Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 14
Hann er þekktur fyrir vinnugleði og nákvæmni, vinnusemin er með ólík- indum að sögn samstarfs- manna. Áhuginn á starfinu leynir sér ekki. í því efni líkist hann öðrum sem komist hafa á tindinn á þessu sama sviði. Eitt annað eiga þeir flestir sam- eiginlegt — algjört bind- indi á tóbak og vín. næstum ómögulegt að fylgja honum eftir, hefur kannski út- skýrt fyrir þér hönnun og hug- myndir ákveðins hlutar — flýgur eitthvað nýtt í hug — og er sam- stundis rokinn af stað til að framkvæma það. Leitar mikið eftir teknisku hliöinni, nýrra efna og aðferða í hönnun. Það er erfitt að opna búðir frá honum því hann vill hafa sama útlit alls staðar. Það gerir hann sjálfur að mestu, hefur þó arkitekt sem hjálpar honum við það og einnig íbúðarhúsin. Núna var ég aö tala viö fólk frá Miöausturlöndum og það er vafaatriði hvort borgar sig að opna þar verslanir. Þar er nóg af fólki sem getur keypt fötin frá Versace, sem eru mjög dýr. En þá kemur það sjónarmið inn að það kýs að fara til ítalíu eöa Parísar og kaupa fötin sín þar heldur en að fara í búðir í eigin landi. Hann er vinnualki, vill helst ekki hugsa um neitt annað en eigin vinnu. Drekkur ekki eða reykir, er alvarleg manngerð. Fer helst í leikhús og ballettinn, hannar ennþá búninga fyrir það síðarnefnda. Ef um frí er að ræða fer hann helst í löng ferðalög. Hvort ég sjálf er vinnualki — ég leik þó tennis í frístundum og les mikið. Finnst samt óskaplega gaman í vinnunni! Versace er mjög hlýr maður og líkar vel við konur. Þegar við hittumst og honum finnst eitt- hvað athugavert við klæðnaðinn lagar hann þaö og breytir á allan mögulegan máta. Slæðan er til dæmis hans sérsviö. Hann er vingjarnlegur, hlýr og tillits- samur — svo mjög að á dögun- um, þegar við vorum að vinna saman, vildi hann klæða mig í frakkann sinn og hanskana. Það var kalt í veðri og ég ekki sem ákjósanlegast klædd fyrir það. Og núna var ég að fá skeyti frá honum þar sem hann biður mig aö fara ekki á hótel þegar ég kem til Come heldur búa í höllinni hans þar. Hann er í raun mjög góöur vinnufélagi og hús- bóndi — hefur einstakt lag á því að láta starfsmönnum finnast þeir ein stór f jölskylda. ” En hver skyldi hann svo vera og hvaðan, þessi maður sem er að verða eins konar æðstigúrú tískunnar hjá þotufólkinu, sjó- bissnissliðinu og hinum með loðnu lófana? Eitt er víst aö velgengnin og frægðin hefur fallið ítalanum Gianni Versace hraöar í skaut en mörgum öðrum — fyrsta sýningin var árið 1978 og núna, árið 1984, er nafnið vel þekkt á Vesturlönd- um. Fatahönnun er ennþá hans sérsviö þótt eitthvað slæðist með á hans nafni af hliöarvörum þeirrar greinar. En í dag segist hann hafa meiri áhuga á að framleiða vörur í háum gæða- flokki en að slá einhver tölfræðileg sölumet á sviði út- flutnings, er listamaður fyrst og síðast. Hann fæddist áriö 1946 í Reggio Calabria, nánar tiltekið þann 2. desember, og byrjaöi ungur að vinna hjá móður sinni, sem átti tvær fatabúðir í Reggio, enda milli þeirra mjög náið samband. Þar komst hann aö raun um að kraftaverk má 14 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.