Vikan


Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 14

Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 14
„Faðir minn var Gísli Jónsson listmálari, fæddur 4. september 1878, dáinn 9. nóvember 1944. Það má segja að hann hafi haft með- fædda þrá og hæfileika til list- sköpunar. Móðir mín var Guðrún Þorleifsdóttir frá Vatnsholti í Flóa, fædd 10. október 1873, dáin 26. janúar 1961. Móðir mín hafði meðfædda stærðfræðigáfu og langaði af- skaplega mikið til að læra. Pabbi hennar klappaöi einhvern tíma á öxlina á henni og sagöi: Það hefði nú verið gaman, Gunna mín, ef þú hefðir verið strákur, að geta kostað þig til náms. Hún fór í Flensborgarskóla einn vetur þegar hún var 28 ára og langaði til að verða kerinari. En þarna kynntist hún pabba, þessum fallega manni, og þau bundust tryggðaböndum í tólf ár, áttu sam- an þrjú börn og voru komin að því að eiga mig þegar pabbi veiktist af lungnabólgu á hvalveiðistöð við Asknes í Mjóafirði. Þá varö hún að ganga þau þungu spor að biðja um sveitastyrk. Og það var henni afskaplega erfitt því hún vildi berjast án þess að vera upp á aðra komin. Þá er tekið það ráð að drengirnir þrír eru teknir af henni og fluttir sveitaflutning. Einn þeirra dó, sá yngsti, innan þriggja vikna frá flutningnum. Hún var vön að segja við mig að hann hefði nú veriö sá fallegasti þeirra en ég sagði að það hefði bara verið af því hún missti hann. „Ja, ég missti þá nú alla,” sagði hún, „því ég fékk þá aldrei aftur.” Faðir minn komst til heilsunnar aftur en foreldrar mínir tóku ekki saman aftur eftir þetta áfall. Hann eignaðist síðar aðra konu og seinni konan hans er enn á lífi á níræðis- aldri. Mamma barðist með mig, saumaði mikiö, hún hafði lært karlmannafatasaum hjá Reinhold Andersen í Reykjavík en sauma- vélina varð hún að selja þegar ég veiktist 7 ára gömul. Á sumrin fór hún í kaupavinnu og ég fór að vinna þegar ég haföi aldur til, bæði í fiski og kaupavinnu.” Neitaðiaö þjóna vinnumanninum Ingveldur var aðeins 15 ára þegar hún var farin að krefjast þess að fá sömu laun og strákarnir fyrir uppskipunavinnu, og hún hafði það í gegn! Hún átti réttlætiskenndina ekki langt að sækja. „Þaö var 1918 að móðir mín kemur í sveitina í kaupavinnu og er sett í að þjóna kaupamann- inum, auk sjálfrar sín og mín, barnsins, í sínum frítíma, þegar hann gat hvílt sig. Hún segir að þaö sé ekkert réttlæti og neitar og skiptir um vist. Þá kærir hún og flytur sjálf sitt mál og vinnur það. Mágkona mín sagði að hún hefði verið 11 ára þegar þetta var og konur hefðu fylgst sérstaklega vel með hvernig málinu lyktaði. Og það hafði komið í ljós aö undir svona kringumstæðum þurfti kaupakona með barn ekki að þjóna vinnumanninum. Hún vildi að það kæmi í ljós hvers væri rétturinn.” Skrifaði bók um móður sína Móðir Ingveldar beitti sér líka fyrir því, er hún kom í Hafnarfjörð og sá hver var aðbúnaður dýra sem leidd voru til slátrunar þar, að bætt yrði úr honum, og kom raunar skrámuð út úr fyrstu atlög- unni áður en úr úrbótum varð. Ingveldur gaf árið 1971 út bókina Myndir og minningabrot sem er langt sendibréf til látinnar móður. Þar kemur fram mjög merkilegur