Vikan


Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 41

Vikan - 01.11.1984, Blaðsíða 41
Þýöandi: Anna Ég reif sjö lög af veggfóðri ofan af flöskurekkaveggfóðrinu. Eftir því sem meira kom í ljós urðum við spenntari. — Það verður nú að segjast sem er, sagði ég, að það er heldur meiri klassi yfir þessu en geitinni. — Og svo áttu svo mikinn af- gang af henni, sagði Lassi, að þú ferð létt með að skella henni þvers á langa vegginn. Hann leit á neðstu ræmuna. — Alveg rétt, sagði ég, það er bara íhaldssemi að vera alltaf að einblína á að láta veggfóðurs- mynstur snúa upp og niður, það fer ekkert verr út á hlið. Útkoman var fremur frumleg, annað verður ekki sagt, þegar ég hafði lokið störfum. Þaö eina sem var eftir var að hreinsa af gólfinu. Nokkrir renningar voru orðnir fastir við eikarparketið. — Hvers vegna veggfóðrarðu ekki gólfið? sagði Lassi. — Það gerir maöur víst ekki, sagði ég, og þar að auki held ég að mynstrið myndi ekki endast eins vel þar. — Jú, ef þú lakkar yfir endist það áreiðanlega ágætlega, sagöi Lassi. — Reyndu nú að sýna einhverja dirfsku. Annars endarðu með því að glápa á gamla slitna parketið það sem eftir er ævinnar. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég tók ákvörðun skjótt og veggfóðraði allt gólfið. Þegar það var tilbúið skellti ég mér niður á neðstu tröppuna í stiganum og leit yfir verk liðinna stunda. Ef til vill var ég fyrstur allra í heiminum til að veggfóðra eikarparket. — Jæja, sagði ég spenntur þegar Maríanna kom heim. — Hvað finnst þér? — Hamingjan hjálpi mér, hróp- aði hún upp yfir sig, og það mátti nú túlka á ýmsa vegu. Hún geröi það seinna, þegar ég lá með alls kyns efnablöndur og sandpappír í gólfinu til að ná öllum ummerkj- um burt. Hún skýrði meiningu sína reyndar í smáatriðum, ef út i það er farið. En ég verð að játa að þessar skýringar voru eilítið sam- hengislausar. Hvaö með það, ég ætla ekkert að fara út í það í smá- atriðum. Viö þetta er svo því einu að bæta að þegar við sátum í borðstofunni fáeinum dögum seinna, yfir ilmandi kvöldmat, féll langi vegg- urinn í heilu lagi ofan á okkur, það er að segja veggfóðrið. Skýring- una fann ég seint og um síðir og lét Maríönnu vita af því, mildilega þó, að það gæti verið betra að merkja krukkumar með öllu hvíta duftinu í eldhúsinu, svo það henti mig ekki aftur að útbúa hveitilím úr flórsykri! \s Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars 20. april Þú hefur lag á því að gera ýmsa hluti vel svo að þaö er engin ástæöa til að láta hugfallast þótt á móti blási um skeiö. Ef allt gengur að ósk- um geturðu tekiö þaö rólega um helgina. Nautið 21. april - 21. mai Taktu betur eftir því sem gerist í kringum þig. Láttu til dæmis umhverfisvernd ekki liggja milli hluta. Reyndu að spjara þig í fjármálunum og þá geta aörir hlutir einnig farið eins og þú vilt. Krabbinn 22. júní - 23. júli Það stoðar ekkert að betrumbæta sig ef þú reiðir þig um of á aðra. Stattu á eigin fótum og sæktu í þig veðrið. Taktu síðan til óspilltra málanna og láttu hendur standa fram úr ermum. Ljónið 24. júlí - 24. ágúst Heppnin er stundum með þér en þú getur ekki treyst á hana. Stundum gerjast ástin eins og gamall ostur en stundum er hún þröng eins og lífstykki feitrar konu. Vogin 24. sept. - 23. okt. Vogun vinnur, vogun tapar. Sumir segja að hjónabandið sé eins og að veröa skölióttur — ekki hægt aö skipta. Vertu samt ekki að hlusta á úrtöluraddir, láttu slag standa. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Það er allt í lagi að taka hlutunum létt en þú þarft ekki að vera laus í þér eins og alkalísteypa! Vertu ekki með svip eins og vújaföst belja — gættu að mennsku hliðunum. Steingeitin 22. des. 20. |an. Ef þú vilt hafa eitt- hvað upp úr þér þýðir ekki að vera reikull eins og veðurhani. Gakktu um götur með reisn en ekki eins og flóöhestur með gikt. Vatnsberinn 21. jan. - 19. feb'. Sumir geta ekki veriö snarir í snúningum, til dæmis flugur í sírópi. Reyndu aö flýta þér að afgreiða þau mál sem þú tek- ur að þér. Mundu samt að allur er varinn góður. Tviburarnir 22. mai-21. júní Þetta var nú ansi klaufalegt hjá þér þarna um daginn. En héðan af er ekkert hægt aö gera. Berðu þig vel og láttu sem ekkert sé næst þegar þú hittir fólkið. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Það gengur ekki að hlæja eins og hestur sem hefur gleypt kjötbein þótt þér sé sagt til syndanna. En þaö er eins og meö ástina: ef þú tekur hana létt er gaman — ef þú tekur hana alvarlega erfiðar hjartað. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Ef þú hefur áhyggjur af línunum skaltu bara borða minna og hreyfa þig meira. Það þýöir ekkert aö gína yfir öllum mat eins og sorpgat í blokk. Fáir geta þó haft vöxt eins og rússnesk stríðs- minnismerki. Fiskarnir 20. fehr. -20. mars Stundum eru góðu ráðin annarra eins og að tyggja stóra, mjúka karamellu. Samt sem áður þarftu ekki að taka þeim eins og matvandur snjótittlingur. Láttu skynsemina ráða. 38. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.