Vikan - 07.06.1984, Side 9
Nú vorum viö komnir svo langt í
norður aö ekki var nema ein
stefna möguleg: í suður. Gullni
þríhyrningurinn er nafn sem
heyrist stundum í fréttum, það er
sá punktur þar sem þrjú lönd
mætast: Thailand, Burma og
Laos. Þar hefur lengi verið
ræktaö ópíum og ófriðsamt vegna
alls djöfulskapar sem því fylgir og
er verið að snúa bændum á þess-
um slóðum til hollari ræktunar,
bauna, kaffis og þess háttar. Smá-
bærinn Chiengsaen er fast við þrí-
hyrninginn, þar fórum við á bíó. Á
kvöldin hópuðust unglingar bæjar-
ins saman undir þessum fáu götu-
ljósum sem þarna voru, sumir
strákanna áttu skellinöðrur og
sýndu listir sínar eins og gengur.
En líflegast var fyrir utan bíóið,
gamalt, hrörlegt timburhús og
málningin, sem einu sinni hafði
verið sundlaugargræn, var að
mestu flögnuð af og fúkkalykt á
stóru svæði kringum húsið. Það
kostaöi 8 böht á mann eða um 9
krónur á sýninguna, myndin var
hafin og þaö mótaði fyrir hnökk-
um manna í salnum, hér og hvar
liðaðist sígarettureykur til lofts.
Kona fylgdi okkur til sæta sem
voru hörð og óbólstruð og maður
rétt kom hnjánum fyrir. Oánægju-
stuna heyrðist fyrir aftan enda
vorum við risar innan um þetta
fólk. Það var mikið um að vera á
tjaldinu, Klaus Kinski óö um í
hvítum jakkafötum, reiöur eins og
tígrisdýr, og smám saman skildist
okkur að þetta væri Árásin á Ent-
ebbe. En eitthvað var ööruvísi en
það átti að vera, neöst á tjaldinu
kínverskur texti, þar litlu ofar ind-
verskur og myndin dubbuö á thai-
lensku og fór sami leikarinn meö
öll hlutverk myndarinnar — gam-
almenni, karla, konur og börn!
Maður varð að bretta niður
skyrtuermarnar og hneppa í háls-
inn því moskítóið var blóðþyrst
þarna í rökkrinu. Ofan við gang-
inn í miöjum salnum var fjöl-
skrúðugt líf í ljósgeislanum, þar
hentust til flugur og fiðrildi af öll-
um stærðum.
Við höfðum mælt okkur mót við
fjölskylduna frá Chiangrai sem
ætlaði í skemmtiferð hingað til
Chiengsaen. Og þarna komu þau á
mikilli ferö í tojóta pallbíl og sátu
flestir aftan á, við klifruöum upp
til þeirra og síöan var haldið
skammt út fyrir bæinn, að musteri
sem þar er. Það var fyrir sjö árum
að munkur nokkur fann gamalt
búddalíkneski í skóginum og var
taliö að myndi vera 2000 ára
gamalt. Mikið musteri var reist á
fundarstaðnum og íverustaðir
munka í kring. Viö fórum úr
skónum og skoðuðum okkur um,
líkneskið var hálfniðurgrafið bak
Undirleikarar í skrúðgóngu.
við rimlahurð og búdda sýndist al-
sæll, í lótusstellingu með lokuð
augu. Framan við líkneskið var
brennt reykelsi en upp við vegg til
hliðar sat miðaldra munkur og
tuggði tyggigúmmí en vai’ þó tann-
laus í neðri gómi. Hann var hálf-
sofandi og brá dálítið þegar vin-
kona okkar lét sig falla á hlið og
mjakaði sér í átt til hans eftir
gólfinu og spurði hvort þessir
útlendingar hér mættu taka mynd-
ir. Jú, hann hélt nú það og bauð
okkur að kaupa afskaplega vönd-
uð nisti með mynd af musterinu.
Hann hélt nistunum í keðjum og
lét þau sveiflast fyrir framan okk-
ur. Það voru skrækjandi apakettir
í búrum og stór skógarbjörn bak
viö rimla á þessu svæöi. Björninn
hafði fundist þarna um sama leyti
og búddalíkneskið og látinn fylgja
staðnum. Það rumdi í honum og
hann teygði hrammana í átt til
okkar, milli rimlanna, sennilega
leiður eftir sjö ára einangrun.
Frá norðurhluta Thailands héld-
um við um mið- og austurhlutann.
I Konkaen gistum við sem oftar á
ódýrasta hóteli borgarinnar sem
var jafnframt hóruhús eins og
flest önnur ódýr hótel í landinu.
