Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 43
vingjarnlega en þó ákveðna. Hann
vissi að sprenging var í vændum.
„Andskotinn hafi það, herra,”
hrópaöi Smith. „Áttu viö að við
höktum með helvítis skotpallinn
og hleöslurnar í tvo og hálfan dag
og skjótum þeim svo ekki einu
sinni? Djöfullinn sjálfur, helvítis
áætlunin gekk út á aö notfæra
okkur drægni skeytanna. Þannig
ráðgeröum við þaö.”
„Þú geröir það, kafteinn. Ekki
ég.” Peterson sendi undirmanni
sinum illt auga, var oröinn honum
bálreiður fyrir óheflað orðbragð.
„Hafðu það á hreinu, Smith, okkur
býðst þetta andstyggðarveður og
við færum okkur þaö í nyt. Viö
ætlum aö gera ratsjána óvirka á
þann hátt að Sovétmennirnir niðri
á flugvellinum haldi að hún hafi
kannski sprengt öryggi eða
eitthvað. Þegar þeir komast að
því aö hún er fullkomlega eyöilögð
verðum viö farnir. Langdræga
árásin er ekki nema ef léttir til og
við eigum ekki annarra kosta
völ.” Rödd hans sjálfs var
stuttaraleg og óhvikul. „Gæti líka
veriö gagnleg til skjóls ef einhver
vandkvæði verða á að koma okkur
burt, rétt? Þannig er mín áætlun
og við skulum vinna að henni.”
Áminningin var svo nálægt
beinum skömmum sem hann gat
leyft sér sem yfirmaður að
viðstöddum óbreyttum hermanni,
jafnvel í svona nánum hópi.
Smith kyngdi svari. Hann hafði
lengi gælt viö þá hugmynd að þeir
Trevinski færu hljóðlega á skíöum
á sinn'stað í þokunni og biðu eftir
að rofaði til, meö skothlaupið hvíl-
andi á fæti og á öxl hans. Trev-
inski myndi hlaöa, eins og þeir
voru svo oft búnir að æfa, hann
miöaði með sigtinu og svo kæmi
nístandi, grenjandi hvinurinn
þegar skeytið úr Dragon-inum
þyti yfir snjóinn og spryngi í risa-
stóru dýrölegu eldblómi um leið
og það hitti ratsjána. Þessi eina
sprenging myndi gera allan kuld-
ann og þreytuna og margra
mánaða þjálfun þess virði. Þeir
myndu hörfa inn í mistrið og
hverfa. En nú hafði þessi helvítis
örótti fyrrverandi liðþjálfi klúðraö
því öllu. Hver andskotinn hélt
Peterson annars að hann væri?
Náungi sem gekk bara í land-
gönguliðiö til að sleppa við fang-
elsi.
Peterson sá vonbrigðin og f jand-
skapinn í andliti Smiths og gat sér
til um margt af því sem hann var
aö hugsa. Hann kreppti ósjálfrátt
hnefann. Allt frá þeim degi þegar
hann hafði, sautján ára gamall,
barið í klessu letihauginn sem
var að hvekkja móður sína og
dómarinn hafði tekið framburð
letihaugsins gildari en hans hafði
hann veriö að starfa að aölögun
sjálfs sín aö þjóöfélaginu. Land-
gönguliðið hafði unnið mikið af því
starfi fyrir hann, Nancy var að
ljúka verkinu. En hann brást enn
ósjálfrátt með ofsa við svona með-
ferð eins og frá Smith.
„Kannski,” sagöi Trevinski
glaölega, „ættum við að eftirláta
Grænu alpahúfunum svona John
Wayne-aðferðir. Sjálfur vil ég
frekar komast aftur til hlýrrar píu
hvenærsem er.”
Spennan rofnaði. Þeir hlógu
allir. „Þú ert sérfræöingur í því,
liðþjálfi,” sagði Peterson feginn.
Kvennafar Trevinskis var víð-
frægt.
