Vikan


Vikan - 01.11.1984, Side 40

Vikan - 01.11.1984, Side 40
Fimm mínútur með Willy Breinholst Kostir og gallar handlagni Ég veggfóðraði borðstofuna heima hjá mér um daginn. Ég fann veggfóður á útsölu, einmitt það sem mig hafði alltaf vantað. Maríanna gat vel stillt gleði sína yfir mynstrinu sem ég valdi, geit að narta í blóm úr svuntu lítillar stúlku með gular fléttur. — Þetta á nú ekki beint við í borðstofu, sagði Maríanna heldur kuldalega, fyrir nú utan hvað þetta er í æpandi litum. — Nú? I fyrsta lagi fékk ég þetta fyrir slikk og í öðru lagi finnst mér allt í lagi þó veggfóður í borðstofu sé ekki í steingrímskum grjónagrautarlit. Ég hrærði út veggfóðurslím í fötu og byrjaði. Til að koma í veg fyrir frekari afskipti af hálfu Maríönnu stakk ég fimmhundruð- kalli í hattinn hennar. — Þegar þú kemur til baka með hattinn veröur heimiliö orðið eins og nýtt, ljóst og litaglatt, sagði ég. Hún greip fimmhundruðkallinn úr hattinum, dæsti og fór. Svo skellti ég fyrsta renningnum af veggfóðrinu í gegnum meðferð- ina, klifraði upp málningarstig- ann með hann og byrjaði að festa veggfóðrið á með þéttum og ákveðnum strokum. Eitthvað vantaði víst á límið efst í vinstra homi. — Réttu mér fötuna með líminu, hrópaði ég á Maríönnu og hún birtist með fötuna og kom henni í næstefstu tröppuna. Þegar ég beygði mig niður til að dýfa kústinum í fötuna fann ég eitthvað blautt og kalt ieggjast á hnakkann á mér. Veggfóðrið hafði sýnilega losnað og umvafði mig nú í skær- um litunum. Ég ætlaði niður stigann en komst ekki fyrir fötunni. — Maríanna! hrópaði ég. Hún var farin. Ástandið var mjög ískyggilegt. Ég þorði varla að hreyfa mig af ótta við að eyði- leggja veggfóðursræmuna sem hékk á öxlunum á mér. Éf hún færi í sundur myndi hugmyndin farin fyrir lítið. Sem betur fór kom ég auga á símann sem stóö á gólf- inu. Ég náði mér í spotta og bog- inn nagla í vasann, batt spottann í naglann og lét hann síga niður að símanum. Mér tókst að ná tólinu af og með gardínustöng, sem var innan seilingar, tókst mér að hringja í Lassa, nágranna minn. — Lassi, sagði ég. Þetta er ég, nágranninn. Geturðu komið til mín og fengið þér bjórsopa með mér? Hann kom í hvelli. Fyrst náði hann veggfóðrinu af mér. — Þegar ég veggfóðra, sagði hann, þá byrja ég nú á því að þekja vegginn með góðu lagi af líminu og síðan legg ég veggfóðrið á, renning eftir renning. Það sem þú ert að gera er algjört fúsk. Ég prófaöi mig áfram eftir leið- beiningum Lassa. — Það er of hátt til lofts héma, sagði ég þegar vegg- urinn var tilbúinn. Þaö vantaði um þaö bil tólf tommur af vegg- fóðri niöur í gólf. Það hlaut aö hafa veriö einhver skekkja í dæm- inu þegar ég skar renningana. — Þú skalt bara setja renning þama neöst, sagði Lassi og fékk sér vænan slurk úr bjórflöskunni. Ég fór að ráðum hans og skellti einni lengju neðan við allt heila gillið. Það var skakkt! — Bullandi, hvínandi skakkt! sagði Lassi. Ég reif lengjuna af aftur og með fylgdu sjö seinustu veggfóöurstegundimar sem á vegginn höfðu komið. I ljós kom að áttunda og síðasta tegundin var með vínflöskurekkamynstri. Lassi færói sig nær. — Veistu, það er eitthvað við þetta flöskurekkamynstur, sagði hann. — Veist þú! sagði ég upprifinn. Ég ætla að rífa þessi sjö lög af veggfóðri af flöskurekkavegg- fóörinu! Ég er viss um að það eru ekki margir nú orðið sem eru með flöskurekkamynstur í antíklitum í borðstofunni hjá sér. ARFELLSSKILRÚM! Meö fjölbreyttum skápaeiningum Á skrifstofuna — til heimilisins Ótrúlegir möguleikar — Auöveld uppsetning Armúla 20 — Sími 84635 40 Vlkan 38. tbl. I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.