Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 22
\s
Verðlaunasagan — Vikan og tilveran
Eins og menn muna efndi Vikan til samkeppni um greinar í greina-
fiokknum Vikan og tilveran. Tæplega 40 greinar bárust og hefur
dómnefnd nú lokið umfjöllun um þessar greinar.
Hér birtist frásögn sú er hlaut fyrstu verðlaun, 10 þúsund krónur.
Höfundurinn notar dulnefnið Studda. Það er álit dómnefndar að hér
fari saman athyglisverð lífsreynslusaga sem fjallar um vandamál nú-
tímans og ágætur stíll.
í næstu viku kemur saga sú er önnur verðlaun hlaut og síðan koll
af kolli. Vikan áskildi sér rétt til að kaupa fleiri sögur en verðlaun
hljóta en mun endursenda þær sem ekki er áhugi á að birta.
Var þetta ég?
Mér finnst þetta allt saman
mjög ótrúlegt og skil þaö varla
enn þann dag í dag aö þetta skyldi
hafa komið fyrir mig en samt
skeði þetta allt. Ég hélt að þetta
væri bara eitthvað sem kæmi fyrir
aðra.
Ég kem frá ósköp venjulegu
heimili úti á landi og er næstelst af
5 systkinum. Mér þótti vænt um
yngri systkini mín og fjölskyldu og
átti góðar vinkonur. Mér gekk
mjög vel í skóla þá og var í sveit á
sumrin. Ég var mjög rólegt og al-
vörugefið barn og það fór lítið
fyrir mér. Eftir að skólaskyldu
lauk flutti ég í bæinn til að halda
áfram námi og bjó þá hjá ömmu
minni. Þá fór ég að fikta við að
reykja og drekka áfengi og fannst
borgarlífið afskaplega spennandi.
Ég eignaöist fljótlega vinkonur
sem voru til í allt og við vorum
fljótlega farnar að drekka um
hverja helgi og vera með strák-
um. Við fórum líka í búðarleið-
angra og stálum og fylltum alla
vasa og poka af alls kyns dóti og
fötum sem okkur langaði og lang-
aði ekki í. Við náöumst einu sinni
en það hafði lítið aö segja. Þá var
ég farin aö fíla spennuna sem fylg-
ir því að taka áhættu og gera það
sem ekki má, og okkur fannst
gaman og nutum lífsins.
17 ára gömul varð ég ófrísk,
hætti öllu sukki og strákaveseni og
stundaði menntaskólann af kappi.
Ég bjó ekki með barnsfööur mín-
um og við hættum saman áður en
ég átti barnið. Foreldrar mínir
tóku þessu illa í fyrstu en sættu sig
svo við orðinn hlut og hjálpuðu
mér í erfiðleikunum. Eftir að ég
átti mitt barn breyttist lífið og ég
þurfti að fara að vera ábyrg
gjöröa minna og taka afleiðingum
þeirra fyrri. Nú gat ég ekki lengur
látið mig hverfa þegar mér sýnd-
ist heldur þurfti ég að vera komin
heim á tilskildum tíma og það hélt
mér á mottunni í smátíma.
En þá skipti ég um vímugjafa og
minnkaði áfengið og fór að reykja
hass í staðinn. Mér fannst það
lausnin á öllu, ekkert stress og
vesen og mér leið vel í hassvím-
unni. Ég labbaöi um bæinn með
stelpuna mína í bakpoka, reykti
gras og stuð og hélt áfram að stela
í búðum. Ég kynntist miklu af
nýju fólki í gegnum hassið og ég
leit upp til þess og fannst það hafa
lífsgátuna á hreinu.
