Vikan


Vikan - 01.11.1984, Síða 34

Vikan - 01.11.1984, Síða 34
Burt með svæluna - segja þeir íKína líka!! Það er alkunna hve heilbrigðis- yfirvöld Vesturlanda hafa á seinni árum háð harða baráttu gegn reykingum. Þetta er talið hafa borið nokkurn árangur. Þaö hefur á hinn bóginn vakið athygli vest- rænna ferðamanna sem heimsótt hafa Kína hve mikiö Kínverjar reykja og svo til eingöngu það sem hér er talið hættulegast: sígarettur. Þar til fyrir skömmu þekktust ekki reyklausir vagnar í kínverskum járnbrautarlestum. Um borð í flugvélum reyktu Kínverjar svo mikiö aö menn vissu ekki hvort skýin voru utan vélar eöa innan. Það var reyndar til siðs hjá flugfélagi þeirra Kín- verja að útbýta sígarettum ókeypis. Þaö var til siðs því nú hafa stjórnvöld hafiö mikla baráttu gegn reykingum og hafa meðal annars afnumið þessa gjafaúthlutun. Kínverjar eru meðal mestu sígarettureykingamanna í heiminum. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar reykir að staðaldri. Hinn ríkisrekni tóbaksiðnaður er afkastamikill. Á síðasta ári voru framleiddir 911 milljarðar sígarettna eða um 3600 á hvern reykingamann. I landimu eru 140 sígarettuverksmiðjur og á markaðnum eru um 1000 vörumerki. Tegundirnar eru mjög misdýrar eöa frá einni krónu og tuttugu og upp í fimmtán krónur sem er nálægt hálfum daglaunum verkamanns. Engar áletranir eru á sígarettupökkunum í Kína til þess að vara fólk viö skaðsemi reykinga. En Kínverjar eiga við ramman reip aö draga. Lífið í Kína er fábreytt og reykingar eru nokkurs konar „fátækra manna gaman”, að minnsta kosti meðan hitt, sem við íslendingar nefnum þessu nafni, er höfuðsetið af yfirvöldum til þess að þjóðinni fjölgi ekki um of. Þá er það ekki síður erfitt að leiðtogarnir reykja eins og strompar. Sjálfur höfuðforinginn, Deng Xiaoping, hefur viðurkennt opinberlega aö helsti lösturinn í hans fari séu tóbaksreykingar og sá slæmi siður að spýta. Þetta síðarnefnda var reyndar líka þjóðarósómi á Islandi fyrir hálfri öld eða svo. En fleiri þrándar eru í götu þeirra Kínverja. Samfara opnun landsins fyrir erlendri fjárfest- ingu hafa þeir gert samninga við ýmis erlend stórfyrirtæki um verksmiðjur í Kína. Eitt af þessum fyrirtækjum er tóbaks- fyrirtækiö R.J. Reynolds sem er stærsti sígarettuframleiðandi Bandaríkjanna. Hafa Kínverjar nýlega gert samning við þetta fyrirtæki um aö reisa verksmiöju í suöausturhluta Kína. Hún mun framleiða einn og hálfan milljarð sígarettna árlega og eiga tveir þriðju hlutar þess aö seljast innan- lands. Því er ekki að neita að margir efast því um heilindi stjórnvalda í herferðinni gegn reykingum. Það sem veldur þó hvað mestum áhyggjum er sú staðreynd að áróöurinn viröist duga lítt til þess aö fá unga reyk- ingamenn til þess að leggja þennan löst af. Nýlegar upplýs- ingar um aö reykingar geti valdið skemmdum á sáðfrumum kunna að breyta þessu. Þrátt fyrir allt viröist mönnum enn sárara um sæöiö úr sér en sígarettuna sem dinglar mannalega úr kjaftvikinu. (Aö mestu samkvæmt Time) 34 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.