Vikan


Vikan - 01.11.1984, Síða 43

Vikan - 01.11.1984, Síða 43
konu sem gengu hliö við hlið upp miðganginn. Hönd í hönd gekk parið að eikarhásæti markgreif- ans, þar sem maðurinn hneigði sig djúpt fyrir lagskonu sinni og lét sig síga niður í tignarsætið. Lags- kona hans fylgdi fordæminu og kraup á marmaragólfinu við bera fætur hans meö auðmjúku yfir- bragði. Emma greip snöggt andann á lofti þegar hún áttaði sig á að maðurinn í eikarhásætinu var enginn annar en erfingi Beechbor- ough. Það var ekki hægt annað en þekkja Eustace af látbragðinu, hrokafullum höfuðburðinum, hæðnislegum munnsvipnum undir grímunni, jafnvel kattarglampa augnanna sem loguðu út um mjó- ar augnrifurnar. Og kvensniftin við fætur hans var vafalaust hjá- kona hans, frú Galloway. Svört hempa þeirrar nautnasjúku konu var opin niöur að mitti og sýndi blygðunarlaust nakinn barm hennar. Þegar veran í stólnum gaf merki lét allur hópurinn fallast á kné og tilvonandi fjórði mark- greifinn lyfti annarri hendi í skop- stælingu af presti sem veitir bless- un, tók svo að þylja orðarunu sem áheyrandinn á svölunum botnaði ekkert í. Loks rann upp fyrir henni meö hryllingi aö hann var að fara meö Faðir vor — aftur á bak. Og þá vissi hún að hún var, án þess að vilja það eða vita, vitni að — svartri messu. Satanismi, raunverulegur eöa uppgerður, hafi verið uppáhalds tómstundagaman hömlulausra svallara fyrri aldar. í flestum til- vikum haföi hann ekki verið annað en fyrirsláttur ríkra saurlífis- seggja til að láta undan óhófi holdsins. Hjá öðrum — sem voru í minnihluta — hafði svarta messan veriö í alla staöi raunveruleg og örlög margra þeirra sem hana stunduðu voru andseta, geöveiki og sjálfseyðilegging. Var þetta raunverulegt — eða uppgerð? Emma horfði á og beið, óskaði þess allan tímann að hún væri langt í burtu. Gjallandi nefmælt rödd Eustace drundi áfram guð- lastið sem söfnuðurinn bætti stöku svari við. Hann fór með nafn guðs aftur á bak sem tákn um satan og sagði í kór: „Við heyrum til þín, ó æðstiprestur myrkursins,” sem átti við manninn í eikarhásætinu. Svonefndur æðstiprestur lauk guðlastsþulu sinni með því að gera öfugt krossmark en þá reis söfnuð- urinn á fætur. Þögn kom í kjölfar- ið og Emma tók skelfilega vel eftir andstuttri eftirvæntingu sem hafði hópinn á valdi sínu, svo sterkri til- finningu að hún náði jafnvel til dauðra innréttinga marmara- lagðrar kapellunnar, svo að stytta, sem lá uppi á útskornum og gylltum minnisvarðanum, virtist líka vera að bíöa eftir því sem kæmi næst í vanhelgri athöfninni. „Komið með meyjarfóruina!” Rödd æðstaprestsins bergmálaði hátt í hvelfingunni. Naktir fætur drógust til og næst komu eftir miðganginum þrjár verur, kuflklæddar eins og aðrir þarna. Þetta voru tveir karlar og ein kona. Sú síðasttalda, sem gekk á milli hinna tveggja, var með hendur bundnar fyrir aftan bak og félagar hennar héldu henni eins og væri hún fangi. En það leyndi sér ekki af nautnalegu göngulaginu, af því hve stolt hún lyfti höfði, að hún var langt í frá ófús fangi og böndin um úlnliði hennar voru ein- ungis táknræn því þau voru úr þunnum gullþræði. Þegar þau nálguðust eikarhá- sætið var fanginn stöðvaður og honum snúið. Stúlkan stóð augliti til auglitis við æðstaprestinn. I því sneri hún vanganum að falda áhorfandanum. Hafi Emma áður efast um hver átti lausa ljósa lokk- ana staðfesti grímuklæddur vangasvipurinn að „meyjarfórn- in” væri Petronella frænka henn- ar Pallance. Æðstipresturinn benti. „Af- klæðið fórnina! ” tónaði hann. Þetta var merki félaga Petron- ellu um að grípa í svarta flíkina sem hún var í, hvor sínum megin, og rífa þunnt efnið frá hálsi niður í fald, þannig að hún stóð afhjúpuð í allri sinni nekt frammi fyrir óhvikulu augnaráði alls safnaðar- ins. Petronella veigraði sér hvergi við augnaráði þeirra heldur hristi stolt lokka sína og hnykkti aftur höfði eins og skoraði hún á þau öll, karla jafnt og konur, að horfa vild sína á granna nekt hennar. „Berið fórnina að altarinu!” skipaði æðstipresturinn. Djáknarnir tveir, báðir krafta- lega vaxnir menn, sem glöggt sást undir kuflunum þeirra, tóku upp nakta stúlkuna, hvor meö aðra hönd um ökklann og hina á öxl. Petronella hélt sér stjarfri og leyfði aö sér væri lyft á loft yfir höfðum þeirra, líkt og líki á bör- um. Á þennan hátt var hún borin hægt eftir ganginum að kertalýstu altarinu þar sem hún var lögð eins og brúður