Vikan - 16.08.1984, Blaðsíða 50
15 Fjölskyldumál
Þegar börn
eru hrædd
við iækninn
Flestir foreldrar þekkja þaö að
börn geta verið hrædd og óörugg
þegar þau þurfa að fara til læknis,
tannlækuis eöa leggjast á sjúkra-
hús. Hræðslan við sprautur kemur
yfirleitt fljótt í ljós og það getur
verið mikið taugastríð fyrir börn
og foreldra þeirra að fara í heim-
sóknimar á heilsugæsluna. For-
eldri hefur ef til vill ekki viljað
tala um hvert förinni er heitið til
aö baraið mótmæli ekki og slái
í brýnu. Baraið sér þó fljótlega
hvað er á döfinni og fer að
streitast á móti. Það finnur einnig
spennu hjá foreldrinu sem reynir
kannski að róa bamið með því að
segja að allt verði í lagi og læknir-
inn ætli bara að tala við það.
Barnið er tortryggið og fær svo að
reyna að hann kemur samt með
sprautuna. Á eftir er foreldrið
orðið sveitt og miður sín og baraið
grætur og er bálreitt út í foreldrið
sem hefur platað það. Þannig
getur vítahringur af hræðslu og
tortryggni farið af stað, þó svo að
allir hefðu viljað forðast hann frá
upphafi.
Hræðsla barna —
hræðsla fulloröinna
Á síðari árum hafa margar
rannsóknir verið gerðar um upp-
lifun og reynslu barna á sjúkra-
húsvist og þeim aðgerðum sem
þau hafa orðið að þola vegna veik-
inda. Niðurstöður þeirra hafa um
margt verið forvitnilegar og leitt í
ljós að það fer að miklu leyti eftir
aldri og þroskastigi barna hvernig
þau skynja veikindi og sjúkrahús-
veru. Þaö hefur einnig mikla þýð-
ingu hvernig viðbrögð foreldranna
eru. Böm sem eru mjög hrædd og
óörugg eiga oft foreldra sem
sjálfir eru óttaslegnir og kvíðnir
gagnvart veikindum og sem
ómeðvitað færa eigin hræðslu yfir
á barnið.
Það skiptir miklu að foreldrar
reyni aö takast á við eigin hræðslu
til að geta gefið barni sínu öryggi
á erfiðu tímabili. Yngstu börnin
virðast tengja hræðslu mest við að
skiljast við foreldrana. Þau geta
ekki skilið tímann og klukkuna og
finnst heil eilífð ef foreldrar þurfa
að bregða sér frá og þau eru skilin
eftir ein í óöruggu umhverfi. Þau
líða einnig fyrir það að geta ekki
hreyft sig óhrindrað. Það var því
mikilvæg breyting þegar foreldr-
um var gert kleift að dvelja hjá
börnum sínum meðan þau væru á
sjúkrahúsi.
Hræðslan við sjálfar að-
gerðirnar er algengari þegar
börn eru á aldrinum 5—7 ára. Þá
er ímyndunaraflið mikið og vitn-
eskjan lítil. Börn á þessum aldri
halda stundum að sprautan sé
hegning þeirra fullorðnu af því að
þau hafi verið óþekk og erfið. I
fyrrgreindum rannsóknum kom
einmitt fram að börn litu á
sprautuna sem ofbeldistæki sem
notað væri gegn þeim á sama hátt
og hægt væri að gera með byssum,
hnífum og sprengjum.
Þau geta líka átt til að ímynda
sér að eitthvað hræðilegt geti
gerst, s.s. að allt blóð geti runnið
úr þeim ef einu sinni er búið að
gera gat á handlegginn.
Það er því mjög mikilvægt að
hjálpa börnunum með því að gefa
þeim upplýsingar því að þau hafa
ekki þekkingu sem þeir fullorðnu
eru búnir að afla sér.
Fullorðnir geta
hjálpað barninu
Sjúkrahúsvist eða langvarandi
sjúkleiki setur alltaf sitt mark á
barnið. Algengt er að barnið verði
htið í sér og sé kvíðið og óöruggt
lengi á eftir. En nú er vitað að
mikið er hægt að gera til að fyrir-
byggja og minnka þennan kvíða
og það geta einmitt foreldrar
barnsins og aðstandendur gert.
Nefnum nokkur aðalatriði í þessu
sambandi:
Að undirbúa barnið
Barn, sem hefur verið búið
undir sjúkrahúsveru eða læknis-
heimsókn, virðist hafa góðar
forsendur til að mæta því sem að
höndum ber.
Þó svo að mörg lítil börn séu
lögö inn á sjúkrahús í skyndi er
samt sem áður hægt að sýna þeim
og kynna fyrirfram hvernig um-
hverfið lítur út með því að fara
með þau í kynnisferðir og lesa
fyrir þau bækur um þetta efni.
Að segja sannleikann
Foreldrar gera barni sínu
mikinn greiða ef þeir segja á
hverju það á von. Það má gera
með því að útskýra atburðarásina
og hvað verði gert við það á skýr-
an og einfaldan hátt. Það er
heiðarlegt gagnvart barninu að
lofa engu sem ekki er hægt aö
standa við eins og því að það meiði
sig ekki. Það getur verið sárt að
vera sprautaður og þess vegna er
rétt að segja eins og er við bamið.
Það sýnir skilning og viðurkenn-
ingu á tilfinningum þeirra.
Gefið börnum leikföng
og viðfangsefni við
hæfi
Það sem börn geta ekki tjáð
með orðum geta þau sýnt með
leik. Leikurinn er aðferð barnsins
til að yfirvinna ótta og æfa sig
fyrir lífið.
Þess vegna er mikilvægt að
hjálpa þeim að tjá tilfinningar
sínar með því að gefa þeim læknis-
dót, brúður og bangsa eða annað
sem þau geta nýtt til að skapa
eftirlíkingu af því sem þau hafa
50 Vikan 33. tbl.