Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 45
“
þetta,” sagöi námamaöurinn.
„Trúnaöarmennirnir eru núna á
fundi í Messanum að ákveöa hvaö
skal gera.” Hann horföi á sítt,
brúnt hár Annie og snotra loðhúf-
una hennar. „Þú ert stúlkan í
bankanum, er þaö ekki? Það er
best að þú farir og gáir hvað þeir
vilja að þú gerir. Ef trúnaðar-
mennirnir heimta stöövun veröum
viö að fá hundrað prósent
stuðning. Það á aö stöðva allt, raf-
magn og ljós líka. Eg giska á
þaö.”
Hún flýtti sér upp að stóra,
drungalega málaöa húsinu,
skokkaði upp þrepin og í gegnum
lítið anddyrið inn í stóran mat-
salinn með röðum af appelsínu-
rauðum boröum og löngum af-
greiðslubekkjum til hægri. I enda
salarins var hópur námamanna
samankominn í kringum verka-
lýðsforingjann í bænum, en hann
stóö á palli sem haföi veriö gerður
úr boröum. Fyrir aftan þá á
veggnum hékk mynd af
konunginum í aömírálsbúningi og
viö hliöina var mynd af Lenín
sem haföi valdið mikilli gremju
þegar Rússarnir hengdu hana
upp.
Öformlegum fundinum var að
ljúka. Eldri verkalýðsforinginn
lyfti upp báðum höndum fyrir
framan sig.
„Við erum þá sammála,
bræöur. Allir ganga út og fara í
mótmælagöngu að landstjóra-
skrifstofunni. Við skulum fara.”
Hann sneri sér svolítið klunnalega
við á borðinu, teygði sig í myndina
af Lenín og sneri henni að
veggnum. Fagnaðaróp og klapp
fylgdi framtakinu. Svo stökk hann
niður og fór styrkum skrefum
fyrir þeim út.
Þegar Annie stóð upp til að
hleypa þeim framhjá kom Lars-
Erik snöggvast til hennar. „Þeir
eru aldeilis æstir. Væri ekki best
að þú værir kyrr heima? Það
veröa vandræði.” Þó hann talaöi
lágt hljómaði rödd hans eins og
hann hlakkaöi til slagsmála.
Ein konan sem afgreiddi þarna
kom til þeirra. „Komdu, Annie, þú
ætlar þó ekki að missa af þessu? ”
Fáein andartök var hún á
báðum áttum um hugsanlega þörf
á aö gæta bankans og greinilega
skyldu hennar að tilkynna síðar til
Osló hvernig mótmælaaö-
geröirnar hefðu fariö.
Afgreiöslustúlkan svaraði ósagðri
spurningu hennar.
„Þaö rænir enginn bankann,”
sagði hún glaðlega. „Ekki í dag.
Eða fær að iðrast þess ef það
verður gert.”
„Sjáumst seinna,” sagði Lars-
Erik og fór frá þeim.
Uti var ganga lögö af stað eftir
löngum veginum í byggöina
miðja. Annie og hin stúlkan eltu.
Um leið og þær komu niður hæðina
bættust fleiri í hópinn þar til hann
var orðinn ólgandi herfylking.
Einhver tók að syngja þjóðsöng-
inn.
Þegar þau komu yfir dalinn,
birtist lítil þyrla fyrir ofan þau
og hringsólaði hávær. Göngu-
mennirnir fremst í fylkingunni,
sem sífellt varð lengri, stönsuðu
og hinum megin við beygjuna á
veginum sá Annie þá fáu norsku
lögreglumenn sem eftir voru í
bláum einkennisbúningum sínum
aö tala við foringjana. Svo viku
lögreglumennirnir frá og gangan
hélt áfram. Köllin og söngurinn
uröu háværari og einbeittari.
Þegar hópurinn hægði aftur á
sér, fyrir utan sýslumannsskrif-
stofuna, var Annie, kannski 300
metrum aftar. Kirkjan, áberandi
nýtískuleg, var skammt frá og
hún hafði tekið sér stöðu þar til að
hafa þokkalega yfirsýn. Hún sá
stóran hóp rússneskra landa-
mæralögreglumanna með riffla
í höndunum. Þeir slógu hring um
skrifstofurnar. Göngustjórarnir
stönsuöu og hópurinn tók að
breiöa úr sér yfir autt svæði en
þeir sem voru aftar tróðust fram.
Það var hrópað meira. Annie
gat ekki séö að neinum væri hleypt
inn í langa timburhúsið. Hópurinn
tróöst enn framar. Allt í einu gall
viö stakt skot, hvellt og hræöilegt.
Það varð andartaks þögn. Svo
barst mikiö reiðiöskur frá náma-
mönnunum og þar á eftir skothríð.
Hún heyrði kúlurnar hvína í
loftinu fyrir ofan sig. Hópurinn
hörfaði. Nokkrir menn hlupu upp
hlíðina og tóku aö þeyta grjóti
niður á Rússana. Hún sá einn
slaga til og detta. Hönd greip um
öxl hennar.
„Komdu með mér,” sagði
karlmannsrödd. „Það þarf
ýmislegtaögera.”
ÞAÐ VAR ógerlegt að sjá bæinn
frá staðnum þar sem Norðurljósið
var bundið viö innri kant tré-
bryggjunnar í Longyearbæ.
Skúrar og vöruskemmur skyggðu
á. Háreystin heyrðist og vakti for-
vitni rússnesku lögreglu-
mannanna tveggja sem gættu
skipsins. Þeir fóru framar, vissir
um aö fangarnir þeirra þrír gætu
ekki sloppiö, og horföu upp dalinn.
