Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 5

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 5
Umsjón: Jón Asgeir Steikið kjötið á grindinni þar til blóðið lagar úr því á efri hliðinni. Veltið bitunum með töng og látið þá steikjast þar til safinn kemur út að ofan. Hér sjáum við lambakjötsbita — hafið þá þykka og það gefur góða raun að steikja með tómata og ananas. Það er rangt að gegnumsteikja nautakjöt. Góða nautasteik, eins og framhryggjarbitana á myndinni, lætur maður aldrei liggja á grillinu lengur en þarf. Smekkur segir til um hvort menn vilja hafa steikina blóðuga að innan (rare), rauða (medium) eða Ijósrauða (well done). með glæsibrag áhugamenn um þá aðferð að þau gefi sérstætt bragð sem náist ekki með öðrum aðferðum. Gasgrill eru nú að vinna sér sess hér á landi og telja meðmælendur þeirra að ýmislegt mæli með þeim, þau hitna fljótt og eru stillanleg. Ef notað er gasgrill er rétt að athuga hvort nóg er á kútn- um. Hvað á svo aö grilla? Nauta- kjötið hefur alltaf þótt gott hrá- efni en það eru til margir aðrir möguleikar. Lambakjöt bragðast glettilega vel þegar búið er að grilla það hæfilega. Ennfremur hentar ýmislegt fiskmeti — humar, silungur og fleira. Gott er að hafa við höndina álpappír fyrr silunginn, tómata, kartöflur og annað grænmeti. Látið hráefnið ná herbergishita áður en steikingin hefst. Komið fyrir borði við grillið ef tök eru á. Þar er hægt að geyma kjötið og annan grillmat, einnig kryddglös, áhöld og ílát. Hafið tiltækan plast- dúk til að breiða yfir kjötið á meðan það bíöur, það er aldrei aö vita upp á hverju flugurnar taka. Grillolía og kryddlögur Gott, fíngert og meyrt kjöt þarf alls ekki að leggja í kryddlög og reyndar ekki heldur aö rjóða það með olíu ef það er vel fituofið. Yfir svo góðar sneiðar ættu menn að láta nægja að sáldra pipar, salti og kannski oregano. Síðan er kjötið sett á grillgrindina og steikt þar til blóðið vætlar út á efri hliðinni. Snúið þá sneiðinni við og grillið hana þar til safinn vellur út. Grillolíu má blanda úr olíu og grænu kryddi eins og oregano, thymian eða rosmarin. Geymið blönduna í kæli í 2—4 daga og penslið kjötið 2—4 klukkustundum fyrir grillveisluna. Látið hug- myndaflugið ráða við gerð krydd- lagarins, það er hægt að blanda saman olíu og kryddi á ýmsan máta. Pipar, paprika, hvítlaukur (góður með lambakjöti), sítrónu- safi, laukur og fleira. Ennfremur fást grillsósur í búðum og á næstu síðu eru nokkrar uppskriftir frá Jónasi Þór. Kjötið Ástandið á nautakjötsmark- aðinum hefur stórbatnað á und- anförnum árum. Það ríkti lengi vel skortur á kjöti og hljóta óvandir menn að hafa freistast til að villa um fyrir neytendum með því að selja annað kjöt undir nafninu „nautakjöt”. Núna eru til umframbirgöir af nautakjöti og Svonefnd snúningsgrind hentar vel þegar steikja skal hamborgara, pylsur eða fiskmeti. Maturinn er lagður á annan hlutann og síðan er hinn grindarhlutinn klemmdur yfir. Humarhala og annað fiskmeti kryddar maður til dæmis með salti og sítrónusafa. IMamm. 27. tbl. Vikan s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.