Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 10
HKIY
27. tbl. — 46. árg. 5. —11. júlí 1984. — Verð 90 kr.
GREINAR, VIÐTÖL OG ÝMISLEGT:
4 Grillað úti meö glæsibrag. Upplýsingar um hvaða kjöt hentar að grilla og hvernig. Nokkrar góðar grilluppskriftir.
8 Þau rúmast á opnunni. Hugmyndir um hvernig útbúa má svefn- pláss á sniðugan og hagkvæman hátt.
12 Hugmyndir verða að veruleika. VIKAN heimsækir höfuðstööv- ar Gianni Versace í París.
17 Vísindi fyrir almenning: Hvenær dó Kristur?
25 Myndir lesenda: Gaman og alvara.
28 Franskt bílasafn: Bræðurnir fóru á hausinn en safniö stendur enn gestum til yndisauka.
31 Úr stjörnuregni í sólaryl: Myndir frá undirbúningi Hollywood- keppninnar og af gestunum á úrslitakvöldinu.
36 Handavinna: Gróft, heklaö vesti og peysa í 8 stykkjum.
38 Barcelona: Dóra Stefánsdóttir skrifar pistil frá Kaupmanna- höfn.
50 Sálfræðiþátturinn: Unglingar — stíll og Stælar.
60 Poppþátturinn: Friðgeir fer til Seyðisfjarðar, David Sylvian og Herreysbræðurnir.
SÖGUR:
18 Smásagan: Keppinauturinn.
26 Spennusagan: Fölnar æskublómi.
40 Willy Breinholst: Kostir og gallar minnismiða.
42 Framhaldssagan: Isköld átök —17. hluti.
58 Barnasagan: Ævintýrið um kónginn Tuma Þumaling.
VIKAN: Útgefandi Frjáls fjölmiðlun hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir
Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Jón Ásgeir Sig-
urðsson. Utlitsteiknarar: Eggort Einarsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd-
ari: Ragnar Th. Sigurðsson.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 33, sími 27022.
AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, sími 27022, pósthólf 533. Verð í
lausasölu 90 kr. Áskriftarverð 295 kr. á mánuði, 885 kr. fyrir 13 tölublöð árs-
fjórðungslega eða 1.770 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyr-
irfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Um málefni neytenda er fjallað í samráði við Neytendasamtökin.
Forsíðan:
Það er dæmigerð Gianni
Versace tískumynd á forsíðunni
að þessu sinni, skarpar and-
stæður eru sérsviö þessa ítalska
snillings. Myndin af honum
sjálfum er tekin á heimili kapp-
ans á ítalíu en frásögn af heim-
sókn VIKUNNAR í höfuöstööv-
arnar í París birtist á tveimur
opnum innar í blaðinu.
VERDLAUNAHAFINN
Mummi bókari er kunnur að því
að vera drjúgur á dropann þegar
hann kemst í gott tækifæri. Það
sannaðist á honum um daginn
þegar hann var í sumarhúsi í
Þýskalandi.
Hann tók daginn snemma og
settist inn á lítiö vertshús og
pantaði könnu af öli. Hann fékk
hana og pappalappa til að setja
undir hana. Ekki leið á löngu
þangað til hann pantaöi aðra og
fékk hana líka með pappalappa og
svo koll af kolli þangað til hann
var búinn að tæma tíu krúsir, en
þá var líka komið fram undir há-
degi. Þá kallaði hann á þjónustu-
stúlkuna og sagði:
„Heyrðu, væna, ég ætla að fá
eina krús enn, takk — en ekki
meirakex.”
Það er F.R. í Reykjavík sem fær
fjórar Vikur heimsendar fyrir
þennan. Og hér er sýnishorn af
öðru sem hann sendi með:
„Já, svo þér eruð götusali. Það
var athyglisvert. Segið mér, hvað
kostar til dæmis Laugavegurinn
um þessar mundir?”
„Ég skil ekki hvemig forfeður
okkar gátu lifað án allra þæginda
— ekkert rennandi vatn, ekkert
rafmagn, engin blöð, útvarp eða
sjónvarp og engir bílar!”
„Þeir gátu það heldur ekki,
sérðu. Þeir eru allir dauðir.”
Þegar hún Tobba gamla,
mamma hans Mumma bókara,
kom frá Þýskalandi núna um dag-
inn strunsaði hún beint að toll-
borðinu og dreif upp ósköpin öll af
götóttum sokkum. Tollarinn varð
eins og spurningarmerki og svo
spurði hann: „Hva — til hvers
ertuaðsýnamér þetta ? ’ ’
En Tobba gamla svaraði: „Nú,
ég var að vona að þeir yrðu
stoppaðir í tollinum. ’ ’
„Þjónn, þjónn, serverið þið
snigla hér?”
„Já, herra minn. Við serverum
alla.”
XO Vikan 27. tbl.