Vikan


Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 47

Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 47
aö sýna minnsta tilfinningavott og þegar Emmeline sneri sér frá glömpuðu tár í augum hennar. Buchanan talaði blíölega við hana. „Þú veist hvað ég neyðist til aögera, ungfrú Emmeline.” „Nei!” Emmeline gekk rakleitt að honum. „Þú gerir ekkert. Þetta er ekki þittpianó!” Hún tróðst framhjá mönnunum sem studdu við vagninn. „Hjálpiö mér upp! ” kallaði hún og í vagninum leysti hún með erfiðismunum reipin sem héldu hennar heittelskaöa píanói. Þegar hún hafði losað það kom Fancy Donahue henni til hjálpar. Þegar píanóið var látið síga niö- ur til jaröar stökk hún niður og benti mönnunum að bera það af slóðinni að enda skriðunnar. Þeir fóru frá og Emmeline lyfti lokinu og sló hinsta tóninn. Blíður hljómurinn var nístandi á þessum einmanalega stað. Svo greip Emmeline undir lykla- borðið á píanóinu og lyfti því upp á afturfæturna. Sem snöggvast hélt það fullkomnu jafnvægi yfir snar- brattri hlíðinni sem teygðist niður að bólginni á, svo féll það. Það skall og skoppaði niður, viðurinn brotnaði, strengirnir slitnuðu og hvinu í ærandi ósam- hljómi. Allir horfðu sem berg- numdir, miður sín. Eftir svolitla stund stóð Emmeline ein á skriðubrúninni og starði niður á fjarlægar, tvístraðar rústir píanósins síns — og vona sinna. Svo sneri hún sér að vagninum sínum, gekk hægt og með miklum virðuleika. Þegar hún kom að Buchanan vék hann til að hleypa henni framhjá. En Emmeline stansaði fyrir framan hann. „Ég vona að þú munir þetta, Buehanan,” sagði hún hljóðlega. „Ég vona að þú munir eftir þessu svo lengi sem þú lifir.” „STANS! Nemið staðar þarna!” Rödd Buchanans hafði aldrei hljómað betur. Catherine stöðvaði múldýrin í skarðinu og hvíldi auma handleggina, þeir voru eins og þeim hefði verið kippt úr liöi. Hún horfði sveitt fram fyrir sig og bældi niður stunu. Það var stutt — allt of stutt — aflíðandi brekka aö slóöinni en ennþá brattari brekka fram undan. Fyrir aftan sig heyrði hún hvellar raddir kvennanna, svipusmellina sem hvöttu múldýrin, marrið í vagn- hjólum sem unnu dýrkeypta þumlunga á endalausu klifrinu upp í móti. Hún tók ekki einu sinni eftir stórfengleik Klettafjalla árla sumars, skógum meö unaðslegum hlynum fyrir neðan þau. Augu hennar beindust að næsta mjóa skarði sem vagnarnir þurftu aö fara um, hún leitaði að hjól- förunum sem ollu því að hjólin á vögnunum þeirra festust, mat brattann á brekkunni, gat sér til um hve marga menn þyrfti til að ýta á hvern vagn til að hjálpa múl- dýrunum sem runnu til. „Áfram,” sagði Buchanan þreytulega viö hliö hennar, svo henni brá við. „Ef við stönsum of lengi hérna komumst við aldrei aftur af stað. Láttu hjólin snúast áfram.” Fancy Donahue stansaði hinum megin við vagninn, hjá Emmeline. „Hvað ef við festumst þarna uppi”— hann kinkaði kolli fram á veginn — „og komumst ekki burt?” Buchanan horföi grannt í andlit hans— hatturinn var flekkóttur af svita, fötin hans allt annað en glæsileg núna þessa stundina — og urraði: „Láttu kvenfólkið um svona hjal! Taktu við hérna — ég ætla aö fara aftur fyrir svolitla stund. Og þegar þér gefst færi skaltu sækja Slattery. Ég hef hvergi séð hann þar sem þarf að ýta.” Það var nýtt óveður í aðsigi og andlit Buchanans var áþekkt því. „Ræöurðu við skepnurnar, Emmy?” „Auðvitað geri ég það.” Hún greip í tauminn á forustumúl- dýrinu. „Haltu þessu þá í horfinu. Ég þarf að fara til baka og reka á eftir þessum slöttólfum.” Þau horfðu öll niður fyrir beygjuna á slóðinni. Sólargeislar, sem brutust í gegnum óveðurs- skýin, lýstu á hvít vagnþökin sem voru dreifð eftir hlykkjóttu skarðinu fyrir neðan þau, langt bil á milli þeirra sýndi að feröin gekk slitrótt. „Þau gera sitt besta,” hreytti Emmeline út úr sér. „Ekkert okkar hefur gert neitt þessu líkt áður!” „Þetta er kallað að komast af. Slöttólfar geta orðið að lið- hlaupum. Þegar liðsandinn verður slakur fer fólk að missa sjálfs- virðinguna. Ég kæri mig ekki um innbyrðis