Vikan


Vikan - 16.08.1984, Síða 38

Vikan - 16.08.1984, Síða 38
Denise Robertson L? Smásaga Spádómar Judith vissi að þetta var fáránlegt en það var þægilegt að trúa spádómum gömlu konunnar. Hún spáði henni hamingju, velmegun, brúðkaupi ... en aldrei sást þessi myndarlegi, ókunni maður. VETURINN KOM og lofaöi snjó. Fuglarnir voru fyrir löngu flognir til Suöurlanda og tóm hreiðrin voru alls staðar. Judith horfði á grátt landslagið og taldi dagana til vorsins. Litaborðið ljómaði fyrir aftan hana en hún var orðin þreytt á mynstrunum. „Ég er einmana,” sagði hún hátt og vissi að enginn heyrði til hennar. Hreingerningakonan hennar, frú Rumbelow, sá þetta í sjónhendingu um leið og hún kom. „Eg hef átt von á þessu. Hérna hangirðu ein alla daga. Það er ekki furða þó að þú veröir niður- dregin. Ég gæti ekki þolað þetta og er ég þó helmingi eldri en þú. Ég kann vel við mig hér, annars hefði ég ekki gifst Rumbelow, en ég vil búa í þorpi, ekki í afskekktum kofa þar sem aldrei er mann að sjá.” Kofinn hafði virst svo girnilegur. Eftir að foreldrar hennar dóu fór hún að hata stóra húsið í Newcastle sem minnti hana sífellt á gleðilega bernskudaga. Hún hafði lokið myndlistarnámi og komið sér fyrir sem prjónavöruhönnuður. Það var ekki svo erfitt að vinna langt frá London og hún hagnaðist vel á vinnu sinni. „Ég myndi selja húsið í þínum sporum,” sagði Simon bróðir hennar. Foreldrar hennar höföu arfleitt hana að húsinu en Simon öfundaði hana ekki af því. . „Ég er ánægður,” sagði hann á- kveðinn. „Þau hjálpuðu mér mikið og við Jill höfum það gott núna. Ég vil að þú farir að skemmta þér, litla systir. Það er nægur arf ur fyrir mig. ’ ’ Tveimur dögum seinna var hann horfinn og húsið komið á sölulista. Judith fékk gott verð fyrir það og notaði það til að kaupa sér kofa hátt í hlíöum Tyne- dals. „Ég átti ekki við að þú ættir að einangra þig,” sagði Simon í símanum. „En hafðu það eins og þú vilt. Við komum bráðum með krakkana og veröum lengi í heimsókn.” En Simon lét aldrei sjá sig. Tilgangurinn var góður og hann var sífellt að bjóða henni í heim- sókn, en það var of langt að fara til Hexham fyrir mann með barns- hafandi konu og tvö börn undir fimm ára aldri. Judith kunni vel við sig í kotinu. Af tröppunum sá hún yfir Hart Hope dal, Cheviotfjöll á hægri hönd og Hedge Hope á vinstri. Einhvers staðar fyrir sunnan voru rómverskar rústir. Þetta er landið mitt, sagöi hún við sjálfa sig, kalt og grátt við fyrstu sýn en betra en það virðist. En einmanaleikinn hafði tekið við af friðnum og frelsistilfinning- unni sem hún fann fyrir fyrst þeg- ar hún kom til kotsins. FYRSTU DAGANA hafði hún stokkiö yfir hóla og hæðir og sokkið ofan í hnédjúpt grasið. Hún hafði horft niður á þorp og bæi milli hæðanna og hvíslaö nöfn þeirra líkt og lækur liðast áfram . . Linhope og Holystone, Nether- burn og Langleeford. Þegar hún klifraði eitthvað núna hugsaði húri um hvað þorpin og bæirnir væru langt í burtu og hvað hún væri langtfrá öðru fólki. ,Á kvöldin dró hún rósóttu tjöldin fyrir gluggana, kveikti eld í arninum og reyndi áð sannfæra sig um að þetta væri viðkunnanlegasta herbergi í heimi. En það varð sífellt erfiðara að berjast gegn þeirri áráttu að draga frá gluggunum og horfa út í myrkrið. Hún hlakkaði meira og .meira til vikulegrar heimsóknar frú Rumbelow. Judith var fullfær um að þrífa en feitlagna og glaðlega konan var gulls ígildi., „Ég hef á tilfinningunrii að það komi eitthvað gott fyrir hér,” sagði hún með hendurnar upp að olnbogum í sápuvatni. Glóðarmoli féll á gólfið og áður en Judith gat hreyft sig hafði frú. Rumbelow hrist löðrið af höndunum og sópað honum inn í arininn. „Ja hérna,” sagði hún ánægjulega. „Sjáðu bara! Vagga! Það merkir barn ... eða brúðkaup.” Judith lyfti brúnum. „I