Vikan - 05.07.1984, Blaðsíða 41
'lly Breinholst ÞýðAnná
búin að gleyma því hvernig
eldhúsið. . .
— Ég er búinn að skrifa þetta
niður, stórum stöfum. . . til
öryggis, greip ég fram í. Minnið
mitt var nú ekki verra en svo að ég
mundi lítillega eftir því hvernig
eldhúsið leit út þegar hún hafði
komið heim í fyrra.
— Og gleymdu heldur ekki að
þú ert búinn að lofa að mála
kjallarahurðina og bílskúrinn.
Skrifaöu þaöniður!
Ég skrifaöi þaö.
— Og það verður að affrysta
ísskápinn, tvisvar sinnum. . .
Ég leyfði mér að grípa fram í.
— Það ertu búin að segja mér
tvisvar, sjáðu bara!
Ég rétti henni kassakvittunina
sigri hrósandi.
— Nú, já. .. og mundu svo að
ryksuga stofurnar að minnsta
kosti einu sinni í viku. Þó þú hafir
nú ekki tíma til að vera þar mikið.
— Ryksuga, tautaði ég um leið
og ég skrifaði það hjá mér.
— Og svo verðurðu að muna aö
hringja í Tómas og biðja hann að
koma og hjálpa þér að fella
kastaníutréð. Þú gerðir það ekki í
fyrra svo að í ár verður það að
gerast.
— Ég er búinn að skrifa það.
— Þú verður að hringja í hann
um leið og ég er farin. Gleymdu
því ekki.
— Treystumér.
— Jæja, þá er bíllinn kom-
inn. . . og hafðu það svo gott. . . og
settu miðann einhvers staðar þar
sem þú finnur hann.
Ég lagði hann undir öskubakk-
ann í stofunni, svo sást í hann.
Síöan fylgdi ég Maríönnu út í bíl
og veifaöi í kveðjuskyni. Svo tróð
ég í pípuna mína. Ég var ekki með
neinar eldspýtur á mér en það var
smáglóð í arninum ennþá svo ég
náði mér í bréfmiða til að fá eld í
pípuna. Ég tók kassakvittunina,
sem ég hafði lagt undir öskubakk-
ann, rúllaði henni saman, stakk í
glóðina og fékk góðan loga á. Svo
áttaði ég mig. Ég átti að hringja í
Tómas. Ég flýtti mér í símann og
hringdi í númerið.
— Sæll gamli! sagði ég. —
Hvernig hefurðu það? Ertu hress
og kátur? Kemurðu þá ekki með
mér í 8 daga veiðitúr á morgun?
?
Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars-20. april
Þér hættir til að taka
óþarfa áhættu og
hugsa ekki skynsam-
lega fram í tímann. Þú
færð mjög freistandi
tilboð, að þínu mati,
en þú ættir að hugsa
þig vel og vandlega
um áður en þú tekur
því.
Krabbinn 22. júní - 23. júli
Þú munt þurfa að
ganga í gegnum
prófraun á næstunni.
Þú sérð ekki strax já-
kvæðu hliðina viö þaö
en bráðlega gerist
mjög skemmtilegur
atburöur í lifi þínu og
þá munu augu þín
opnast.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Þú ert opinn og fullur
af fjöri og því þykir
fólki yfirleitt gott aö
vera meö þér. Vinir
þínir leita til þín meö
vandamál á næstunni
og það mun koma í
þinn hlut að leysa úr
því máli.
Nautið 21. april - 21. mai
Þú ættir að gæta vel
að heilsunni því líklegt
er að þig muni hrjá
eitthvert heilsuleysi á
næstunni. Þér líkar
illa þegar á móti blæs
en þú veist að þaö
hefur alltaf þroskandi
áhrif.
Ljónið 24. júlí - 24. ágúst
Sumarið er mjög
rómantískur tími og
ekki að furða þó þú
verðir fyrir ein-
hverjum straumum.
Þú hefur alltaf skipu-
lagt allt líf þitt en í
þetta skipti ættir þú
að leyfa hverjum
degi að hafa sinn
gang.
Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv.
Þú ert afskaplega
lítið fyrir að neita þér
um það sem þér
þykir gott. En nú er
svo komið aö þaö er
nauðsynlegt fyrir þig
að læra að segja nei,
takk! Þú kemst fljót-
lega að raun um
hvers vegna.
Steingeitin 22. des. - 20. jan.
Það tók þig nokkurn
tíma að jafna þig
eftir mikið álag sem
þú hefur verið undir.
Nú tekur við sælutími
hjá þér og þú ættir að
reyna að njóta hans til
hins ýtrasta því
framundan er mikið
annríki.
Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr.
Þú verður fyrir
óvæntu happi sem
setur strik í
framtíðaráætlanir
þínar. Þetta verður til
þess að ný leiö opnast
fyrir þig og þú kemur
til með að veröa
mjög ánægður með
það í framtíðinni.
Tvíburarnir 22. maí -21. júni
Þú ert mjög þolin-
móður að eðlisfari en
það er samt hægt að
ganga fram af þér.
Þú mátt ekki æsa þig
við ákveðinn vin þinn
sem hagar sér
heimskulega á
næstunni. Reyndu aö
ráöleggja honum.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Það veröa einhverjar
róttækar breytingar í
fjölskyldu þinni á
næstu vikum. Það
verða ánægjulegar
breytingar þegar
fram í sækir og þú
þarft ekki aö hafa
neinar áhyggjur af
framtíðinni.
Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des.
Þú ert alltaf til í að
gera eitthvað nýtt og
spennandi en ert lítið
fyrir skuldbindingar.
Þetta fer ákaflega í
taugarnar á ein-
hverjum þér ná-
komnum og því ættir
þú að reyna aö laga
þetta.
Fiskarnir 20. febr.-20. mars
Þú hefur mikla þörf
fyrir athygli annarra
og fólk þarf sífellt að
vera að segja álit sitt
á þínum málum. Þú
verður að læra aö
standa á eigin fótum
og taka afleiðingum
gerða þinna.
27. tbl. Vikan 41