„Þú kannast ekki við slíkt, er
það, herra? Giftur maðurinn.”
„0, nei.” Peterson ók sér til,
feginn skynsemi Trevinskis. Ef
enginn annar árangur bærist frá
Virginia Ridge fengi Pólverjinn aö
minnsta kosti stöðuhækkun. Hann
sneri sér að Smith. „Við leggjum
af stað klukkan fimm, Howard.”
Hann notaði skírnarnafnið af
ásettu ráði til að sýna aö hvað
hann varðaöi var árekstri þeirra
lokið. „Nú er best aö ég láti hina
vita.”
„Eins og þú vilt, ofursti.” Smith
lét hvergi undan í svari sínu; það
var greinilegt hvaö hann átti við:
Gerðu hlutina eins og þér sýnist.
Ég þvæ hendur mínar af út-
komunni.
Peterson skreið út, bældi niður
nýja reiðiöldu og tók stefnuna á
holuna þar sem Millar og
Norðmaðurinn héldu sig.
Lykilhlutverki þess síðarnefnda
lyki þegar hann væri búinn að vísa
leið að Plata-fjalli, hlutverki Bret-
ans var þegar lokið, en þar sem
mennirnir voru svona fáir þyrftu
báðir að fá ný hlutverk. Peterson
útskýrði með uppdrætti af lóöinni
hvernig hann vildi að þeir sæju
fyrir kofanum meðan hann og
hinir þrír réðust á ratsjána og
Smith og Trevinski skýldu þeim.
„Við sendum þeim nokkrar
handsprengjur til aö vekja þá,
herra,” sagði Millar ánægður.
„Ég veöja pundi á móti penní að
þeir verða steinsofandi og hafa
ekki einu sinni læst. ’ ’
„Ágætt.” Peterson ræddi
grundvallarskipulag atlögunnar í
fáeinar mínútur, fór svo yfir til
Johnsons, læknisins, og Neilsons,
málamannsins sem var líka
sprengjuefnafræðingur. Það var
næstum víst að ratsjárvagninn
væri ómannaður og hann vildi
koma hleðslum á hann sem fyrst
en bíða með að sprengja þær til
þyrlan væri á leiðinni aö sækja þá.
„Viö skulum hafa þetta á
hreinu,” útskýrði hann fyrir
mönnunum tveimur. „Það sem ég
vil er að viö verðum sóttir áður en
Sovétmenn vita hvað hefur gerst.
Þannig björgum við ekki bara
eigin skinni heldur hefur það sem
forsetinn kann aö segja á heitu
línunni til Moskvu mestu hugs-
anleg áhrif. Þaö er andskoti
margt sem ríöur á þessari árás. ”
Loks sneri hann aftur í holuna
sína, vonaði að Burckhardt heföi
kannski tekist aö ná sambandi við
Bodö. Þaö olli honum áhyggjum
að loftskeytamanninum hafði ekki
tekist það. Það voru enn ógnvæn-
legartruflanir.
„Jæja,” sagði hann og kreisti
fram bjartsýni, „við skulum fá
okkur blund. Viö eigum hvort eö
er ekki að hafa samband fyrr en á
síðasta áfangastað.”
„Þetta ætti ekki að standa
mikiö lengur, herra,” sagöi
Burckhardt, reyndi sömuleiðis aö
vera glaðlegur. „Aðstæður hljóta
að breytast fljótlega.”
Auðvitað, hugsaði Peterson
þegar hann smaug niður í
svefnpokann, en það sem við
þurfum er hvort tveggja,
sambandiö og skýið.
Á HVERJU kvöldi og hverjum
morgni, áður en Annie fór í
háttinn og við morgunveröinn,
hlustaði hún á Oslóarútvarpiö ef
skilaboð skyldu leynast í frétta-
lestrinum.
Síöustu þrjá daga höföu
skilyröin veriö skelfileg. í kvöld
voru þau betri og fréttirnar sjálfar
einhæfar.
