Vikan - 07.06.1984, Blaðsíða 58
11 Barna—Vikan
Þýðandi: Jóhann J. Kristjánsson
Teikning: Herdís Hiibner
„Nei, en sá blástur,” sagði Sigríö-
ur þegar hún kom út á götuna og
beygði fyrir hornið. Hún var nærri
búin að reka sig á drenginn sem kom
með flugdrekann sinn.
„Gættu aö því að slaufan sem þú
hefur í hárinu fjúki ekki burtu með
þig,” sagöi drengurinn, sem hét Þor-
valdur, og hló. Sigríöur þreifaði eftir
slaufunni. Hún var stór og stóð dug-
lega út í allar áttir. En auðvitað gat
hún ekki flogið með hana.
„Ég á aö fara og kaupa sykur fyr-
ir mömmu,” sagði hún og flýtti sér
áfram.
„Ertu nýflutt í bæinn?” spurði
konan í búðinni um leið og hún setti
sykur í körfuna hjá Sigríði.
„Já. við fluttum hingaö í gær,”
svaraði Sigríður og fór að fitla við
slaufuna í hárinu á sér.
„Eg skal binda hana upp aftur,”
sagðikonanoglagaðislaufuna. „Þú
getur líka komist þessa leið heim,”
bætti hún viö og opnaði bakdyr. „Þú
getur farið yfir litla blettinn þarna
bak við garöinn og þá ertu komin
heim til þín.”
Þetta var betra en að þurfa að
beygja fyrir götuna og Sigríður sá
Þorvald úti á akrinum. Það var fínt
drekaveður og drekinn hans var
kominn hátt upp í loftið.
„Halló,” hrópaði Þorvaldur þeg-
ar hann sá Sigríði. En allt í einu
gerðist nokkuð óvænt. Slaufan varð
stærri og stærri og litla stúlkan lyft-
ist upp og flaug á henni upp í loftið
við hliðina á drekanum. Málaða and-
litið á drekanum spurði: „Hver ert
þú? Ertu nýtísku flugvél? Ertu
dreki? Nei, þú getur ekki verið dreki
því þú hefur ekkert skott úr marglit-
um pappír eins og viö drekar höf-
um.”
„Ég er bara lítil stúlka,” svaraði
Sigríður, „en slaufan mín stækkaöi
og lyfti mér upp í loftið til þín. Ég
veit ekki alveg hvernig ég á að kom-
ast niðuraftur.”
„En finnst þér ekki skemmtilegt
að fljúga?” spurði drekinn.
„Jú, en. . . ”
Sigríði fannst dálítiö undarlegt að
svífa á þennan hátt og hún fór alltaf
hærra og hærra, alveg þar til jörðin
var orðin næstum ósýnileg.
„Nei! Viltu nú bara sjá!”
Drekinn varö ákafur og benti með
einum dúskinum sem hékk á hliðinni
á honum. „Sjáðu hvað karlinn í
tunglinu er hégómlegur. Hann hefur
fengiö Uglu myndatökumann til að
taka af sér nærmyndir.”
Þetta var alveg rétt. Sigríður var
komin alveg að mánanum sem
brosti og gerði sig eins fallegan og
hann gat. Ljósmyndarinn hafði stillt
sér upp á hornið á honum og tvær
litlar mýs — hvernig sem þær höfðu
nú komist þarna upp — sátu hlið viö
hlið og reyndu að halda jafnvægi.
„Augnablik,” sagði herra Ugla.
„Vertu nú glaðlegur á svipinn.
Svona! Takk! Þetta ergott.”
„Æ, hvað þetta er ergilegt,” sagði
drekinn í sama vetfangi, „nú dregur
hann mig niður aftur, einmitt þegar
ég flaug svo fallega.”
„Ég vona að Þorvaldur nái mér
niður líka,” sagði Sigríður og and-
varpaöi.
„Hann getur það vel, taktu bara í
mig, svo förum við saman niður,”
sagði drekinn.
Sigríður greip í einn dúskinn á
drekanum og nú varð hún greinilega
vör við að hún seig lengra og lengra
niður. Hátt uppi sá hún mánann
brosa til sín og fjöldi lítilla stjarna
var í kring. Þær hlógu svo það
glitraði í kringum þær. En nú byrj-
uðu skýin að dragast fyrir og
skyggðu brátt á allt saman. Það
fannst Sigríði leiðinlegt því hún hefði
viljað sjá hvernig herra Ugla og litlu
mýsnar kæmust aftur niður á jörð-
ina. Nú myndi hún aldrei fá að vita
það. En brátt fékk hún nóg að gera
við að horfa niður því jörðin kom
alltaf nær og nær. Þarna var gatan
þar sem hún hafði mætt Þorvaldi.
Lausn á þraut: 27
5S Vikan 23. tbl.