Vikan


Vikan - 07.06.1984, Síða 14

Vikan - 07.06.1984, Síða 14
„Lítil skissa" á stóran vegg Vinnan aö baki er teikningar, grafík aö hluta,tilraunir og stórar myndir. „Lítil skissa” aö verkinu fyllti stóran part veggjar á kirkju- listarsýningunni á Kjarvalsstöð- um í fyrra. Og hugmyndin aö baki verkinu er hluti af kaflanum um Baltasar í bókinni Norður í sval- ann. Hingaökoma Baltasars og list- ferill er einnig rakinn í annarri ný- legri bók. Árni Bergmann skrifar kafla um hann í bókinni íslensk list — 16 íslenskir myndlistar- menn. Þaö er sagt um Erró að Frakkar helgi sér hann af því að þeim veiti ekki af öllu sem þeir geta teflt fram. Þannig er Islend- ingum sjálfsagt farið þegar Baltasar á í hlut. Enda er hann orðinn íslenskur ríkisborgari með þeim kostum og göllum sem því fylgja og á sínum tíma vakti nokk- urt umtal af því að hann fékk ekki að taka sér það rammíslenska nafn Egill Skallagrímsson. Hann valdi sér þaö kannski af prakkara- skap en í fullri alvöru. Það var stórmál fyrir Baltasar að heita allt í einu Davíð Guönason og vita ekki almennilega hvers vegna. „Eins og aðfara í stórbardaga" Það er margt fram undan hjá Baltasar og maður hefur á tilfinningunni að hann hafi engan tíma til að lifa í fortíðinni, fram- tíðin sé allt of erilsöm. Hann hefur veriö beðinn aö sýna í heimahög- unum, Barcelona, og hann ætlar að reyna að setja upp grafíksýn- ingu næsta vor. Einhvers staðar fjær í framtíðarsýn er kennara- staða í Arisona. Þar dvaldi hann í eitt ár (1980—81) með Kristjönu konu sinni, sem er leirlistarmaður og var aö kynnast aðferðum indíána í leirlistinni. En það stóra fram undan er Víðistaöakirkjan: „Það er eins og maður sé að fara í stórbardaga. En þetta er mjög spennandi. Ég hafði oft komið á staöinn þar sem kirkjan er að rísa, ríðandi — þetta er mjög góður hvíldarstaöur fyrir hesta. I gamla daga var þarna sláturhús og fiskur hékk þarna uppi. Þetta er eins og gígur, allt umhverfis er hraunið. Teikningin er mjög falleg, ég held að arkitekt- inn, Öli Þórðarson, hafi fengið hugljómun þegar hann teiknaði þetta. Hann var búinn að gera margar skissur að þessu þegar hann allt í einu kom með þessa. Þetta verður mjög fallegt hús, hljómburðurinn verður góður og lýsingin vel hugsuö, hún er svo mild. Liturinn sem ég nota er mattur, þá veröur hann ekki harður íaugun. Ég rýk stundum upp í bíl á nótt- unni og keyri hingað til þess að komast í samband viö umhverfið eða athuga þetta eöa hitt, hvernig veggurinn lítur út héðan eða þaöan. Ég vinn líka yfirleitt á nóttunni. Eg get unniö á daginn. En hver maöur hefur sína kúrfu, sagði mér Ég nota ekki strokleður læknir einn, og mér finnst best að fara á fætur um 11, stússa þá í ýmsu fram aö kvöldmat og mála svo eftir átta. Þá er ég næmastur. Það getur verið erfitt að standa kannski í sömu sporum frá átta til átta. Þaö er djöfullega erfitt, en maöur tekur ekki eftir því. Maöur verður!” Það sem eftir stendur „Eg held að þaö besta sem getur komiö fyrir málara sé að fá stórverkefni. Þá getur hann ekki afsakað þaö sem hann gerir með því að hann sé betri þegar hann er ungur, eða þegar hann er gamall. Það sem eftir stendur er það sem hann gerir þarna. Þetta er eins og að fara í próf. Annaðhvort geturöu það eða ekki. Þú veröur að ákveöa fyrir hvaö þú vilt verða þekktur hjá komandi kynslóöum. Það er eins og að vera meö mörgum stelpum, en einni giftist þú. Það sem