Vikan


Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 42

Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 42
 iS Framhaldssaga Þar sem grasið er grænt „Þetta er sami hópurinn og viö hittum áður,” sagöi Buchanan í samræðutóni. „Þeir hafa verið aö fylgjast með okkur dögum saman Faðir þessa manns er ákaflega veikur. Öldungar ættbálksins ráða ekki við þaðsvo...” Hann skiptist á fleiri orðum við hermanninn og sneri sér aftur að Catherine. „Ég lofaði að revna að hjálpa þeim. Ég sé fyrst um vagnana. Þessi indíáni ætlar að bíða hérna þangað til viö komum aftur. ” „Við?” Hún fann augu indíán- ans hvíla á baki sínu þegar þau sneru hestum sínum aftur í átt að vagnalestinni. „Auövitað. Hann vill að þú komir líka með. Alltaf þegar hann sér okkur erum við saman. Hann heldur að konan mín geti hjálpað -tiL~-----------------------— „Konan þín!” Hún horfði á hann, mitt á milli hneykslunar og hláturs. „Fyrstu landnemarnir, sem komu vestur, áttu sér orðtak,” sagði hann þurrlega. „Til að ganga vel þurfti hvítur maður að eiga góða byssu, góðan hest — og góðakonu.” „Ég vona að þú hafir leiðrétt þennan misskilning.” „Þvíþáekki?” „Ef hann skyldi fá þá hugmynd að fá sér hvíta konu. Hann hrósaði bjartri húð þinni við mig. Ég heid að hann sé orðinn skotinn í þér! ” Hestur Buchanans var kominn á stökk og þó Catherine flýtti sér var hann kominn að vögnunum töluvert á undan henni. HÁLFTÍMA síðar fylgdi veiði- hópur Pawnee-indíánanna Buchanan og Catherine inn í búðir sínar. Við grunnan hjalandi læk hafði verið slegið upp nokkrum tjöldum. Þarna voru engar konur, engin börn: Þetta voru greinilega bráðabirgöabúðir. Þéttvaxinn, hörkulegur indíáni kom út úr einu tjaldinu og ávarp- aði unga hermanninn. „Gamli maðurinn er illa hald- inn,” þýddi Buchanan. „Er þetta hættulegt, Buchanan? Smitsjúkdómur ? ” „Öllu meira veit ég ekki.” Hann þagði. „Þú þarft ekki að koma inn ef þú kærir þig ekki um það.” Hann beygði sig og fór inn. Hún hikaði sem snöggvast, elti hann svo. Hún stóö þegjandi rétt innan við opið, augu hennar vöndust rökkr- inu, nasavængir hennar titruðu af lyktinni af dýrafitu sem nú var orðin kunnugleg. Buchanan kraup hjá veika manninum sem hafði hvítt, axla- sítt hár, fest með útsaumuðu ennisbandi. Andlit hans var baðað í svita; starandi augun skutu henni skelk í bringu. Buchanan leit yfir öxl sér og benti henni að vera kyrr þar sem hún stóð. Þá sá hún af hverju veiki maðurinn var svona hjálparvana. Undir teppinu, sem breitt var yfir hann, voru hendur hans og fætur fest með leðurólum við stauta sem reknir höfðu verið í jörðina og tveir kraftalega vaxnir indíána- hermenn sátu með krosslagða fætur beggja vegna viö hann. „Hvaöerað?” Kvíðin spurning Catherine virt- ist nærri því helgibrot en hún gat ekki afborið að sjá gamla mann- inn svona grimmdarlega bundinn. Buchanan og ungi indíáninn litu á hana og skiptust á nokkrum orð- um. Svo risu þeir báðir á fætur og breiðar axlir þeirra byrgðu Catherine alveg sýn til veika mannsins. „Það er best að þú verðir úti.” „En hvað er að, Buehanan? Af liverju er veslings maðurinn svín- bundinn?” 42 Vikan 33. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.