Vikan


Vikan - 16.08.1984, Page 18

Vikan - 16.08.1984, Page 18
18 Vikan 33. tbl. Libby MacCail Fjörbrot fengiö matareitrun og fáeinir and- ast. Allar dósir í verslunum hafa verið sendar til framleiðanda en sumar hafa verið seldar. Við biðjum allar húsmæður að líta á dósir sínar og aðgæta hvort þær hafi keypt túnfisk frá Ocean Wawe. Á skemmdu dósunum stendur númerið W357. Skilið dósinni í búðina sem þér keyptuö hana í og fáið aðra. Við endur- tökum: Notið ekki túnfisk frá Ocean Wawe með númerinu W357.” Skelfing var þetta leiðinlegt! Ég keypti alltaf vörur frá Ocean Wawe því að þær voru bestar. Nú varð ég að fara og líta á fram- leiðslunúmerin. Ég átti sjálfsagt margar dósir. „Dorothy,” sagði tengdamóðir mín kurteislega. „Getur verið að við eigum svona dósir í eldhúsinu? Viltu ekki aðgæta það?” Ég greip fegin tækifærið að þurfa ekki að stoppa í munnþurrk- ur og fór beint fram í eldhús en þar var Willimae að fægja silfur. Jú, ég fann þrjár dósir með þessu númeri í hillunum. „Við verðum að skila þeim aftur, Willimae,” sagði ég. ”Það er best fyrir þig að athuga hvort þú ert með einhverjar heima.” Ég sagði henni hvað ég hafði heyrt. „Ég kaupi ekki svona dýrt drasl,” svaraði hún. „En ég skal finna poka handa þér undir þær.” Ég setti dósimar þrjár í poka og lagði af stað inn í borðstofu. Það var þá sem mér dattt þetta í hug. Fram að þessu haföi ég verið saklaus. Ef ég heföi ekki hlustað á út- varpið. Ef við hefðum borðað tún- fiskinn. Hræðileg tilhugsun. Svo gekk ég ögn lengra. Ef tengda- móðir mín hefði borðað hann ein. Oft hafði ég ímyndaö mér eitt- hvert slys þegar hún fór með mér út að aka á hverjum degi eða að hún dytti niður stiga, fengi hjarta- áfall eða hættulegan sjúkdóm. En mig hafði aldrei dreymt um að ég gæti gert henni eitthvað. Og nú hafði ég vopnið í hendi mér. Mér brá. Ég hafði ekki búist við að ég væri svo kaldrifjuð. Það var eitt að láta sig dreyma um dásam- Ég veit nákvæmlega hvenær mér datt þetta fyrst í hug. Það var daginn sem við tengda- mamma vorum að stoppa í damaskmunnþurrkumar. Ég hata að stagla í föt. Þetta var líka óþarfi því aö hún á fullt af munn- þurrkum sem aldrei hafa verið teknar úr umbúðunum. En tengdamamma er nísk og stagl- ar í munnþurrkur svo aö við sátum inni á sólskinsdegi og stoppuðum í eitthvaö sem virtist vera síðasta damaskið í Ameríku. Pappírsþurrkur? Þær komu ekki til greina heima hjá okkur. Það er ómerkilegt fólk sem notar slíkt. Fínu, gömlu fjölskyldurnar halda sig enn við foma siði. Ég hafði kveikt á útvarpinu til að hlusta á tíufréttirnar svo aö ég þyrfti ekki að heyra enn einn fyrir- lesturinn um siði og hefð. „Nú kemur áríðandi frétt,” sagði þulurinn. Mér datt helst í hug að mennimir frá Mars heföu lent en svo var nú ekki. „Skemmdur túnfiskur hefur verið sendur í margar búðir á höfuð- borgarsvæðinu. Nokkrir hafa \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.