Vikan - 07.06.1984, Side 60
Texti: Höróur
Plastskammtur vikunnar
Helen
Hvítrafönk
Reflex:
The Politics of Dancing
Reflex er bresk sveit ungra sem aldinna
poppara og hefur unniö sér þaö helst til
frægðar að koma lagi sínu, „The Politics
of Dancing”, inn á lista beggja vegna
Atlantsála. Heldur hafa þó Kanarnir veriö
hrifnari af sveitinni og af þeim sökum hef-
ur hún dvalist hjá þeim langtímum sam-
an. Lagið sem um var rætt er nokkuö
skemmtilegt og það var því með nokkurri
eftirvæntingu að platan var látin renna sitt
fyrsta skeið á fóninum.
I öðru var maður ekkert of viss um gæö-
in, bjóst frekar við drasli sem hefði verið
hrúgað í kringum slagarann til að græöa
peninga. En þannig var það nú alls ekki.
Platan er næstum öll í svipuöum gæöa-
flokki og lagið góða og mikiö má vera ef
ekki tekst að gera þokkalegar smáskífur
úr flestum lögunum.
Um tónlistina er það helst að segja að
hún er hröö og ákveðin blanda af syntha-
poppi og léttu rokki og jaðrar stundum við
þaö að vera alldiskuö. Um það er ekkert
nema gott eitt að segja, diskótónlist getur
verið góð eins og hvað annaö og sá háttur
sem hafður er á framleiöslu tónlistarinnar
í þetta skiptið fellur mér ágætlega í geð.
011 pródúksjón mióar að því að gera tón-
listina þróttmikla. Ýmist eru notuð bassa-
hljómborð (moog) eða bara ,,funky”-bassi
í grunni meö þéttum og taktföstum
trommuleik og ofan á kemur svo sterkur
hljómborðsleikur meö gítar-„riffi” hér og
þar. Söngurinn fellur vel að músíkinni,
akkúrat passleg rödd í montið tölvupopp. I
heildina er hér því góður gripur fyrir
tölvupoppsinnað fólk sem og aðra sem
vildu kynna sér hvað þessi tónlistarstefna
býðuruppá. Q Q Q \
Emkunn: f f fWffft
Negrafönk
Centrai Line: Choice
ICEMtRALI
Central Line er tiltölulega óþekkt stærð í
poppheiminum en þó er líklegt að einhver
sem lifir og hrærist í heimi danstónlistar
hafi heyrt það nafn. Já, Central Line býr
til danstónlist.
Þessi plata byrjar skratti vel, ef litiö er
á málin af sjónarhóli danstónlistar-
unnandans. Síðan kemur lag sem hvorki
er fugl né fiskur, beinlínis ekkert
skemmtilegt. I þriðja laginu kemur svo
aftur ansans ári gott fönk, sama sagan er
meö fjórða lagið og annaö, það er grút-
fúlt. Svona er það með þessa plötu, þar
skiptast á skin og skúrir og loks er svo
komið að þegar platan er spiluö er hoppaö
yfir skúrirnar og dansað við skinið.
Það virðist vera eitt sem skiptir plötunni
í tvennt. I lögunum sem eru góð er notað
bassahljómborö (moog) og fæst með því
hröð og skemmtileg bassalína, öfugt við
hin, þar sem venjulegur bassi gutlar í
ósköp daufum og slöppum samsetningi
ósköp daufra og venjulegra hljóða sem ná
aldrei að gera lögin annað en ósköp dauf
og venjuleg.
Því er það nú svo aö einkunn þessarar
plötu verður ekki eins há og sum lögin gefa
til kynna, en máliö er bara það að ef menn
ætla að gera stóra plötu verður eitthvaö
meira bitastætt að vera til staðar en einn
eða tveir slagarar.
Einkunn:
1/9!!! Jú, hún var eitt sinn 1/5 af Culture
Club en þannig er það ekki lengur. Eftir að hin
holduga Helen Terry hóf sólóferil sinn getur
hún ekki lengur talist fullgildur meölimur í
menningarklúbbnum þó hún starfi ennþá með
honum þannig að við getum sagt að hún sé að
hálfu leyti klúbbfélagi, semsagt 1/2 af (4 1/2)==
1/9 af Culture Club. Þetta var nú ekki flókið
dæmi en lítum aöeins á forsögu Helenar. Hún
er núna 27 ára og hefur því verið viðloðandi
tónlist í 13 ár því að fyrsta tónlistarafrek
hennar var sem flautuleikari í einhverju
skólabandi úti í sveit þegar hún var 14 ára.
Brátt kom að því að hún var farin að syngja
en eins og allir vita þá syngur hún fjári vel. 16
ára að aldri hætti hún í grunnskóla, gaf upp
allar sínar vonir um að verða hæstaréttar-
lögmaður og fór til Lundúna að leita gæfunn-
ar. Þar starfaði hún í ýmsum hljómsveitum,
vann sem sessionmanneskja fyrir menn eins
og Lou Reed og söng meira að segja í auglýs-
ingum.
Einn góðan veðurdag, þegar Helen var að
syngja um ágæti einhvers draslsins, fór hún
að hugsa sem svo: „Hvað er ég nú að gera
þetta? Ég hef fengið nóg” og gekk með það
sama út úr miðju lagi og söng ekki meira í
þrjú ár. Þá fór hún að vinna fyrir sér við
myndasögufyrirtæki en aö lokum fór hún að
síast inn í tónlistarbransann eins og í æsku. I
fyrstu vann hún meö reggaepródúsentinum
Dennis Bowell bara til að hafa gaman af því
en árið 1981 fór hún í frí til New York til að
heimsækja vini sína. Hún var aðeins of lengi
þar og þegar hún kom heim 'rar henni tilkynnt
að hún ynni ekki lengur í myndasögubransan-
um.
Ur því varð ekki við snúið og hún fór að
syngja til að vinna fyrir sér á ný. Um tímg
vann hún meö furðufríkum sem kölluðu sig
The Neo-Naturists, fírum sem afklæddu sig
gersamlega í miðju kafi og klíndu sig út með
líkamsmálningu á meðan Helen húkti í eins
mörgum fötum og hægt var og söng með. Það
var eftir eina sýningu af þessu tagi sem Boy
George og Marilyn komu auga á hana og
hvöttu hana til samstarfs viö sig. Það varð úr
á endanum að Helen syngi fyrir George bak-
raddir á laginu „Do You Really Want To Hurt
Me?”, sem hún og gerði.
Eftirleikinn vita allir, lagiö sló í gegn og
stuttu síöar var Helen gerð aö fullgildum
meölim Culture Club.
Eins og áður sagði er hún nú að kúpla sig út
úr þessu samstarfi og farin að huga að sjálfri
sér. Hennar fyrsta smáskífa kom út ekki alls
fyrir löngu og ber nafnið „Love Lies Lost”.
Sjálf telur hún það ekki mikilvægt hvernig
þessu lagi vegnar heldur sepir hún feril sinn
standa og falla með því uæsta sem kemur út
með henni, sennilega innan skamms. Fylgist
því með því lagi og þá eruð þið að fylgjast
með Helen Terry sjálfri.
60 Vikan 23. tbl.