Einhvern veginn komst ég í
gegnum menntaskólann á þessum
árum þótt ég mætti illa í skólann
og sukkaði stíft. Ég skrópaði oft
hálfan daginn og fór bara í bæinn
að hitta gengiö á meðan mamma
passaði fyrir mig því þau voru
flutt í bæinn. Þegar ég varð
stúdent tvítug flutti ég að heiman
og ætlaði nú að standa á eigin fót-
um. En þá fyrst fór að síga á
ógæfuhliðina. Ég fékk reyndar
mjög góða vinnu út á mitt próf en
vinirnir og sukkfélagarnir voru
alltaf í kringum mig og ég fór úr
einni sambúðinni í aðra og var
mjög leitandi. Ég bjó á góðum
stað í bænum og það var alltaf
mikill gestagangur. Mér fannst
bara gaman að fá svona mikið af
fólki í heimsókn og hélt að ég væri
svona vinsæl en auðvitaö var veriö
að nota lókalinn til að svalla í. Ég
fór mikið á böll og var agressív
með víni en róleg ef ég var bara
reykt. Ég missti vinnuna eftir eitt
ár vegna þess að ég var komin á
skrá hjá fíkniefnadeildinni fyrir
að eiga nokkrar hassplöntur úti í
glugga. Það var áfall fyrir mig að
vera sagt upp vinnunni því ég er
mjög stolt að eðlisfari og var
hreykin af atvinnu minni,
Ég var farin að reykja upp á
hvern einasta dag og hassiö var
orðið minn aðalvímugjafi. Hann
er dýr þegar hans er neytt í óhófi
og einhvern veginn þurfti ég að
fjármagna þessar stuðreykingar
mínar. Nú haföi ég ekki lengur
fasta vinnu og komst upp á lagið
með að græða pening á innflutn-
ingi og sölu á efninu og stundaði
þá iðju með mínum sambýlis-
mönnum. Ég reyndi aö vinna með
en tolldi illa í vinnu. Ég byrjaði
daginn með því að fá mér í pípu og
reykti hér um bil stanslaust þang-
að til ég leið út af á kvöldin. Og í
þau fáu skipti, sem ekki var til í
pípu, lá ég andvaka mestalla nótt-
ina. Það var mikill gestagangur á
heimilinu út af sölunni, einn kom
þá annar fór og mér fannst ég oft
vera orðin fangi á mínu eigin
heimili því ég komst lítið út. Ég
varð líka yfirleitt mjög koksuð
þegar ég reykti og nennti lítið að
fara eða gera. Ég var meira að
segja hætt að nenna að fara á böll-
in.
Alltaf var ég meö litlu telpuna
mína hjá mér og einhvern veginn
sást Barnaverndarnefnd yfir mig,
sem betur fer segi ég í dag. Hún
var á barnaheimili á daginn og
innan um reykinn og fólkið á
kvöldin. Það kom jafnvel fyrir að
ég gat hreinlega ekki gefið henni
að borða vegna þess að ég var
búin að reykja svo mikiö og orðin
dofin og löt.
Ég var farin að vera nokkuö tíð-
ur gestur hjá lögreglunni og sat oft
inni nótt og nótt og þá tók vinkona
mín stelpuna mína að sér. Ég var
til skiptis í Hverfisteininum, úti í
löndum eða koksuð heima hjá
mér. Á þessu tímabili fór ég út í
lönd á hverju ári og átti nógan
pening. En ég varð sífellt andþjóð-
félagslegri og mjög upp á móti
kerfinu eða fannst það vera á móti
mér. Mér fannst líka fíkniefna-
deildin vera að ofsækja mig og
hnýsast í mín einkamál sem henni
kom ekkert við. Þeir gerðu líka
marga húsleitina og mér fannst
þetta ekki vera mitt heimili leng-
ur. Það var setiö heilu dagana og
reykt, drukkið te, hlustað á góða
músík og talað um stuðmál og lög-
reglu. Þaö var mikið rökrætt um
allt og ekkert og alheimsgátan var
margsinnis leyst. Okkur varð líka
tíðrætt um fíkniefnadeildina og
vorum margsinnis búin að
sprengja lögreglustöðina í loft
upp. En auðvitað varð aldrei neitt
úr neinu sem var rætt og ráðgert
sem betur fer.
Ég var orðin mjög gleymin og
gat varla komið heilli setningu
öbrenglaðri út úr mér. Fyrir
bragðið var ég hætt að umgangast
eða tala viö aðra en þá sem reyktu
og voru á svipuðu plani og ég. Ég
gat varla talað í síma því mér
fannst ég ekki ná neinu sambandi
við manneskju sem ég ekki sá og
fjölskyldutengslin voru í algjöru
lágmarki. Mér var jafnvel orðin
kvöl að því að halda afmælisboð
fyrir barnið mitt því þá þurfti ég
að umgangast fjölskylduna sem
ég átti mjög erfitt með. Skamm-
tímaminnið var líka orðið sérstak-
lega slæmt og ég var alltaf að
22 Vikan 33. tbl.
1