Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 60
II Popp________________________
Fríðgeir fer til Seyðisfjarðar
Barist fyrir friði
Frankie Goes To Hollywood er
fyrsta hljómsveitin sem bönnuð
hefur verið í breska útvarpinu
síðan Sex Pistols voru og hétu.
Það sem fór fyrir brjóstið á ráða-
mönnum þar á bæ voru línurnar:
„Relax, don’t do it / When you
want to suck her to it / Relax,
don’t do it / when you want to
come....”
Blessaðir mennirnir töldu að
þarna væri átt við dónalega hluti,
cunnilingus, fellatio og annað
ljótt. Elsku litlu drengirnir voru
ekki að meina neitt slíkt með
þessu, þaö sem þeir áttu við var til
dæmis svona: „Relax, don’t do
it...” og þá áttu þeir náttúrlega við
að maður ætti ekki aö slappa af,
„don’t relax”. Annars virtist
ástæðan fyrir banninu fremur
vera hvernig orð hljómsveitin
hafði fengið á sig. Holly Johnson
og Paul Rutherford, aðalsprautur
sveitarinnar, eru báðir hommar
og eru ekkert að fela það, hafa
reyndar verið vinir í níu ár.
Videoið viö lagið er reyndar ansi
hreint klæmið og athugið að það
var ekki sú útgáfa sem þið sáuð í
Skonrokki fyrir tveimur eöa
þremur mánuðum. Það var útgáf-
an sem gerð var eftir að hin haföi
verið bönnuð.
En ef við tökum textann sjálfan
er hann alls ekkert klúrari en hver
annar. „Make love to me . . .” er
gömul lumma og margir aðrir
textar hafa í sér fólgið alveg jafn-
Í tilefni lagsins þótti viðeigandi að dressa drengina
upp í „militerí" búninga. Þessir munu vera rússneskir
en bakgrunnurinn er púra amerískur, sennilega New
York. Frá vinstri til hægri: Holly Johnson, Mark
O'Toole, Peter „Pedro" Gill, Paul Rutherford, Brian
„Gnasher" Nash.
Fyrsta umferð og jafnframt hin síðasta. Megum við
kynna: Ronald „Big Daddy" Reagan og Konstantin
„ófreskjan frá Síberíu" Chernenko. Heimspressan
fylgist með.
mikið klám og „relax”, bara ef
maður er að leita eftir því.
Hugsum ekki
um það...
Nú er þeirra nýjasta „hitt” að
detta niður á við á ný eftir hið frá-
bæra afrek að stökkva beint í
fyrsta sætið á breska listanum.
Eins og allir vita er það lagið Two
Tribes, mergjaður söngur sem
fjallar um stríösbrölt herranna
tveggja, algert atómstríð. Þar er
drepið á það hvernig fólki kæmi
til með að reiða af ef svo ólíklega
vildi til að annaö gamalmennið
dytti á hnappinn: „When two
tribes go to war/ a point is all that
you can score....” Það þarf ekki
fleiri orð til að lýsa þessu, þetta er
ósköp einfalt.
Líkurnar til þess að petta lag
verði bannað eru hverfar.di, helst
væri að videoið færi fyrir brjóstið
á einhverjum. Þar er myndskeið
af mönnum í líki þeirra Reagans
og Chernenkos í upphafi slagsmál-
anna, slagsins sem er aðeins ein
lota. Við skulum vona að leikir á
borð við þennan verði það eina
sem við fáum aö sjá af slagsmál-
um sem þessum.
Texti: Hörður
\
60 Vikan 27« tbl.