Ýmiss konar ómennska þrífst í
kringum vændiö, til dæmis er
algengt aö lögreglan í Bankok geri
rassíu í vissum húsum þar sem
ungar stúlkur eru geymdar eins
og ambáttir. Þær hafa verið send-
ar af fátækum foreldrum utan af
landi í verksmiöjuvinnu, eins og
það er látið heita, en sem ekki er
annað en vændi. Stór hluti
kúnnanna er auðvitað Vestur-
landamenn og koma heilu flug-
vélafaimarnir af kynhungruðum
Evrópumönnum til Bankok dag
hvern. Það kom dálítið óvenjulega
fyrir sjónir hve vændið var
almennt hvert sem við fórum, þó
var ég mest hissa þegar munkur
einn tók að falbjóða mér stúlkur!
En við skulum ekki gleyma því að
vændi er fyrst og fremst hugarfar
og þaö er hreint ekki víst að það sé
minnst í því landi þar sem engar
eru hórurnar og engin hóruhúsin.
5. desember á Bhumipol kóngur
afmæli sem er haldið hátíðlegt um
land allt og er jafnframt þjóð-
hátíðardagur Thailands. Þann
dag vorum við aftur komnir til
Bankok og tekið að styttast í heim-
förina. Flóðin höfðu sjatnað, borg-
in var skreytt, miðhluti hennar
lokaður bílaumferð og mikið um
að vera þar og jókst fjörið þegar
leið á kvöldið. Það voru boxarar á
sviði, slöngutemjarar að leika sér
með anakondur, fjöldi söluvagna
og allt mögulegt til sölu: frá gull-
úrum niöur í gamlar buxur.
Þjóðlegt leikrit var sýnt á einum
stað og feiknarlegir hátalarar sem
köstuðu á mann hljóðinu eins og
öldu. Á öðru sviði voru herkonur í
búningum með alvæpni, her-
kvennahljómsveit fyrir aftan og
lék rokktónlist en hinar vopnuðu
stigu dans. Ein kom með stóra
mynd af Bhumipol og stillti sér
upp fremst á sviðinu meðan hinar
stigu dansinn og otuðu í ákafa
hríðskotabyssum sínum meö
stingjum að mannf jöldanum.
Meðfram götunni sem liggur frá
konungshöllinni hafði verið komiö
fyrir kaðalgirðingu og stóðu þar
vopnaðir heimenn vörð. Það var
von á kónginum úr kvöldmat og
öllum gestunum meö honum.
Mannfjöldinn hafði safnast saman
við girðinguna og orðin töluverð
þröng. Við félagarnir komum okk-
ur fyrir á góðum útsýnisstað á
svolítilli hæð þar sem gatan beyg-
ir og sá eftir henni í tvær áttir.
Biðum við nú spenntir. Við biðum
lengi og loksins birtist löng röð
bíla, fremstir hermenn og lög-
reglumenn, svo kóngur og þar á
eftir ráðherrar, hershöfðingjar og
svo framvegis. Kóngurinn var í
rollsrojs og sat teinréttur með
drottninguna sér við hlið, hún lyfti
hærri framhandlegg og veifaði
settlega til fólksins. Bíllinn fór
frekar hratt hjá en þó vakti það
athygli okkar hve fólk þetta var
einkennilegt tilsýndar, minnti á
gínur. Þegar kóngurinn og hinir
voru farnir létu hermennirnir
reipin falla og fólksskarinn
steymdi yfir götuna. Það var
geysilegur fjöldi manna þarna,
mannhaf. Þegar við ætlum að
ganga burt heyrist sírenuvæl frá
höllinni og herjeppi kemur brun-
andi. Það er mikið pat og köll úr
gjallarhorni og fólk rekið snarleg-
ast af götunni og böndin hífð upp.
Þetta gerist á undraskömmum
tíma og nú liggur gatan aftur auð
fyrir augum okkar. Einhverjir af-
mælisgestir virðast hafa gleymst
því þeir koma nú á hraðri ferö.
Það hafa þó líklega ekki verið
neinir mikilsháttar menn því þeir
voru á ópelbílum og dálítið
skömmustulegir sýndist mér.
Síðan flæddi fólkið yfir götuna og
hún hvarf.
Tveimur dögum síöar stigum
við um borö í flugvél sem flutti
okkur til Evrópu. Þegar við höfð-
um klifrað í nokkra hæð létum við
síga niður færi og tókst að krækja í
Thailand og draga þaö með okkur
alla leið heim.
23. tbl. Vikan 9