Vikan - 16.08.1984, Síða 36
• Blá útprjónuð peysa
Hönnun: Elín Óladóttir
EFNI: PARIS 3 40 g hnotur.
PRJÓNAR: nr. 3 og 41/2.
STÆRÐ: 1 árs.
Framstykki:
Fitjid upp med prj. nr. 3 34 l. og
prjónid stroff, 1 sl. I., 1 br. 1., 3 cm
Skiptið yfir á prj. nr. 4 1/2 og prjónii
sl. prj. Aukið um 12 l. í 1. umf. Prjón
id 2 umf. og byrjið þá á mynstrinu.
Mynstur:
Mynstrið er prjónad þannig að * 3
l. eru prj. sl. prj. en síðan sá 4. sett
óprjónuð á prjóninn. Þannig eru prj. 4
U(nf. Nœstu 2 umf. eru prjónaðar sl.
prj. * Endurtekið frá * til *.
Prjónið mynstur þar til mœlast 20
cm. Þá eru allar l. felldar af.
BAKSTYKKI: erprjónað alveg eins
og framstykki.
Ermar:
Fitjið upp 20 l. með prj. nr. 3 og
prjónið 3 cm stroff, 1 sl. L, 1 br. I. Skipt-
ið þá á prj. nr. 4 1/2, prj. sl. prj. og
aukið um 6 l. í 1. umf. Prjónið 2 umf.
og byrjið þá á mynstrinu (sjá upp-
skrift að framstykki). Aukið um 2 l. í
5. hv. umf. undir hendinni, alltaf á
sama stað. Fallegast er að hafa 1 l. á
milli þegar aukið er út.
Hálsmál:
Takið upp 44 l. í hálsmálið og
prjónið 5 cm stroff, 1 st. L, 1 br. I.
Saumið kragann síðan niður þannig
að hann sé tvöfaldur.
2j cm
Frágangur:
Saumið ermarnar í handveginn og
passið að úrtakan sé undir hendinni.
Það má þvo þetta garn við vœgan hita
í þvottavél en öruggast er að þvo peys-
una í höndunum og leggja hana á
handklœði tilþerris eftir máli.
36 Vikan 33. tbl.