Vikan


Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 19

Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 19
ANDREW varð ástfanginn af konunni sinni eftir sjö ára hjóna- band. Þau Poppy höfðu alltaf átt heima í háskólabænum og eftir að þau giftust héldu þau áfram að búa þar. Andrew elskaði Poppy fyrir kímnigáfu hennar, skarpskyggni og það hvað þau áttu vel saman. Fjölskyldurnar voru eins og ein manneskja. Á heimili þeirra komu unglingar frá báðum ættum. Andrew horfði á har.a ljóma meðal yngri bræðra þeirra og systra og fann til einhverra yfir- burða. Þau voru fyrst og fremst vinir. Það var ekki til þaö mál sem þau gátu ekki rætt. Andrew sendi henni blóm á sjö ára brúðkaupsdaginn eins og venjulega. Poppy var með flensuna svo að hann sendi henni fyndið kort og skrifaði á það: „Ég vona að þú jafnir þig bráðum eftir þessi sjöár.” „Það verður allt í lagi með mig,” sagði hún þegar hún þakkaði honum fyrir. „Um leið og þessi óþverra kláði hættir í hálsi og nefi.” Daginn eftir sá hann hana fara um hádegisleytið inn á vínbar Emperors með ungum manni sem minnti á hann sjálfan sem stúdent. Hann kom auga á hana yfir götuna og rétti fyrst upp höndina í kveðjuskyni en sá svo félaga hennar sem tók undir handlegg hennar og leiddi hana inn. Gatan var líka svo breið að það var ólík- legt að hún hefði séö hann og hreinasta tilviljun að hann sá hana. En hún leit svo áköf á þennan hlæjandi unga mann við hlið sér og sá greinilega ekkert nema hann. Þá kom þetta yfir hann. Hann svimaöi, hann varð ringlaður, hann langaði til að berja í næsta vegg. Hann stóð í miðjum bænum og horfði á þann stað sem hann vissi aö hann gat síst af öllu farið á núna og ímyndaði sér þau horfa ástaraugum hvort á annað. Poppy, Poppy, égáþig. Andrew stóð þama gapandi og afbrýðisemin heltók hann — en hún er einhver banvænasti sjúk- dómur sem nokkur maður getur fengið. Það hefði átt að vera svo auðvelt að minnast kæruleysislega á það viö Poppy um kvöldið að hann hefði séð hana. En nú kom hann engu orði upp því að hann var svo hræddur um aö sýna eigin veik- leika. „Þú ert svo þögull,” sagði Poppy þegar hann horfði fýlulega á hana við matborðið. Hann horfði á fína dúninn á handleggjum hennar, á langa finguma sem hún teygði til hans. Hann neitaði aö taka í hönd hennar. Þessir fingur höfðu strokið um vanga annars manns, snert líkama hans. Svona hélt það áfram. Andrew kyssti á kollinn á henni á morgnana eins og hann var vanur og langaði til að bíta í hársvörðinn á henni. Hann sat skjálfandi í bílnum og starði að húsinu og sá hana í anda stökkva að símanum um leið og hann heyrði ekki lengur til hennar. Þau hættu að tala saman. Fyrst skildi Poppy ekkert í hvað hann var fámæltur en svo hætti hún smám saman að spyrja hvort illa gengi í vinnunni eða hvort hann væri veikur. Andrew var einangraður af grunsemdum sínum og sá hana því í öðru ljósi en áður. Hún stóð ekki lengur með honum, hún hafði alltaf verið svikul og nú brugðist alveg. Poppy var ekki sá einka- vinur sem hann hafði talið. Hún var satt að segja ástmey annars manns. „Hvers vegna horfirðu svona undarlega á mig, Andrew?” spurði hún þar sem hún sat með bók við arininn. Ég er að horfa á bleika og gullna skuggana falla á hné þín, ég er að sjá móta fyrir lærum þínum í fyrsta skipti, ég er gagntekinn af þér, Poppy, og ég hef aldrei skilið hvað það meinti fyrr en nú. „Ég var að horfa á gráu hárin þín,” sagði hann viljandi illgirnis- lega. Poppy skellihló. „Við gránum snemma í fjölskyldunni,” sagði hún og hnykkti til fallegum lokk- unum svo að skein í hvítan svana- hálsinn. „Það er betra en að verða sköllóttur eins og þú.” Hún laut fram eins og til að horfa betur á hárið sem farið var