Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 44
1S Framhaldssaga haldiö, stefnt aö þvi aö sprengja upp ratsjána, hugsanlega í tengsl- um við flotalokun til aö varna upp- setningu mastranna á Isfiröi. Drottinn á himnum, það gekk upp. Þegar hann komst að því yfir morgunverði, sem hann snæddi í flýti, aö norska ríkisstjórnin hafði ákveðið upphafstnna lokunarinn- ar á miönætti GMT og að bandaríski flotinn myndi styðja þann norska vissi hann að hann hlaut að hafa á réttu aö standa. Þetta atti að vera akaflega tak- mörkuð aðgerð til varnaðar. En hvar í andskotanum var árásar- sveitin? Hann flýtti sér aö lesa bæöi síðustu ljósmyndatúlkunina frá Arkangelsk og veðurspána, þó hann þyrfti ekki annaö en líta út um gluggann til aö sjá að veörið haföi batnað. Um nóttina höfðu nokkur merki borist um gervihnött frá loft- varnastjórninni. Lokaútdrátt- urinn var snilldarverk undan- færslna, engin viðurkenning á á- byrgö vegna rangra túlkana og óskammfeilin yfirlýsing um aö ljósmyndaröð þyrfti áður en hægt væri að gera þokkalega greiningu. Nú þurfti tafarlausa rannsókn nokkurra hitauppspretta. Einn hópur hafði verið á leið norðaustur yfir fjöllin en var algjörlega horfinn á síðustu infrarauöu ljós- myndunum. Hvorki hraðinn né hvarfið féll aö hegöunarmynstr' dýra. Þetta gátu verið ummerki um sveit sem hafði búið sér ból á leiöinni. Makarov merkti ýmsar stöður inn á kortið og spenna hans jókst. Slóöin lá frá ströndinni í átt að C'olesdal. Þetta var leið sem hann heföi getað farið sjálfur til að komast upp yfir Longyearbæ án þess að sjást. Hann yfirfór aftur merkin á kortinu sínu, bar tímann úr skýrslunum saman við þau og komst að niðurstöðu: Hann ætlaði beina leið í Colesdal og kanna þetta sjálfur, láta Spetsnaz- foringjann um stjórnina í Barents- burg. Hann hafði að minnsta kosti farið áður um fjöllin aö baki Long- yearbæjar, sem var meira en hægt var að segja um Spetsnaz. Tuttugu mínútum síðar hóf stóra þyrlan sig á loft. Tuttugu manna baráttusveit haföi verið troðið í klefann, föggum þeirra staflað upp á gólfinu á milli þeirra. Makarov var frammi hjá flugmönnunum, rýndi út meðan vélin hallaöist fram og jók hraðann. Hún þaut eftir strand- línunni með tveggja kílómetra hraða á mínútu, hallaðist til hliöar þegar hún sneri beint inn í Coles- dal, framhjá hálfhruninni Coles- víkurbryggju og yfirgefnu náma- svæðinu. Fáeinar landamæralög- reglur litu upp og veifuöu um leið og þyrlan flaug framhjá. Lág þokan var alveg horfin og þyrlan vaggaöi og hristist i vindinum milli fjallanna. Framundan runnu snjóbreiðurnar saman við neöri helming skýsins, samfellt hvítt algleymi. Þarna uppi snjóaði mikið. Flugmaðurinn leit á snyrtilega samanbrotið kortið sitt. „Fimm kílómetrar enn, félagi ofursti.” Hann sneri stýrissveif og þyrlan hægöi á sér, stélið seig svolítið og aöstoðarflugmaðurinn horfði rannsakandi á snjóinn fyrir neöan þá. Þeir Makarov sáu slóðina samtímis og báðir hrópuöu upp yfir sig. Flugmaðurinn hélt vélinni kyrri yfir staönum, nægilega hátt til að gusturinn frá spöðunum kæmi snjónum ekki á hreyfingu. Slóöin var auöþekkjan- leg; tvö djúp för eins og einföld slóö, breiðari en eftir einn mann, og beggja vegna kringlóttar holurnar eftir skíöastafi. Slóöin lá í mjúkri beygju yfir dalinn þver- an, línurnar breiðari og ójafnari eftir því sem hærra dró. A stöku stað höfðu þeir sem skildu hana eftir sig gert sildarbeinamynstur þar sem þeir fóru upp hæö. Það lék enginn vafi á áttinni sem þeir stefndu í. „Eltu hana upp,” skipaöi Makarov. Hver einasti kílómetri sem þyrlan flygi myndi spara sveitinni töluverðan tíma. Snjórinn tók að skyggja á framrúöuna, barst undan vindi. Hálfri mínútu síðar var skyggnið orðið fimmtíu metrar, leiöin framundan fullkomlega hvít. Flugmaðurinn fór fáeina metra niður, neyddist svo til að halda kyrru fyrir. „Það sést ekki nægilega langt, ofursti. Viltu lenda?” Makarov leit á slóöina sem hvarf inn í hríðina og vissi aö ákvörðunin sem hann tæki núna yröi hvort tveggja í senn, óhemju mikilvæg og óafturkallanleg. Ef hann sleppti hersveitinni þarna myndi hann missa af henni þang- aö til bylnum slotaöi. Það var ekki hægt að staðsetja hana á nýjan leik eftir nýjum infrarauöum upplýsingum. En eftir tvær eða þrjár stundir yrði slóðin horfin. Hann hikaði ekki nema sem snöggvast meðan þyrlan hristist í vindinum. Hann ætlaði að vinna þessa orrustu, andskotinn