Inni í káetunni reis Weston upp
úr sæti sínu, opnaöi hljóðlega og
lagði viö hlustir.
„Þaö er eitthvaö á seyði,” sagöi
hann við Clifford sem hvíldi
meidda fótinn á leðurklæddum
bekknum. „Mér heyrist þetta vera
uppþot.”
„Niet!” Annar vörðurinn sneri
sér snöggt við og bandaði með
rifflinum sínum. Weston hörfaði.
Fáeinum andartökum síðar
kom einn lögreglumaður enn
hlaupandi niður á bryggjuna og
small í stígvélum hans. Hann nam
staöar móður og hrópaði til
varðanna, rétt í því að skothríð
heyröist frá bænum. Þeir töluöu
æstir saman litla stund. Svo sá
Weston, sem horföi út um
gluggann, að annar vörðurinn
stökk upp á bryggjuna, horfði
snöggt til káetunnar eins og vildi
hann fullvissa sig um eitthvað og
hraðaði sér burt með aðkomu-
manninum.
„Þeir eru í miklum vandræðum,
Craig. Þetta gæti verið tækifærið
okkar.”
Þeir höföu verið að ræða und-
ankomuleiöir hvenær sem þeir
voru einir, vissir um að illa færi
fyrir Peterson og mönnum hans ef
þeim bærist ekki aðvörun.
Venjulega loftskeytastöðin í
Noröurljósinu var heil. Ef þeir
gætu bara losnað burt í tíu
mínútur, gætu þeir haft samband
viðnorska flotann.
„Ef við gætum yfirbugaö
grínarann þarna,” hélt Weston
áfram, „meö því aö lokka hann
hingað inn . . .þú gætir þóst vera
veikur, Craig.”
„Auðvitaö.” Clifford tók aö hag-
ræða sér svo hann virtist hafa
hnigiöniöur.
„Hvaö viltu að ég geri?” spurði
Paulsen.
„Þú skalt láta eins og þú sért aö
hjálpa honum.”
Frá bænum bárust greinilega
skothljóð.
„Fyrstu fyrirmæli,” sagöi
Weston þvingaður, reif upp
dyrnar meö látum og hrópaði,
„Komdu hingað, félagi! ”
Vörðurinn leit treglega við.
„Félagi,” endurtók Weston,
beitti þeim sex orðum sem hann
kunni í rússnesku. „Hingaö.
Fljótt.”
Þegar vöröurinn fetaði sig eftir
mjóum ganginum framhjá stýris-
húsinu vék Weston frá, eins og af
kurteisi, og benti inn um gættina.
Drottinn góöur, ef maöurinn féll
fyrir þessu var hann fífl. En
Clifford virtist sannarlega vera
veikur. Paulsen beygði sig
áhyggjufullur yfir hann.
Meðan Rússinn stóö og horfði
á Clifford með greinilegri tor-
tryggni heyrðu þeir allir skothríð
frá bænum. Hún dró að sér athygli
varðarins og hann færði sig nær
glugganum. Paulsen notaði
tækifærið og hélt handleggjum
mannsins föstum en Weston lyfti
skrúflykli sem þeir höföu verió að
nota og sló vöröinn í hnakkann.
Loðhúfan dró nokkuö úr högginu
en ekki nógu mikið. Hann datt
aftur yfir sig á borðið.
Weston leit yfir bryggjuna. Þar
var enginn sjáanlegur. „Svona
nú,” sagði hann ákafur. „Klæðið
helvítiðúr.”
Fimm mínútum síöar rak Cliff-
ord, klæddur í einkennisbúning
landamæralögregluþjóns, riffilinn
í magann á Paulsen og virtist vera
aö skipa honum að leysa land-
festar. Weston setti vélina í gang
og þeir fóru hægt aftur á bak,
sneru sér svo með sjóinn ólgandi í
kjölfarinu og sigldu með mesta
hraöa sem Norðurljósið komst,
ellefu mínútum, út ísfjörö og í átt
aðopnu hafi.
9. KAFLI
ÞVÍ HÆRRA SEM þeir fóru,
mjökuðust upp bratta og grýtta,
snævi þakta brekkuna, því misk-
unnarlausari varð vindurinn.
Eina huggunin, hugsaði Mydland
sem fór fyrir þeim, var að hann
virtist hafa skipt um átt, stóð í
bakiö á þeim, hugsanlega sló fyrir
vegna tindanna. Þaö gat hver sem
var giskað á hvaö geröist þegar
þeir kæmu á tindinn. Þar breyttist
umhverfið. Þeir færu yfir kletta-
brúnina og á fjögurra kílómetra
langan jökulinn sem lá niöur aö
Longyearbæ. Annar dalur,
kannski önnur vindátt. Ein þetta
var nógu slæmt. Þetta var rok,
það reif í fötin hans og hettuna á
úlpunni, en undir henni hafði hann
ullartrefil yfir munni og nefi.
Hann staldraði við eftir fáein
skref, sneri andlitinu upp í vindinn
til að gæta að skuggaverunum sem
eltu hann og ísnálarnar stungu
hvar sem bert hold var. Skyggniö
var ekki nema fimm metrar.
Peterson, þriöji í ójafnri
röðinni, blés í flautu sína til
merkis um aö ætti aö stansa og
tróðst meö erfiöismunum upp,
framhjá Burckhardt. Jafnvel það
aö fara af beinni slóðinni og aftur
til baka var veruleg aukaáreynsla.
Hlíðin vissi í suður og undir ný-
föllnum snjónum var gamall ís
sem sólin hafði brætt um miöjan
dag en hafði svo frosið aftur. A
stöku stað hafði vindurinn feykt
27. tbl. Vikan 45