að þynnast ögn. Andrew hneykslaðist. Henni fannst hann viðbjóðslegur. Hann var feitlaginn, hrukkóttur, sköllóttur. Hann velti því fyrir sér hvað í henni hefði laðað svo ungan mann að sér. Hann haföi aldrei hugsaö um Poppy sem aðlaðandi á þann hátt. Nú sá hann alltof vel að hún var ein af þessum sjaldgæfu konum sem bæði eru fallegar og gáfaðar. Hún gat farið með ljóð utan að, talað um tölvur viö yngsta bróður sinn, haldiö uppi samræðum á frönsku eða þýsku. Hún vissi líka allt um pípulagnir og raflagnir gamla hússins þeirra og gat búið til betri mat en nokkur sem hann þekkti. Hún bar af öðrum eins og gull af eiri. Eftir að Andrew fór að fylgjast svona laumulega með henni — eins og hún væri kona annars manns og hann mætti ekki glápa á hana — sá hann aö henni hafði farið fram þessi ár sem þau höfðu veriö gift. Andlitsdrættimir voru fastmót- aðri og hún var ögn kinnfiska- sogin. Augun voru jafnljómandi blá og áður en augnaráðið annaö. Hann minntist þess nú hvað hún hafði verið opinská og sagt allt sem henni datt í hug. Með tímanum hafði hún lært að velja hvað átti aö segja og yfir hverju að þegja. Það sem einu sinni hafði verið opin bók var nú lokuð. Hann var sífellt að rifja upp eitt- hvað sem hún hafði sagt undan- farna mánuði. Hluti sem hann hafði hlegið að án þess að vera viss — eða halda að hann þyrfti að vera viss — um það sem hún meinti. „Menn veröa að gæta tak- markana þegar þeir segja sann- leikann,” sagði hún einu sinni í fjölskylduboði. Luke bróðir hennar hafði velst um af hlátri. „Það er ekki heiðar- leikinn eöa sannleikurinn sem máli skiptir lengur,” sagði Luke og glennti sig. Andrew skildi ekki að þetta átti að vera fyndni fyrr en Luke fór að hlæja. Hann vissi ekki hvemig Poppy fór að halda slíku sam- bandi við næstu kynslóð á eftir þeim. Hún var sjálfsagt ung í anda. Nú bergmáluðu álíka athuga- semdir í huga hans sem þegar var haldinn grunsemdum og afbrýði- semi. Hvað hafði hún logið lengi að honum? Höfðu þeir verið fleiri? Var hún svo vergjörn að hann gæti aldrei fullnægt henni? Andrew sökkti sér svo niður í þessar efasemdir sínar, hugar- kvalir, sorg og reiði að hann sá ekki, að Poppy fylgdist grannt meöhonum. HÚN þoldi ekki nema mánuð af þessari fýlu hans. Hún beið þangað til aö þau voru háttuð eitt kvöldið og teygði sig eftir hendi hans í myrkrinu. „Þú verður að segja mér hvað er að, Andrew,” sagði hún. Hann sagði henni með eftirtöl- um að hann heföi séð hana þennan dag og liðið helvítiskvalir eftir það. „0, Andrew, elsku heimski Andrew!” Hún faðmaöi hann að sér og kyssti hann allan í framan. „Þetta var vinur Lukes sem gengur í sama háskóla og hann. Hann kom til aö sækja bók og fór með mér til að hitta Luke í mat. Þú veist aö við borðum stundum hádegismat saman. En hlægilegt að vera með svona fýlu og afbrýði- semi út af mér. En auðvitað tek ég þetta sem gullhamra.” Það borgaði sig að hafa liðið allar þessar helvítiskvalir við léttinn yfir að draugurinn var kveðinn niður. „Skelfingar fífl,” sagði Andrew. „Já, ég hagaði mér eins og asni.” Hann myndi aldrei líta aftur af Poppy því aö nú hafði hann loksins komiðaugaáhana. Poppy fann krypplaðan miða í vasa sínum þegar hún gekk eftir götunni um morguninn. Hún tók hann upp og slétti úr honum og sá að þetta var vélritað blað sem einhver haföi stungiö í flýti í vasa hennar svo að hún fyndi það seinna. Henni var játuð ódauðleg rómantísk ást á gamaldags hátt. Það virtist mjög ósennilegt að þetta væri frá Andrew, en samt var þetta ekki líkt bréfum elskhuga hennar. Hún yrði að segja honum að vera gætnari ef það væri frá honum. Það yrði óþægilegt ef það reyndist samt vera frá Andrew. 27. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.