á brúðarsæng. Það fór hrollur um Emmu af ótta við það sem á eftir kynni að koma. Hún reyndi að stappa í sig stálinu til að kalla upp og svíviröa guölastarana eða flýja burt af þessum staö en hún hafði ekki nægan kjark til þess. Nokkrar mínútur liðu í fullkom- inni þögn og hvít veran á altarinu bærði ekki á sér heldur lá eins og vaxmynd með ljóst hárið streym- andi yfir brún útskorins mar- maraborðsins, næstum niöur á gólf, og augun lokuð. Það var ekki annað en fullkominn barmur hennar, sem reis hægt og hné, sem gaf til kynna aö hún væri lifandi vera sem andaði. Og svo hrópaði æðstipresturinn hátt: „Komdu hingað, djöfullegi herra! Þiggðu fórnina sem börn þín haf a séð þér f y rir! ” í því reif ósýnileg hönd upp dyrnar við hliðina á altarinu — dyrnar inn í skrúðhúsið — og skelfileg vera birtist á þröskuld- inum, vera klædd skarlatsrauðum kufli, með geitarhöfuð og -horn. Þarna stóð hún eitt hryllilegt and- artak með krosslagða handleggi, leit til beggja hliða yfir söfnuðinn sem stóð á öndinni. Svo gekk hún öruggum skrefum að altarinu þar sem stúlkan lá hreyfingarlaus. Skamma hríð horföi þessi djöfullega vera á fórnina. Loks sneri hún sér við, að söfnuðinum, og lyfti handleggjum. Það var merki til allra um að krjúpa. Þau krupu grafkyrr og horfðu á — og Emma Dashwood horfði á — þeg- ar grímuklædd veran hneppti frá skarlatsrauöu hempunni, dró hana af öxlum sínum og lét hana falla í krumpaða rauða hrúgu við bera fætur sína. „0, miskunnsami drottinn!” hvíslaði Emma Dashwood upp- hátt. „Þetta er Toby Stocker! ” Hrikaleg geitargríman leyndi augu hennar ekki lengur neinu. Ein allra þeirra sem héldu niöri í sér andanum og horfðu á þekkti hún og elskaöi rennilegan líkama hins unga Toby Stocker. Hálfblinduð af skyndilegum tárum, en ófær um að slíta augun burt, sá hún hann stökkva fimlega upp á altarið og krjúpa yfir Petr- onellu þar sem hún lá. Við þaö opnaði hún augun, teygöi upp granna handleggina, vafði þeim um hálsinn á manninum meö af- skræmisgrímuna og dró þessar viðurstyggilegu, dýrslegu varir niður að sínum í vanhelgum kossi. Þetta var merki fyrir söfnuðinn, olli kliö af áköfu hvísli og undar- legum nautnastunum. Sumir slepptu alveg fram af sér beislinu af ákefð, aðrir voru feimnislegir og hlédrægir er þeir tóku að fletta af sér svörtum kuflunum og sýndu að þeir — líkt og aðalpersónurnar í þessari nautnalegu athöfn — voru allir berstrípaðir undir þeim. Þegar holdiö var útsprungið fylgdu á eftir tryllingslegar spill- ingarathafnir þegar fólk greip hvert annað, í pörum og hópum, og tók að líkja eftir faðmlögum þeirra tveggja á altarinu. Á eftir lostafullum kossum fylgdu frjáls- legar þreifingar handa og vara; svívirðilegustu tiltæki stóðu frjáls til boöa og voru þegin af ákefð, án hiks eða hindrunar, hér, þar og alls staöar. TRYLLTUR hópurinn hélt sig ekki lengur á bekkjunum heldur flóöi út í gangana, á þrepin upp að predikunarstólnum, í predikunar- stólinn sjálfan — þar sem séra Hackett haföi fyrir skemmstu varaö við fullvissunni um eilífa fordæmingu hinna illu — á marmaragrafhýsi Beechborough- ættarinnar sem voru við alla veggi, upp að svívirtu altarinu þar sem Fetronella og grímuklæddur þjónninn engdust og iðuðu í kvalinni nautn. Og það var að síðasttalda parinu — aðal- leikendum í þessari lauslætis- sýningu — sem Emma Dashwood beindi allri sinni athygli. Hún hefði ekki getað slitið augun af þeim þótt líf hennar hefði verið í veöi. EUstace Cradock, æðstiprestur og spillingarmeistari, hafði ekki lokið tilbrigöum næturinnar. Hann varpaði frá sér tveimur disum, sem lágu yfir hné hans, reis á fætur og gaf skipun, og þegar í stað stikuðu tveir naktir karlmenn eftir ganginum með dökka byrði hátt á lofti á milli sín. Hátt og ákaft jarm gaf til kynna að það sem þeir héldu á væri svart lamb, nýfætt inn í hina frægu Beech- borough-hjörð sem var lofuð um land allt. Þeir báru lambiö að altarinu þar sem parið lá sam- fléttað og kyrrt. Æðstipresturinn kom á eftir þeim í fylgd með ást- konu sinni. Hún hélt á sveigðum hníf á svörtum flauelspúða. Með nýjum og ákafari hryllingi skynjaði Emma hvað þau hlytu aö ætlast fyrir. Öp brann á vörum hennar og titraði þar eftir að skreppa fram. Án þess að skeyta nokkuð um hvort hún sæist reis hún á fætur, greip með báðum höndum um brún svalahandriðs- ins, fingurnir fast spenntir við 38. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.