Vikan


Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 51

Vikan - 16.08.1984, Qupperneq 51
sjálf gengið í gegnum. Það er mikill lækningamáttur fólginn í því að vera sjálfur virkur og lækna og sprauta aðra í stað þess að vera þolandinn. Mörg börn þurfa að sprauta vini og vanda- menn vel og lengi áður en þeim rennur reiðin eftir erfiða stund hjá lækninum. Þau eru ánægð þegar foreldrarnir kveina og „finna til” vegna þess að þá geta þeir fundið til eins og bamið gerði og skilið það betur á eftir. Bækur um börn á sjúkrahúsi geta einnig haft mikla þýðingu. Börn eiga oft auðveldar með að tala um eigin tilfinningar þegar þau setja sig í spor barnsins í bók- inni og gefa um leið foreldrum og þeim sem um það hugsa mikil- vægar upplýsingar um hvernig þau hugsa og skynja það sem gerist. Leir, litir og teikniblokk eru á sama hátt mikilvæg hjálpargögn fyrir barnið þar sem það getur óhindrað tjáð sig. Oft má sjá á teikningum barna hvernig þau líta á sjálf sig og um hvað hræðsla þeirra snýst. Þá er tækifæri fyrir þá fullorðnu að útskýra mis- skilning sem einmitt er mjög algengur hjá börnum með ríkt ímyndunarafl. Gefið barninu tíma Það er mikilvægt að barnið fái tíma, bæði til að undirbúa sig fyrirfram en einnig til að fá útrás eftir á. Böm eru ólík að skapferli og tilfinningalegum viðbrögðum. Sum bregðast hart við og eru fljót að ná sér, önnur eru lokaðri og þurfa langan tíma og athygli til að sýna hvernig þeim líður. Aðalatriðið er að neikvæðu við- brögðin, reiöi og sárindi, fái að koma fram. Þar geta foreldrar barns hjálpað til með því að hlusta, viðurkenna tilfinningar barnsins og sýna því skilning. Ef barn finnur að foreldrið fer sjálft ekki úr jafnvægi og það getur fengið að endurtaka og leika atvik þegar það var hrætt verður atvikið smám saman hættuminna. Síðan getur bamið sjálft kannski endurtekið hlutverk foreldris gagnvart bangsanum, huggað og látið hann vita að þetta verði allt í lagi því að barnið muni gæta hans. Foreldrar eiga rétt á hjálp Margir foreldrar tala um aö þeir séu óöruggir eftir að sjúkra- húsveru barns lýkur. Þeir hafa samúð með baminu og finna oft til sektar þegar þeir geta ekki linað þjáningar þess. Þeir eru óöruggir um hvernig rétt sé að bregðast við. Oft verður heimilislífið erfitt þegar barnið er mjög krefjandi og foreldrar grípa oft til þess ráðs að setja því ekki mörk eins og áður heldur reyna að uppfylla óskir þess. Þá er oft stutt í að barnið stjórni of miklu á heimilinu og fjölskyldumeðlimir verða reiðir og ergilegir þegar barnið gengur á lagið, vill ekki sofa eða borða þann mat sem áður þótti ágætur o.s.frv. Það er mjög eðlilegt að foreldrar finni til óöryggis við þessar aðstæður og þurfi á ráðgjöf að halda. Erlendis er algengt að foreldrum sé boðið upp á viðtöl við sálfræðing í tengslum við sjúkra- húsið þar sem barnið er. Þar er undirbúningur heimkomu barnsins ræddur. Það getur einnig verið nauðsyn- legt fyrir foreldra að leita til sál- fræöings eða barnageðlæknis, vegna þess að barn þeirra hefur orðið fyrir áfalli, s.s. slysi eða vegna þess að það hefur hvekkst mjög vegna langvarandi sjúk- dóms og sársaukafullra aðgerða. Aðgangur að slíkri þjónustu ætti að vera sjálfsagður réttur foreldra og barna. 33. tbl. Vikan 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.