ég er aö reyna að lýsa er svo stórkostlegt að þaö er kannski ekki hægt. Þaö eru til tvær tegundir af minnismerkjum. Önnur gera brjálaöir menn eins og Hitler og Mússólíni, hin eru gerð af ást. I tvö þúsund ár hafa veriö gerð minnismerki fyrir kristindóminn og þar áður til dæmis um grísku goðin. Því ekki? Thomas Chesterton sem samdi bókina The perdurable man segir í einum kaflanum að maðurinn sé það sem hann er vegna þess að hann geti teiknaö. Flest dýr geti bablað eitthvaö sín á milli, dans- að, jafnvel skipulagt, en ekki teiknað. Hann segir þetta bera vitni um eitthvaö heilagt, á æðra plani. Eg held að það sé rétt hjá honum.” Freskan í Víðistaðakirkju er ekki fyrsta kirkjuverk Baltasars, hann hefur gert fresku í kirkju í Barcelona, eina af þrem freskum sem hann hefur gert um ævina. Hann á líka þrjár altaristöflur í íslenskum kirkjum. Hann málaöi eina fyrir hvert heilbrigt fætt barn sem hanná. Sú fyrsta varö til eftir aö Baltasar og Jökull heitinn Jakobs- son ferðuðust saman um Breiða- fjörðinn og sömdu saman bókina „Síðasta skip suðui'”. Freskan er í niðumíðslu í Flatey. „Skreytingar endast ekki lengur en húsið sjálft,”segirhann. Jökull „Viö Jökull fórum í allar eyjarnar þegar við vorum að vinna að þessari bók. Við leituðum mikið í eyjar, báðir tveir. Hann átti skemmtilega skýringu á því hvers vegna sumir sæktu svona mikið til eyja. Hann sagði aö vel gæti verið til eitt kyn af mönnum, úr Atlantis, sem elti alltaf eyjar. Þetta getur verið tilviljun en þetta getur líka verið rétt hjá honum. Eg sakna Jökuls mjög mikið. Á annan hátt en annarra vina minna sem ég hef misst síðan ég flutti til Islands, því þeir eru orönir nokkrir. Ég fann alltaf fyrir einhverju bræðralagi með honum. Þetta voru sterkar taugar. Þegar hann var á Fálkanum kynntist ég honum fyrst vel. Það var þegar „draugagangurinn” var á Saurum. Hann vantaöi spánskan túlk, því það var talið að þetta væru spánskir sjómenn. En skýringin var miklu einfaldari. Það var skrýtið að koma þarna, það var eins og maöur væri kominn á ysta kantinn á jörðinni.” Draugar „Ég tek mark á draugum en íslenskir draugar verka ekki á mig. Þeir eru ekki nógu drauga- legir. Spánskh' draugar eru ekki sterkir og láta ekki svona eins og skotturnar og mórarnir. Þeir elt- ast ekki við menn. Þeir eru þjáningarfullir, feimnir í sínu homi og þá langar aö vera veikh'. Þeir eru ekki „aggressívh'”. Ég hef ekki séð drauga en ég hef fundið fyrir þeim. Þegar ég var skáti á Spáni veöjaði ég einu sinni að ég gæti sofið einn úti og þótt enginn héldi að mér tækist þaö þá tókst það nú samt. Þeim gengui' ekkert of vel hjá mér, kannski af því að ég tek þá ekki nógu alvarlega. En ég hef einu sinni búiö þar sem draugar voru hér á íslandi. Það var ekki friður, bank og læti og allt á fleygiferð. Það voru voðalegir kraftar í kringum þetta og hurfu ekki fyrr en viö vorum búin að koma búslóð látins manns út úr húsinu.” Annars konar draugar Aörir draugar en þeir sem dauðir eru hafa angrað Baltasar meir síðan hann kom til landsins. „Mér gekk illa aö komast í samband viö listamenn þegar ég kom hingað. Það er einhver „próvinsíalismi” í öllu hér. Það eru listamennirnir sjálfir sem eru alltaf að troða hver á öðrum, níða hver annan. Það er eins og þeir hugsi: Ef þaö er ekki talaö um mig þá á ekki að tala um hina heldur. Fyrsta sýningin mín, 14 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.