stríö í þessari lest. ” Þau voru bæði búin að gleyma Catherine. Emmy horfði upp- reisnargjörn á hann, sló svo í forystumúldýrið. „Þú rekur fólkið áfram eins og múldýrin. Einhvern daginn beinir einhver að þér byssu, Buchanan! ” „Ég vona innilega að það verði ekki þú. Þaö var djarft það sem þú gerðir í skarðinu.” „Djarft? Ég óskaði þess aö það værir þú sem molnaðir þarna í skriðunni.” Hún kastaði til höfðinu. „Er það þess vegna sem þú sóttir mig hingað? Til aö lítil- lækka mig?” „Nei, Emmy,” sagði hann blíð- lega. Rödd hans var lágvær en Catherine heyrði samt til hans. „Ég vildi fá þig hingað til að viö gætum rætt um móöur þína. Núna þarfnast hún þín.” Emmeline virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. „En mamma vill heldur að ég...” „Emmy. Mamma þín er að því komin að gefast upp. Hún skildi hjarta sitt eftir fyrir austan. Hugur hennar er fús að halda áfram þessa stundina en hún þolir þetta ekki endalaust.” Hryllingurinn skein úr andliti hennar. „Áttu við að mamma sé ...?” „Ég á við að þú sért nægilega gömul til aö horfast í augu við sannleikann. Ég hef séð svona nokkuð áður. Þú skalt bara setjast inn í næsta vagn næst þegar við stönsum. Frú Sarah getur skipt við þig.” Rödd hans var hljóðlát en ákveðin og Emmeline fannst greinilega óráðlegt að standa uppi í hárinu á honum. Þess í stað horfði hún yfir dalinn og beit á vör. „Ef pabbi væri bara hérna væri alltsvo öðruvísi.” „Ég vildi líka óska að hann væri hérna, Emmy,” sagði Buchanan hljóðlega og svipurinn á andliti hans vakti furðu Catherine — þar var blíða sem hún hafði ekki séð síðan daginn sem hann drap indíánann. Emmeline sagði ekkert, leit aftur til Catherine. „Ertu tilbúin, Cathy? Hott, hott, skepnumar ykkar! Áfram!” Og vagninn tók að hreyfast. Catherine sá hann ekki aftur fyrr en síðar um daginn þegar hann reið til baka eftir að hafa leitað að áningarstað fyrir þau um nóttina. „Hvað er framundan?” kallaöi hún til hans, benti eftir slóðinni. „Rúmstæði sem skilið hefur verið eftir,” sagði hann þungur á brún. „Þú getur hjálpað mér að fela það.” Hún eftirlét Sarah taumana og fór fótgangandi til hans, stígvélin hennar og illa leikinn hatturinn forug. Hún byrjaði að tína upp alls kyns muni fjallsmegin við slóðina og kasta þeim niöur skriöuna hinum megin eða fela þá á bak viö steina: tómarkistur, brotinn borð- búnaður, bækur, lífstykki, allt eyðilagtaf regni. „Af hverju er þetta allt hérna?” spuröi Catherine. „Síðustu vagnarnir sem fóru hér um hljóta að hafa fest. Þegar svona nokkru er fleygt er fólk ör- væntingarfullt. Það getur smitað út frá sér og andinn í þessari lest er aðversna.” Hann fleygði stranga af gegn- votu líni bak við fyrir stein og rétti úr sér. „Ég verð að reka betur á eftir þarna — við förum of hægt. Ætlarðu að hafa augun opin fyrir fleiru af þessu tagi?” Hún horfði á hann, útataðan, flekkóttan af leöju og svita eins og þau voru öll, og í fyrsta sinn sá hún óumdeilanleg merki um þreytu rist í andlit hans. Hann horfði óhvikull til baka, skeytti ekki um að leyna þreytu sinni, og bætti við: „Það eru ekki of margir hér sem ég get treyst. ’ ’ Hún hló gleðisnautt, hljómur- inn hvellur í eyrum. „Og þú treystir mér?” „Ég held að þú hatir mig kannski nógu mikiö til að láta mig ekki skjóta þér ref fyrir rass.” ÞETTA VAR óþægilegasta nóttin sem Eastlake-fjölskyldan hafði nokkru sinni átt. Grenjandi rigningin buldi á vögnunum sem var troðið þétt saman í mjóu skarði. Þar sem hvorki var eldi- viður eða skjól borðuðu allir kaldan mat og sváfu blautir. Buchanan sá um eina varðeldinn sem gerður var úr þurrum kvistum sem safnað hafði verið á sléttunni og sauð kaffi í eldapotti undir grófu strigatjaldi. Þarna í þrenglsunum og reykjarsvælunni hóstaði Buchanan og saup hveljur. Hann jós upp kaffi í tinbolla handa biðröð uppgefinna, tekinna ferðamanna. Catherine annaðist börnin, sem komu fyrst, og tók eftir að Buchanan horfði á föl andlit þeirra. Framhald í næsta blaði 33. tbl. Víkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.