hvaða röð?” spurði hún en frú Rumbel- ow héldu engin bönd. „Mamma trúði á glóðina. Hún sagði að svona neistaflug væri skilaboð til manns og hún hafði aldrei rangt fyrir sér. Maður systur hennar fékk líkkistu og daginn eftir var hann allur! ” Judith horfði á kolamolann og fannst hann ekki líkjast neinu nema glóð. En það var best aö láta undan. „Ja,” sagði hún, „kannski kemur einhver myndarlegur maður í heimsókn. ’ ’ Það kom enginn myndarlegur maður í heimsókn. Það kom eng- inn nema búðarbíllinn, bóka- bíllinn, kolamaðurinn í skítugum gallanum. Það sást ekkert nema grár himinninn og gráir akrarnir og heyrðist ekki annaö en baulið í gripunum sem voru á vetrargjöf. Svo sá hún aö eitthvað gekk á uppi á hæðinni! Þaö var svo fátt áhugavert þarna að hún fór og leitaði að sjónauka föður síns sem hún geymdi einhvers staðar en hvar? Hún var yfir sig hrifin þeg- ar hún fann hann. „Ég er að missa vitið,” sagði hún við sjálfa sig og leit yfir í hlíðina. Þar voru menn með fjarlægðarmæla. „Land- mælingar,” hugsaði hún. Þetta voru víst landmælingamenn. Hún starði á þá í hálftíma og vonaði hálft í hvoru að þeir yrðu þarna næsta dag líka. Þeir voru í heila viku og það var frú Rumbelow sem sagði henni hvaö . þeirværuaðgera. „Nýtt sjónvarpsloftnet, gríðar- stórt. Maðurinn minn heýrði allt um það á kránni. Hann segir að þetta séu margir menn og vinni dag sem nótt. Það þýðir meiri versluní þorpinu.” Aftur hrökk glóð úr arninum og hún sagði að það væri pyrigja og spáði peningum fyrir alla. Einmanaleikinn var ekki jafn- slæmur eftir að landmælinga- mennirnir voru farnir. Judith leit daglega til hlíðarinnar því að hún vissi að fyrr eða seinna kæmu þeir aftur. Það.leið inánuður án þess að nokkuð gerðist. Hún var að fara á markaðinn í Hexham þegar hún sá jeppa neðst í hlíöinni og tveir stórir vörubílar óku fram hjá henni á leiðinni. Það voru menn í hlíðinni þegar hún kom aftur til kofans og hún sá sjálf að næsti glóðarneisti var eins og klukka í laginu. „Klukka?” sagði frú Rumbelow daginn eftir. „Klukkur boða gott. Þær boða allt það besta.” Judith vissi að þetta var hlægilegt en það var líka þægilegt. Stundum stóð hún sjálfa sig að því að stara í eldinn og óska þess að einhver neistinn hrykki út á gólf og færði henni boð. Hún haföi alltaf fyrirlitiö hjátrúarfullt fólk. Hún var að verða eins og það. Hún horfði á hæðina þegar hún horföi ekki í eldinn. Fimm menn unnu allan daginn og tveir komu og fóru í jeppanum. Hún horfði á undirstöðuna steypta og svo var byrjaö á stálverkinu. Henni fór að finnast hún þekkja mennina, hún jafnvel skírði þá í huganum. Stundum sagði hún sér sögur þegar hún varð andvaka. Sögurnar voru allar eins. Verka- mennirnir lentu í bruna, flóði eða jarðskjálfta og hún var sú eina sem gat bjargað þeim. „Þú ert að ganga af göflunum,” sagði hún við sig á morgnana. „Þetta gengurekki.” „Þér eruö þreytuleg,” sagði maðurinn í bókabílnum. Hann var með merki í barminum. Á því stóð „Hr. Ryder”. Hann var góðlegur maður með hornspangargleraugu og vissi mikið um barokktíma- bilið. Hún talaði oft við hann þegar ímyndunaraflið var lítið. „Reynið þetta,” sagöi hann og skildi eftir þunga bók með litríkum myndum. Það hjálpaði henni alltaf. Hún fékk nýjar hugmyndir og fór eins og ný • óg betri manneskja að teiknibörðinu. En hvernig gat hún sagt honum að þessi vinnuflokkur væri eins konar áráttá á henni? Hvaða bók háfði hann við því? Hún ákvað að fara í ferðalag. Hún fór með Vissu millibili til London til að ræða við fólkið sem keypti myndirnar hennar 'en nú ákvað hún að heimsækja Sheilu Graham. Sheila var jafngömul henni og eiginlega eind vinkonan hennar. „Ég er einmana,” ætlaði hún að segja og leita að huggun. 38 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.