Vikan


Vikan - 16.08.1984, Síða 7

Vikan - 16.08.1984, Síða 7
heiðskírt loft er ekki ævarandi ástand hér í þessu landi þar sem úrkomudagar á ári eru 281. Við göngum lítið eitt um staðinn en nú fara þær að verða dálítið líkar hver annarri í okkar augum, þess- ar litlu strandkrikabyggðir þar sem húsunum hefur veriö dyngt saman upp af sjávarhleinunum, svo við setjumst aftur inn í bíl og bíðum ferjunnar. í náhvals gapandi gini Og þarna kemur Ternan öslandi svo brýtur um bóga, stefnir á okk- ur yfir Leirvíkurfjörð og rennir hratt upp að hafnarkantinum, með stefniö á undan, og nú lyftist það og verður að „náhvals gap- anda gini” sem spúir út úr sér 28 bílum og fjölda af fólki áður en Ternan gleypir okkur í staðinn og er með þaö sama komin á fulla ferð aftur. Eftir 20 mínútur er komið til Klakksvíkur og Ternan þeytir öll- um á land, eins og hvalurinn Jón- asi forðum. Klakksvík er myndar- legur bær og staðarlegur, enda önnur stærsta byggð Færeyja. Við stöldrum hér um hríð til að hlusta á íslenska karlakórinn sem hefur verið meiri og minni fylginautur okkar alla þessa ferð, Hreim úr Aðaldal. Konsertinn fer fram í Ösáskúla og reytingur kemur til að hlusta, þótt að ósekju hefði mátt vera fullt hús að hlusta á þennan kór. Svo skilja leiðir. Hreimur og Hreimskonur bíöa Smyrils að fara með honum aftur til Tórshavnar en við sláum í þann rauða einu sinni enn og stefnum norður Borðoy, förum gegnum 3,3 km langt berghol yfir í Árnafjörð og þar strax í gegnum annað jafn- langt yfir á austurströnd eyjarinn- ar, að Hvannasundi. Þessi berghol eru ekki nema ein bílbreidd en út- skot þétt, þau eru öll fyrir þá sem koma hina leiöina svo við rennum óhindruð í gegn þótt umferð sé talsverð. Þaö er sums staðar tals- verð bleyta í þessum göngum, rennslið skellur á bílnum svo byl- ur í og vinnukonurnar verða að fara að vinna. En þarna losnuðum við við tvö fjöll, hvort um sig vel yfir 600 metra á hæð. Með hengiflugið undir Síðan er ekið yfir uppfyllingu á Hvannasundi yfir á Viðey og litlu seinna rennum viö í hlað hér á hótelinu á Viðareiöi, eöa Víjareiji, eins og þeir kalla það hér, nyrstu byggð í Færeyjum. Hér er allt fljótskoðað í sjálfu sér nema fyrir þá sem ætla sér að príla fjöll og fara með bakpoka. Þeir gætu til dæmis þrætt koppagötur utan í snarbröttum hlíðum Villingadals- fjalls hér fyrir norðan, það er 844 metrar á hæð, með hengiflugið fyrir neöan sig og ekki létt ferðinni fyrr en á sjálfu Ennibergi, nyrsta útverði Færeyja, sem ég hef fyrir satt að sé hæsta standberg Evr- ópu, ef ekki víðar. En við látum frekari könnun bíða næsta dags og tökum á okkur náðir. Enda er kyrrðin djúp og rík líkt og sums staðar heima á Is- landi. Beint fyrir utan gluggann er lítið hús, dökkbrúnt með grænu þaki og hvítu kringum glugga og dyr, þar er til húsa Norðoyja sparikassi og Bygdaráðið. Þar við endann er annað hús aflangt, hvítt með rauðu þaki, önnur tveggja verslana staðarins. Rafmagnaður boðskapur Þar rennir nú sendibíll upp að og tveir fólksbílar. Sennilega á eitthvað að búa í haginn fyrir morgundaginn sem er mánu- dagur. Eða hvaö? Út úr þessum bílum þyrpist fólk, líklega hátt í 20 manns, setur upp ferðaorgel og stingur því í samband við búðar- horniö og nú glymur á okkur rafmögnuð orgelmúsík og kór- söngur. Viö heyrum ekki betur en að sungið sé um Harrann iö deyöi á krossi fyrir oss. Jú, nú hljóðnar söngurinn og mannsrödd glymur úr gjallarhorni uppi á sendibíln- um. Við, grunlausir ferðalang- arnir, fáum að vita að við séum syndum hlaðnir með saurugan hugsunarhátt og guð veit hvaða aðrar ávirðingar, viö skiljum ekki allt og eftir fyrsta klukku- tímann fer þetta að verða dálítið tilbreytingarlaust. Þaö er orðið svalt og sólarlaust og tilheyrendur sitja í einum fjórum, fimm bílum og njóta þess að heyra hve þeir séu syndugir og slæmir. Þó koma þarna þrjár rosknar konur og reyna að standa 33. tbl. Víkan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.