fróðleikur um þessa merkilegu konu sem einhverju sinni var sagt um að væri fædd með of mikla réttlætiskennd. Og á bókinni má lesa að lítið hafðist upp úr réttlætiskenndinni á veraldarvísu, en ekki er hægt annað en dást að henni samt, fyrir það sem haföist með þrautseigju. ,, Maður kemst ekkert áfram á þessari teikningu." Ingveldur var send í skóla átta ára gömul, þó skólaskylda hæfist ekki fyrr en við tíu ára aldur. Hún sýndi strax mikla löngun og hæfi- leika í listum en ekki þótti móður hennar það gæfulegt veganesti: „Ég vildi alltaf vera að teikna. Þegar ég var í barnaskóla kom það upp úr dúrnum að mamma sagðist hafa talað um það við skólastjórann að ég væri allt of mikið í teikningu. En skólastjór- inn, Morten heitinn Hansen, sagði við hana: Lofið bara teípunni að teikna. Hún er eina barnið sem fer yfir bekk núna og sest í þriðja bekk níu ára. Námsbækurnar mínar voru allar útteiknaðar í blómum. Mamma sagði alltaf við mig: Ekkert vera að þessu, Inga mín, maður kemst ekkert áfram á þessari teikningu. Hún þekkti það af eigin raun. Listin í fjölskyldunni Faðir minn var lítið gefinn fyrir að vinna aukavinnu, eins og þeir Foreldrarnir, Guðrún Þorleifsdóttir og Gísli Jónsson. sem unnu með honum, heldur hélt hann út meö liti sína og léreft og kom með sjóndeildarhringinn heim að kvöldi, eins og Magnús Gíslason orðar það í bók sinni, Á hvalveiðistöð. Svo sýndi hann vinnufélögunum myndirnar sínar. Pabbi var farinn að mála á Akur- eyri 1903—04 og mér fannst skrýt- ið þegar forráðamenn íslensku sýningarinnar í Scandinavia today héldu því fram að fyrir 1910 hefðu ekki aðrir verið farnir að mála en Ásgrímur og Þórarinn B. Þorláksson því ég veit að pabbi var þá farinn að mála. Hann var alltaf mikils metinn af alþýðu, hann pabbi, en hún háði honum þó alltaf, listhneigöin.” Dótturdóttir Ingveldar, Rúna Þorkelsdóttir, sem búsett er í Hollandi, átti þó vef-verk á Scandinavia today og verður að teljast einna þekktust þeirra fjögurra ættliða sem myndir eru eftir með þessari grein. Ingveldur hóf listnám á sextugsaldri og dótt- ir hennar og móðir Rúnu, Gréta, sem hefur nýlokið námi í innan- hússarkitektúr, er að hefja nám við hina þekktu listaakademíu í Kaupmannahöfn í haust. Hin dóttir Ingveldar, Guðrún, hefur ekki fengist við list en er kennara- menntuð og starfar í Svíþjóð. Himinroðinn yfir moldum föðurins Þrátt fyrir ummæli Ingveldar um að listhneigðin hafi háð Gísla Jónsyni föður hennar þá hefur veikleiki hans verið styrkleiki einnig. Magnús Gíslason skáld (ekki sá sami og skrifaði Á hval- veiðistöð) orti um hann: Þú hefur um torfærur brotiðþér braut og bugast eilátið, en sigrað þraut sem flestir við stöðvast og stranda- Fyrirþitt áræði, ódeigan hug, alls staðar hindranir viku ábug, erþú leiddir til landa, list þína Gtsli. Eg sé þig við takmarkið standa. Einkennandi fyrir myndir Gísla er roðinn í himninum. „Eyjólfur Eyfells sagðist aldrei hafa kunnað við hann í myndum Gísla. En svo fékk ég þetta aldeilis í höfuðið, sagði Eyjólfur, þegar við stóðum við opna gröfina hans uppi í gamla kirkjugarðinum í 14 Vikan 33. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.