Vikan


Vikan - 16.08.1984, Side 39

Vikan - 16.08.1984, Side 39
„Ég vissi aö þetta gat ekki gengið,” sagöi Sheila viö hana þar sem þær sátu við borð á veitinga- húsi. „Fólk heldur að listamenn séu sveimhugar og þurfi að komast í burtu frá öllu en það gagnstæða er rétt. Listamenn þurfa á því að halda að annað fólk endurnýi rafhlöður þeirra. Þú þornar upp ef þú heldur áfram að búa þarna.” Sheila hafði heimsótt hana einu sinni á leið sinni til Skot- lands, svo að hún vissi um hvað hún var aðtala. „Líst þér ekki á nýju mynstrin?” spurði Judith áhyggjufull. „Jú. Þau eru dásamleg.” Sheila var ákveðin. „Ég er ekki að segja að þér hafi hrakað, Judith, síður en svo. Ég er að tala um framtíðina og ekki bara starfið eitt. Þú gætir gleymt því að tala við annað fólk ef þú heldur áfram að hanga þarna. Hvað talarðu eiginlega oft við einhvern? ” Judith sagði að frú Rumbelow kæmi vikulega, svo væri það Stan, sem væri með bílabúðina, og hr. Ryder kæmi með bókabílinn. Hún sá að Sheila lét ekki sannfærast. Hún ætlaði að fara að minnast á mennina sem voru að reisa sendi- stöðina en komst að þeirri niður- stöðu að þá héldi Sheila að hún væri gengin af göflunum. Samt urðu það fyrstu viöbrögð hennar að hlaupa að glugganum þegar hún kom heim. Jú, þeir voru þarna enn. Alveg eins og venjulega. Hún andaði léttara og greip svo andann á lofti. „Gættu þín, væna mín,” sagði hún upphátt. „Þetta gengur oflangt.” Frú Rumbelow var fegin að sjá hana. „Mér fannst ekkert gaman að koma hingað ein. Samt fékk ég góðan neista úr arninum. Þú ættir að gera eitthvað út af kolunum, þau eru ekki nógu góð. Já, ég sá kistu. Fallega litla, opna fjár- sjóðskistu. Þú færð ekkert betra tákn en kistu. Þær eru betri en pyngjur.” Judith var farin að skilja að frú Rumbelow var ekki áreiðanleg spákona, en henni virtist þaö engu máli skipta. Hún kinkaði bara kolli þegar næsta glóð boðaði dökkhærðan mann með hring. Daginn eftir var markaðsdagur og hún fór í bæinn. Hún sá aö jepp- inn var horfinn þegar hún ók fram hjá hlíðinni og hann stóð á markaðstorginu þegar hún kom til bæjarins. Hún fékk hjartslátt og litaðist um eftir ókunnugum. Hún þekkti bæjarbúa strax, hraustlega menn í flauels- eða tvídbuxum, en hún sá hvergi landmælingamennina. Þannig fór um spádóm þann! I næstu viku var lokið við sendinn og mennirnir fóru. Judith var viðbúin öllu næst þegar frú Rumbelow talaði um neistaflug. „Þú hefur lofað mér öllu fögru en ekkert hefur ræst. Ég held að svona spádómar séu hindurvitni ein. Minntu mig á að tala við kola- manninn.” Frú Rumbelow lét þetta ekki á sig fá. „Neistarnir ljúga ekki,” sagði hún. „Það verður hjónaband ef glóðin spáir hjónabandi. Þaö verður ókunnugur maður ef hún spáir ókunnugum manni.” Skyndilega tók Judith á- kvörðun. „Þetta er allt svo ruglingslegt. Það kemur enginn hingað. Ég ætla að fara eitthvað — til London um jólin ... til bróður míns.” ÞÆR FENGU SÉR glas saman og Sheila sagði: „Guði sé lof fyrir að þú hefur vitkast. Auk þess verður gott að hafa þig hérna. Ég veit að við getum unnið saman hvar sem þú ert en mig langar til að hitta þig oftar.” Simon var jafnhrifinn. „Ég er feginn, Jude. Við höfðum áhyggjur af þér þarna aleinni. Við finnum íbúð í nágrenninu svo að þú getir hitt krakkana oftar. Ef þú hagar þér ekki