Vikan - 01.11.1984, Síða 17
Vísindi fyrir almenning
Harry Bðkstedt
Einkaréttur á íslandi: Vikan
Bfast menn um uppgötvanir
Gafíleos?
Því er ha/dið fram að hann hafí eignað sér hugmyndir nemenda sinna.
Ein frægasta uppgötvun ítalans
Galileos var aö á Venusi yrðu
reglulega breytingar hliðstæöar
kvartilaskiptum tunglsins. Á
stjömunni kom í ljós ofurlítil rönd
með tveim „hornum” sem smátt
og smátt fór stækkandi þar til hún
náði „fyllingu” en tók síðan að
dragast saman aftur.
Menn telja að þessi uppgötvun
hafi sannfært hann öðru fremur
um réttmæti kenninga
Kóperníkusar um að stjömumar
snerust um sólina. Nú hafa vakn-
að miklar efasemdir um að
Galileo geti eignað sér heiðurinn
af þessari miklu uppgötvun.
Bandaríski vísindamaðurinn
Richard Westfall við Indianahá-
skóla hélt því fram í fyrirlestri
sem hann hélt í hinu bandaríska
félagi um vísindasögu, History of
Science Society, að Galileo Galilei
hefði í raun stolið hugmyndinni
frá einum nemanda sínum í því
skyni að koma sér í mjúkinn hjá
yfirvöldum og tryggja sér sæmi-
legt viðurværi.
Westfall byggir þetta á athugun
á atferli og aðstöðu Galileos seint
á árinu 1610. 11. desember það ár
sendi hann vini sínum í Prag,
Giuliano de’Medici, skrifaða orð-
sendingu. Boðin voru á rósamáli
að hætti vísindamanna þeirrar tíð-
ar þegar þeir vildu koma því á flot
að þeir hefðu gert uppgötvun en
jafnframt tryggja að fregnimar
kæmu ekki of snemma fyrir al-
menningssjónir. Þeir vildu nefni-
lega áður en svo yrði ná að gefa
þær út á prenti og þar með tryggja
sér hötundarréttinn.
I fyrsta lagi voru boðin „ana-
gram”, umsnúningur, eða texti
þar sem stöfunum var víxlað. I
réttri röð mynduðu þeir latneskt
vers sem eitt og sér var nógu
óskiljanlegt nema fyrir innvígða:
„Ástarmóðirin líkir eftir hegðun
Cynthiu.” Sá sem kunnugur var
höfuðviðfangsefnum stjömufræði
þessa tíma átti þó ekki í neinum
vandræðum með að skilja þetta.
Ástarmóðirin var plánetan Venus,
Cynthia tunglið og hegðan tungls-
ins var auðvitað kvartilaskiptin.
Frá jöröunni séð er Venus lítill,
nær hringlaga diskur þegar hún er
handan sólu og því fulllýst. Þegar
reikistjaman er hins vegar á milli
jarðar og sólu sjáum við hana að-
eins sem ljósrönd því við sjáum
aðeins þann hluta hennar sem
lýstur er af sólinni. Þetta fyrir-
bæri er auðvitað kristaltær sönnun
þess aö Venus snýst um sólina en
ekki jörðina eins og haldið var
fram samkvæmt heimsmynd
Ptolemeiusar.
Galileo hafði tekiö til við athug-
anir sínar á himinhvolfinu árið
áður og brúkað til þess heima-
gerða sjónauka. Þegar um vorið
1610 hafði hann opinberað eina af
mikilvægustu uppgötvunum sín-
um í stjömufræði: hin fjögur tungl
Júpíters. Hann kallaði tunglin
„Medicísku stjömumar” og hafði
til þess gilda ástæðu. Honum var
mjög í mun að komast í þjónustu
stórhertogans af Toscana, Cosimo
de Medici. I september sama ár
flutti hann líka aðsetur sitt frá bú-
stað sínum í Padóva til hirðarinn-
ar í Flórens.
En staða Galileos var ekki
tryggari en svo að hann varð að
styrkja hana með nýjum upp-
götvunum; eða svo telur Richard
WeStfall. Og ef trúa má bréfi sem
Galileo skrifar sjálfur um miðjan
nóvember hafði hann þá ekkert
slíkt í bakhöndinni. Westfall telur
að af þeim sökum hafi bréf til
Galileos frá einum nemanda hans
komið eins og sending af himnum.
Benedetto Castelli, en svo hét
nemandinn, bendir á í bréfi sínu
sem dagsett er 5. desember að ef
kenning Kópemíkusar væri rétt
ættu stundum að vera „hom” á
Venusi og stundum ekki.
Var það þessi snjalla tilgáta
sem Galileo greip fegins hendi og
gerði að sinni? Var þetta frum-
heimild dulmálsbréfsins frá 11.
desember? Richard Westfall
grunar að svo sé.
En Galileo á sér formælendur.
Einn af þeim, sem ekki trúa þessu
á hann, er Stillman Drake sem er í
hópi fremstu Galileo-sérfræðinga í
Bandaríkjunum. Hann telur aug-
ljóst að Galileo hafi áður athugað
Venus og hefði þá ekki getað kom-
ist hjá því að uppgötva kvartila-
skipti plánetunnar.
Galileo hefur raunar verið fóm-
arlamb endurmats á fleiri sviðum
hin síðari ár. Nú er ekki einungis
gengið svo langt að efast um að
hann hafi nokkru sinni látið hluti
falla niður úr skakka tuminum í
Pisa til þess að færa sönnur á lög-
málið um fall hluta heldur er því
einnig haldið fram að hann hafi
verið slæmur tilraunamaður og
athugandi í eðlisfræði. Þetta virð-
ist þó ekki hafa dugað til þess að
koma í veg fyrir að hann hugsaði
stórt....ogrétt!
38. tbl. Vikan 17