búddamunka vafða rauðgulum klæðum, en Thailendingar eru flestir búdda- trúar og sá sonur sem gerist munkur stolt hverrar fjölskyldu. Munkar eru algeng sjón um allt land, ekki síst snemma á morgn- ana þegar þeir ganga í röðum, berfættir meö leirpotta í fanginu og lofa mönnum veita sér ölmusu. Á þriðja degi héldum viö noröur í fjöllin. Við vorum svo heppnir að reka augun í danskt bakarí nálægt rútustöðinni og höfðum vínar- brauð með okkur í nesti. Leiðin norður liggur um hrísgrjóna- ræktarhéruð og var þarna allt meira og minna á floti. Viö ókum á 120 kílómetra hraða eftir Asíu- brautinni í loftkældri rútu og segir ekki af þeirri ferð, nema hún tók okkur heilan dag. Og á meðan við skiptum um umhverfi má minnast á að Thailand þýðir land hinna frjálsu. Yfir þessum mönnum rík- ir þó kóngur, Bhumipol Adulyadej að nafni, sem segist reyndar ekki ríkja yfir neinum heldur vera odd- urinn á píramíta á hvolfi, með alla þjóðina, 50 milljón manns, á herð- unum. Bhumipol er maður vinsæll og svo drottning hans, Sirikit, og börnin þeirra, prinsinn og prinsessan. Það var sama hvar í landinu við vorum og í hvaða húsakynnum, alls staðar var mynd af kóngaslektinu, meh-a að segja í lestum og rútum. Herinn er að sjálfsögöu valdamikill líka og leikur annað aðalhlutverkið, það þriðja er trúin. Þetta er hin heilaga þrenning og hin sýnilegu tákn: Bhumipol, Búdda og her- maðurinn, þótt í augum Vestur- landamanna sé annað meira áber- Bóndi í Chiengsaen. 6 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.