betur fara þau að halda að þau eigi enga frænku. ” Hún fór aftur til kofans eftir nýárið og byrjaði strax að pakka. Hún gæti látið undan ef hún biði fyrstu vormerkjanna. Núna var alltsvográtt aðhúngat velhugs- að sér að flytja. Hún ók niður í bæinn og sníkti tóma kassa. í þá ætlaði hún að setja bækurnar sínar, plöturnar og postulínsmunina. Hún var að binda fyrir fjórða kassann þegar hún heyrði bókabílinn koma. „Þér eruð þó ekki að fara?” Hr. Ryder stóð í gættinni og starði á hana. Hann var í lopapeysu og meðvettlinga. „Komiö inn,” sagði Judith. „Ég þarf að skila bók en ég tek ekki fleiri. Ég fer bráðum.” Hann gekk á eftir henni inn í setustofuna og horfði á ringulreiðina þar. „Hvernig getið þér farið frá öðru eins útsýni?” Þau gengu að glugganum og horfðu yfir dalinn. „Það er stórkostlegt,” sagði Judith. „En hér er oft einmana- legt.” Hann kinkaði kolli með samúð. „Ég get ímyndað mér það. Hvenær fariðþér?” Judith yppti öxlum. „Um leið og ég fæ kaupanda að kotinu. Ég hef ekki ákveðið það enn þó að mér þætti best að fara að ganga frá öllu. Ég hef aðeins veriö hér í átján mánuði en samt safnað alls konar rusliaðmér.” „Ég veit hvað þér eigið við. Ég keypti mér hús í Hexham ... ja, ég verð næstu fjörutíu árin að borga það en þér vitið hvað ég á við. Það er allt að fyllast. Helst af hundum. Ég á tvo. Og bókum. Ég safna að mér bókum.” „Má bjóða yður kaffi?” spurði Judith. Hann svaraði svo ákveðið játandi að hún skellihló. „Ég ætl- aði að hafa eggjaköku í matinn. Aðeins eggjaköku með jurtum en ég á nóg handa tveimur.” Hann tók af sér gleraugun og stakk þeim í vasann. „Ég þakka boðið,” sagði hann. „Þetta var síðasti staðurinn í dag.” Hann var unglegri og lag- legri gleraugnalaus. Hún sá að hann var höfðinu hærri en hún og hafði fallega húð. „Annars heiti ég Peter,” sagði hann. „Og ég veit að þú heitir Judith.” Hann stóð yfir henni meðan hún braut eggin og skar niður jurtirnar. „Hvers vegna ertu að fara?” sagði hann allt í einu. „Ég mun sakna þín. Það vill enginn annar barokklist og Agöthu Christie.” Judith brosti. „Þetta virðist hræðileg blanda.” „Alls ekki,” svaraði hann. „Gæti ekki verið glæsilegri frá mínum sjónarhóli.” Það fór ekki leynt hvað hann átti við og Judith vonaði að hún hefði ekki roönað að ráði. „Mig langar að bjóða þér bráðum út að borða,” sagði hann ákveðinn. „Áöur en þú ferð. Kannski get ég sannfært þig um að hér sé andagift að finna. ’ ’ Judith setti hnífa og gaffla á borðið. „Þakka þér fyrir. Það yrði gaman.” Hún stóð hugsandi í gættinni þegar hann gekk að bílnum. Hann var skemmtilegur náungi og henni hafði næstum yfirsést hann. Skelfing var lífið stundum skrýtið! „Sjáumst á morgun,” kallaði hann og svo ók hann niður í dalinn. Judith stökk inn í kofann til að losna sem fyrst úr kuldanum og skaraði í eldinn. Fyrsti snjórinn var byrjaður að falla og himinninn var drungalegur en samt fannst henni vorið ólga í æðum sér. Þegar hún rétti úr sér hrökk glóðarmoli á gólfið. Hún beygöi sig niöur og sópaði honum í eldinn. Kannski var hann pyngja eöa bjalla eða jafnvel fjársjóðskista — full heppni og hamingju. En ein- hvern veginn þurfi enginn að spá því fyrir henni aö allt liti bjartara út en áður. 33. tbl. Vikan 39 * t

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.