„Norska, breska og bandaríska
ríkisstjórnin tilkynntu í dag aö
flotalokun yrði komið á við
Svalbarða frá miðnætti GMT, það
er að segja frá klukkan núll eitt
hundrað að staöartíma. Dóms-
málaráðuneytið hvetur alla borg-
ara til aö halda stillingu sinni.
Ráöuneytið fór þess á leit við
okkur aö við endurtækjum þessa
ráðleggingu. Allir borgarar eiga
aö halda stillingu sinni. Að því er
opinberar heimildir herma er
lokunin svar við neitun Sovét-
ríkjanna aö viðurke. . . ” Hátt og
stöðugt suð yfirgnæfði frétta-
manninn.
Annie áttaöi sig á því með reiði
að Rússarnir hlutu aö vera aö
trufla útsendinguna en þaö skipti
ekki máli: öll endurtekin skilaboð
frá dómsmálaráðuneytinu voru
skilaboö til hennar. Hún hafði á-
fram kveikt á útvarpinu, eins og
hver og einn gæti gert, sótti sér-
staka tækið á felustaðinn, kom
upp loftnetinu og sló inn mors-
merkið sem sýndi að hún væri að
hlusta.
Tveimur mínútum síðar kom
dulmálssendingin meö blikkandi
ljósi. Það tók hana tuttugu
mínútur að ráða hana, fyrst mors-
lykilinn sem var einfaldur, svo
að breyta með erfiðismunum
öllum stöfum þar til stuttar setn-
ingar komu í ljós. Hún las útkom-
una með kvíðahrolli.
„Virkjaöu Ulfhund” — þaö
merkti Lars-Erik, knattspyrnu-
manninn og námamanninn — „til
skipulagningar uppþots borgara
föstudag og laugardag. Fyrsta
forgangsverkefni að rússneska
lögreglan verði önnum kafin
næstu 48 stundir.”
Það þurfti varla að leggja þessi
fyrirmæli á minnið. Hún brenndi
blaöiö í öskubakka, muldi undin
svört snifsin þar til þau leystust
upp og fingur hennar voru líka
orðnir svartir. Svo þvoði hún sér
um hendurnar, skolaði öskunni
niöur í salernið og hringdi í Lars-
Erik. Það var áhættusamt, því
eini síminn í piparsveinablokk
hans var sameiginlegur, en þetta
var síður áberandi en að hún færi
út ein síns liðs seint að kvöldi.
„Ég skal gera mitt besta,”
fullvissaði hann hana, ákafur eftir
að hafa frétt af lokuninni.
„Helvítin sem drápu Sven eiga
allt skilið sem fyrir þau getur
komið.”
Þrátt fyrir áreitiö öryggi hans
nötraði Annie þegar hún lagöi á. Á
Vesturlöndum lauk uppþotum
yfirleitt ekki með öðru verra en fá-
einum brotnum sköllum. í Rúss-
landi var lífið ekki jafndýrt. Hvað
svo sem gerði uppþot nauösynlegt,
vonaði hún að það væri hættunnar
virði.
MAKAROV vaknaði snemma og
kenningar um árásina hringsól-
uðu í huga hans miskunnarlaust
eins og haukar á afrískum himni.
Hann lá og starði upp í loftið,
reyndi að setja sig í spor ó-
vinarins. Væri þetta ekki annð en
könnunarferö, um hvaö myndu
þeir gefa skýrslu? Það gat ekki
veriö um annað en útbúnaðinn
umhverfis Longyearbæ, þar sem
bæjarbúar komust ekki aö, með
öðrum orðum flugvöllinn? Eöa
ratsjána? Nei, það hefði engan
tilgang. Bandarískar gervihnatt-
armyndir hlytu að hafa sýnt hana
í smáatriðum fyrir löngu. En þeir
gátu, eins og hann hafði ávallt
27. tbl. Vikan 43