Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 39

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 39
Þaö er alltaf jafnyndislegt að fá peninga, sérlega þó þegar ekki er von á því. Þegar ég í vor fékk óvænt peninga frá Islandi fannst mér ekki koma til greina að eyða þeim í neitt skynsamlegt eins og mat eða húsaskjól. Nei, þeir skyldu sko fara í eitthvað sér- stakt. Og þegar vinkona mín stakk upp á því að við færum til Barce- lona var ákvöröunin tekin. Páskarnir voru fyrsta dagsetn- ingin. Þá ku vera indælt þar suður frá, mikil hátíðahöld og margt að sjá. Danskar ferðaskrifstofur voru hins vegar ekkert á því að flytja okkur um páska, sögðust ekki vera byrjaðar með ferðir svo snemma, enginn vildi fara til Spánar áður en færi að hlýna. Eftir stóðu bara venjulegir flug- og lestarmiðar sem kostuðu meira en alla peningana sem ég hafði fengið frá Islandi og þá átti eftir að borga fyrir gistingu og mat. Eftir langa leit fundum viö afar ódýra ferð fyrst í maí, ferð með hóteli og morgunmat fyrir aðeins 700 danskar krónur. Eftir því sem ég hef síðast heyrt um gengi ís- lenskrar krónu munu það vera 2100 íslenskar kr. Við pöntuðum ferðina og fórum að hlakka til. Rétt fyrir páska kom hins vegar óvænt upp á. Vinkonu minni bauðst ferö með annarri rútu um páskana. Hún sló til þó ekki væri pláss fyrir mig. Ég var mjög róleg, vissi sem var að ég myndi örugglega finna einhvern ferðafélaga, fyrr eöa seinna. Leitin fór fram í mikilli ró. Ég spurði alla sem ég þekkti og þeir alla aðra. Ekkert gekk. Ég var farin aö halda að ég yrði að gefast upp. Daginn áður en fara átti tókst þetta hins vegar. Viö opnun hálfís- lenskrar myndlistarsýningar fann ég íslenska stúlku sem var til í að skella sér með. Hún spurði hvenær farið yrði. „Klukkan fimm á morgun,” svaraði ég. Hún spurði upp á hálfdönsku „í eftir- miðdag?” Ég játti því. Hún sá aö tíminn til undirbúnings yrði nægur og hætti aö hafa nokkrar áhyggjur. Tíminn til klukkan fimm næsta dag var lengi að líða. Það tók ekki nema hálftíma að pakka niður þeim örfáu flikum sem ég ætlaði að hafa með. Ég gekk um gólf og leit á klukkuna á tíu mínútna fresti. Dagurinn ætlaöi aldrei að líða. Til að gera eitthvað hringdi ég loks á ferðaskrifstofuna til að spyrja hvort ferðin yrði ekki á áætlun og allt í lagi. Ungur maður á hinum enda línunnar þagði and- artak. „Til Spánar. I dag.” sagði hann loks og það var hálfgerður undrunartónn i röddinni. Svo kom það. „Já, en þaðvar ímorgun.” Ég var viss um að mig væri að dreyma. Það færðist yfir mig ein- hver óraunveruleiki. Ég trúði þessu ekki. Auðvitað var það hins vegar satt og rétt hjá unga mann- inum. Á miðanum stóð með skýrum stöfum að farið yrði klukkan fimm. Allt annaö fólk en ég hefði auðvitað gert sér grein fyrir að það var klukkan fimm að morgni en ekki klukkan sautján síðdegis eins og heili minn var svo fljótur aðákveða. Ungi maðurinn vildi allt fyrir mig gera, hringdi á aðrar ferða- skrifstofur sem hans stofa hefur einhver samskipti viö, en án árangurs. Allar voru meö fullar ferðir og engin leið aö ná rútunni sem var komin langt inn í Þýska- land. Því miður, ekkert hægt að gera. Ég náði mér í stól og hné niður. Til að reyna að gleðja mig bauð ungi maðurinn mér það að ef laust pláss yrði í næstu ferð gæti ég farið meö, án þess aö borga nokkuð meira. Um líkur á slíku þorði hann hins vegar ekkert að segja. Oft fylltist í ferðir daginn áður en þær væru farnar. Eina leiðin væri aö bíða í viku og hringja þá. Mér leið ekki vel að þurfa að hringja í væntanlegan ferðafélaga og flytja henni tíðindin. Hún tók þeim með mestu ró. Sagðist ekki hafa verið farin almennilega að átta sig á því að hún væri að fara, þannig að henni kom ekkert á óvart þegar hún frétti aö hún væri svo ekki að fara. Viö ákváðum aö bíða vongóðar. Þá gerðu veðurguöirnir okkur þann grikk að láta kólna í Dan- mörku. I stað hlýrra sólskinsdaga meö logni tóku við dagar, að vísu sólríkir, en kaldir og vindasamir. Allar ferðir til Spánar og annarra staða suður á bóginn seldust upp. Okkar ferð meðal annars. Enn vildi ungi maðurinn á ferðaskrifstofunni allt fyrir mig gera. Hann sagði að ég væri vel- komin í hvaða ferö sem væri án þess að borga ef pláss yrði laust. Nú væri hins vegar hásumar- leyfistíminn að byrja þannig að ekki væri að vita hvenær pláss losnaði. Hann ráðlagði mér að hringja eftir mánuð, eða með haustinu. Vonbrigðin urðu ekki eins mikil núna. Með hinu góða tilboði hafði unga manninum tekist að draga úr þeim eins og unnt var. Og nú er bara að bíða haustsins og sjá til hvort ég kemst annaðhvort til Barcelona eða eitthvað annað. 27- tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.