hirði það, og púkinn sem sat á öxl hans og krafðist þess að vel gengi var eiginlega ekki að því fyrir flokk- inn, hvað þá Stolypin, heldur öllu fremur fyrir hans eigin sjálfs- viröingu. „Lentu,” skipaði hann og fór inn í klefann til að hrópa síðustu fyrir- mælin til foringjans. „Eltu slóðina. Haltu sambandi og fáðu fyrirmæli i loftskeytatækinu ef þú kemur auga á óvininn. Við viljum fanga, lifandi fanga. Er það skiliö?” Hann þurfti nærri því aö æpa þegar dyrnar voru opnaðar og mikill gustur af hávaða og nístingsköldu lofti þeyttist inn. „Eg ætla upp á Plata-fjall. Takmark þeirra hlýtur að vera ratsjáin. Neyðiö þá út á sléttuna ef viö missum sambandið. Þá verða þeir negldir niður á milli okkar.” Mennirnir stukku út með vopn í hendi, hnutu i snjónum um leið og þeir hlupu undan þyrluspööunum. „Gangi ykkur vel!” Makarov sló á öxl liðþjálfans. „Komdu þér nú af staö.” Flugmaðurinn hóf þyrluna á loft, gerði sjálfur byl með því, og Makarov hallaöi sér út um gættina og lyfti þumli. Hvítklæddur fyrir- liöinn leit upp og veifaði. Um leiö og þyrlan fór hvínandi frá fóru mennirnir að festa á sig skíðin og setja á sig bakpokana. Þetta voru úrvalsmenn úr Rauða hernum. Ef þeir gátu ekki unnið verkið gat það enginn. Þegar Makarov kom aftur til Barentsburg var hann beðinn um aö hafa þegar í stað samband viö skrifstofu hershöfðingjans. „Fyrirmæli frá félaga hers- höfðingjanum,” sagöi aöstoöar- maðurinn sem svaraði. „Viö eigum í vandræðum hérna. Þú átt að senda sveit Spetsnaz-manna til að aöstoöa landamæralögregluna viðað verja flugvöllinn.” „Hvað gengur á?” spurði Makarov. „Eg hef of fáa menn fyrir.” „Námamennirnir efndu til óeirða,” sagöi aðstoðarmaðurinn hvasst og lagði á. Hann gat leyft sér að vera stuttur í spuna, vissi álit Stolypins á ofurstanum. Þessar upplýsingar riðu bagga- muninn viö að sannfæra Makarov um aö úrslitastund væri í nánd. Hann sendi sveit Spetsnaz-manna eins og fyrir var mælt, þó þaö freistaði hans að þráast við. Af 140 Spetsnaz-mönnum, sem hann hafði yfir að ráða, voru rúmlega þrjátíu á ratsjárslóðinni i Isfirði og ámóta margir á þyrluvellinum. Nú missti hann þrjátíu enn. Bar- dagasveitin var óafturkallanleg frá sínu verkefni. Hann átti eftir fáeina hermenn í aðalstöövunum og eftirlitssveit landamæra- lögreglunnar. Hann haföi næga menn til að verja Plata-fjall, en naumlega það. Allir aðrir kostir voru úr sögunni. Hann þurfti aö marka svæðiö sem hann hafði áður áætlaö sem blóðvöll á f jallinu og treysta því að eðlisávísun hans væri rétt. UTSENDINGIN um morg- unveröartímann heyrðist ekki fyrir truflunum. Annie komst að þeirri niðurstöðu að ólíklegt væri aö önnur skilaboð væru til hennar og því sjaldnar sem hún sendi því betra. Hún klæddi sig í kápuna og fór úr íbúðinni. Ef kæmi til upp- þots þurfti hún kannski fremur að vernda bankann en opna hann, þó hann væri ekki annaö en flytjanleg einingaskrifstofa, líkt og húsin á byggingarlóðunum. Ibúöarhúsnæöið var ekki nema spölkorn frá aðalgötunni sem lá öðrum megin í dalnum, upp að versluninni, bankanum og messa námamannanna. Vegurinn var auöur þó að skaflarnir, sem höföu veriö ruddir af honum fyrr um veturinn, væru enn beggja vegna, óhreinir af kolaryki og möl. Henni til furðu voru þegar komnir hópar námamanna á bílastæðið hjá versluninni, nokkrir stóðu a sköflunum, aðrir voru á ferli, allir greinilega að bíða eftir einhvers konar sameiginlegri ákvöröun. „Af hverju eruö þiö ekki aö vinna?” spurði hún mann í rauð- og bláröndóttum anorak sem stappaði niður fótum vegna kuldans. „Ertu ekki búin að frétta það?” Hann horfði forvitinn á hana. „Það er verið að loka á okkur, ég á viö Rússana, og helvítis hers- höfðinginn þeirra var svo ófor- skammaður að setja upp miða í messanum þar sem stóð aö ef yrði matarskortur hér eftir ættum viö að þakka það Osló og Bandaríkja- mönnum. Djöfuls ósvífni!” „Ja hérna!” Hún lét sem hún vissi ekkert, hugsaði meö sér að Stolypin hefði ekki getað gefið Lars-Erik betri ástæðu. „Þeir hafa heldur ekki neinn rétt til aö halda fiskibátnum,” greip annar námamaður reiöilega fram í, með hendur djúpt í vösum. „Hann er norskur og skráður í Hammerfest, er það ekki?” Annie sagði ekkert. Þaö var vitað að áhöfnin var í haldi um borð og hana grunaði aö hún hefði kannski verið í njósnaleiðangri. „Við látum ekki bjóöa okkur 44 Vikan VI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.