Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 27

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 27
Fölnar æskublómi 1S Spennusaga Maðurinn gat ekkert gert. Hann vissi að hann var dáinn. Bátinn rak á klettana og þar splundraöist hann í spón. Hardelot-Plage verður að draugabæ á veturna. Þaö þorir enginn að fara út fyrir dyr því að nístandi útsynningurinn tætir upp húðina, augun verða blóðhlaupin og varirnar þurrar. Fyrsta sunnudag eftir jól leit Caroline Chauvin út um gluggann meðan bræður hennar voru að tefla og móðir hennar dottaði með biblíuna í kjöltunni. Caroline fannst hún vera að kafna. Hún hataði Hardelot-Plage af öllu hjarta og skildi ekki hvers vegna móðir hennar vildi vera í fríi á þessum stað sem henni fannst jafnast á við víti sjálft. Hana langaði að komast heim — til vina sinna — og undirbúa áramótafagnaðinn í New York. En móðir hennar hafði sagt að þarna yrðu þau í a.m.k. sex daga enn og því hlaut hún að missa af skemmtuninni. Sex dagar í viöbót! Hún gat ekki hugsað sér að sitja náföl í sex daga og horfa á heiminn drukkna í útsynningi. Hún strauk fingrunum gegnum dökkt hárið sem féll niður axlirnar. Hún hafði aðeins hætt sér út tvisvar þessa daga. í seinna skiptið reyndi hún að komast til Boulogne, sem var í aðeins sex mílna fjarlægð, en þangað komst hún aldrei. Sandurinn virtist óendanlegur og hún varð að rífa ræmur af millipilsinu til að vefja yfir höfuðið svo að hún fengi ekki hlustarverk. Caroline sá að hún var þrútin í framan þegar hún kom heim og leit í spegilinn. Mamma bannaði henni að fara aftur út í svo vont veður. Með öðrum orðum — hún átti að halda sig inni þessa and- styggðardaga. Nú leit hún út um gluggann og starði framhjá göngugötunni niöur að ströndinni og yfir ströndina að freyðandi öldurótinu. Skyndilega spratt hún á fætur og þrýsti nefinu að rúðunni. Hún trúði ekki eigin eyrum. Jú, það gekk einhver eftir ströndinni! Það var fjarri því að hún gæti séð hvort þetta var karl eða kona — aðeins að þetta var manneskja eða skuggavera við brimlöðrið á Ermarsundi. Svitaperlur glitruðu á enni hennar. Hún hafði aldrei séð neinn ganga svo nálægt strandlengjunni — hvaö þá einan — allan tímann sem hún hafði verið í Hardelot-Plage. Hún varð spennt og hendur hennar skulfu. Þetta var allt svo heimskulegt — eða svo sagði hún við sjálfa sig — að verða svona æst bara af því að einhver gekk á ströndinni! Samt tók hún kápu sína og hvíslaði að bræðrunum: „Segið mömmu, ef hún vaknar, að ég hafi farið út að ganga. Ég veröfljót.” Drengimir litu með vanþóknunarsvip á hana. „Ég verð flj ót, ” endurtók hún. Um leið og Caroline kom út herptust vöðvarnir í andliti hennar saman. Regnið féll af öllu afli á hana svo að það minnti helst á þyrna af rósarunna og sandurinn fauk um allt. Caroline fór yfir göngugötuna, David M. Barlow stökk niður brekkuna og að ströndinni og skýldi augunum. Hún sá mann á hækjum sér við ströndina og þó að það væri of langt til að hún sæi framan í hann sá hún þó að hann lék á eitthvert hljóðfæri, kannski gítar eða banjó. Caroline varð æ spenntari og nú titruðu ekki aðeins hendur hennar, heldur og fætur og brjóst eins og líkami hennar væri hljóöfæri sem spilað var á þegar hún nálgaðist sjóinn og þennan ókunna mann sem sat á ströndinni þar sem öldurnar féllu að landi. Loks gat hún kallað til hans. Hann sat með krosslagða fætur á blautum fjörukambinum og söng geigvænlegan söng við undirleik á banjó. Caroline gekk ögn nær og leit framan í hann meöan hún lagði eyrun við þessum söng sem útsynningurinn bar til hennar: ÓÐUR SKÁLDSINS: Ef ég gæti dáið hetjudauða myndi ég ganga þann veg með þér, ástin mín. Hvort lifa blómin frá í júní? Hvað er eftir nema rotnandi lík í sól? Við getum ekki lifað sem hetjur. En við getum dáið og elskast — þú og ég. Undir teppinu bláa. Er það ekki betri dauðdagi ástin mín, mun betri en bíöa eins og blómin eftir júní? Söngvarinn spratt á fætur og henti banjóinu í sandinn. Hann rétti út handleggina, teygði arma til himins og horfði út á svart og myrkt, ólg- andi hafið og hreyfðist munaðarlega. Caroline starði á söngvarann sem í leiðslu þegar hann henti höfðinu til og frá og stundi nafn hennar með raust sem virtist koma að neðan, frá lendum hans en ekki úr koki: „Caroline! Caroline! Komdumeðmér! Komdu! Komdu! Komdumeð mér!” Caroline fann ekki að veðrið hafði versnað. Hún fór úr kápu og stíg- vélum. Hún hikaði ekki við að tæta af sér pilsið og hljóp hrasandi yfir kalda, blauta mölina inn í sömu svörtu armana og föðmuðu söngvarann hennar! Hún vildi að hann tæki sig frá þessum heimi — hrifi sig inn í leynihelli þar sem himinninn er gullgljáandi og næturmyrkrið þjóðsaga ein. Einhvers staðar aö baki sér — kannski í huganum — heyrði hún kunnuglegar raddir hrópa nafn sitt. En henni stóð á sama. Henni var alveg sama um verkina í lungunum og um saltvatnið sem gældi við mjaðmir hennar og brjóst því að hún var að komast í faðm hans. Hún rétti höndina til hans og fann kalda, beinabera fingurna grípa um úlnlið sinn. Það var sárt. Hún leit undrandi upp og sá ekki blíðlegt bros á andliti flökkuskáldsins heldur varalaust glott brotinnar höfuðkúpu — föður síns. Þá vissi Caroline að öllu var lokiö. Heimurinn splundraðist í spón — þúsund flísar hentust út í myrkt hafiö. BLAÐAURKLIPPA: Laugardagur 26. desember. Lík næturklúbbssöngvara fannst rekið á land í dag í Boulogne. Patrick Chauvin, fjörutíu og þriggja ára, var aö sigla bát þeim er kona hans og þrjú börn gáfu honum í jólagjöf þegar hann rakst óvenju snöggt á sker. Mánudagur 28. desember. Lík Caroline Chauvin, átján ára, rak á land í dag, aðeins tveimur dögum eftir aö faðir hennar fórst af slysförum. Það er álit manna að Caroline hafi ákveðið aö fremja sjálfsmorð vegna þunglyndis. Móðir hennar segir: „Hún var alltaf draumóramanneskja og átti erfitt með að eignast vini. Hún hataði Hardelot-Plage þó að hún væri fædd þar og upp- alin og hótaði oft að hlaupast á brott. En hún var eftirlætisbarn föður síns. Þau voru samtvinnuð.” 26 Vikan 27* tbl. 27. tbl. Víkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.