Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 28
Rolls-Royce Silver Ghost árgerð 1921. Sex strokka vél.
Sprengirými 7428 rúmsentímetrar. Glæsileg blæja.
Einn af fyrstu bílunum sem fyrirtækið setti á markað.
Gufuknúin rennireið frá
Jaquot, árgerð 1878.
Keðjudrif.
Heimsókn í eitt stærsta bflasafn heims
Texti: Lilja Skaftadóttir
í Mulhouse, litlum bæ í Austur-
Frakklandi, við landamæri Sviss og
Þýskalands, er eitt stærsta bíla-
safn í heimi, með 17.000 fermetra
sýningarsal og 500 ökutækjum af
94 mismunandi tegundum. Þar af
eru 123 bílar af Bugatti gerð og er
það einsdæmi í heiminum að svo
margir bílar af þeirri gerð séu á
einum stað. Elsti bíllinn er frá
árinu 1878 og er hann af geröinni
Jacquot, þeir nýlegustu eru
Ferrari 312 B frá árinu 1972 og
Porche 908/32 árgerð 1968, og er
hann einnig sá hraðskreiðasti, fer
allt upp í 330 km/klst. Dýrustu
bílarnir á safninu eru Bugatti 41
Royale „Coupe Napoleon” 1930 og
Bugatti 41 Royale Limousine Park
Ward, og eru þeir sömuleiðis þeir
lengstu.
Saga safnsins er svolítið sér-
stök en hún hófst á því aö tveir
bræður, Hans og Fritz Schlumpf,
keyptu bíla fyrir alla sína pen-
inga. Þeir áttu 'vefnaðarverk-
smiðju og sagt er að þeir hafi sog-
ið blóðið úr starfsmönnum sínum
(franskt máltæki) — þeir voru víst
mjög haröir vinnuveitendur. En
28 Vikan 27. tbl.