Vikan


Vikan - 01.11.1984, Síða 46

Vikan - 01.11.1984, Síða 46
Framhaldssaga þeirra á annan. Frændurnir voru jafnvel orðnir leiðir á að skoða upphlutinn hennar og orðnir þung- eygðir af leiðindum yfir gangi mála og lá viö að þeir væru farnir að dotta. Það voru ekki nema Eustace frændi og ókunnugi höfuðsmaðurinn í fótgönguliöinu sem virtust líflegir og framfylgdu undarlegum — og áreiöanlega æfðum — leiknum. „Þar er þá sir Claude Devizes hershöfðingi,” sagði Eustace frændi, ,,og hann er milljónamær- ingur og skipaeigandi frá Bristol, auk þess sem hann er hernnðar- landstjóri í Quebeck. Og það, taktu eftir, Emma mín kær, á tímum þegar helvítis Kanarnir hafa verið nægilega frakkir og ósvífnir til að lýsa stríði á hendur gamla landinu svo það liggur í augum uppi að sir Claude gefast tækifæri til dýrðar þegar hann brýtur á bak aftur þcssa andskot- ans nýlendusinna.” „Einmitt, herra minn,” skaut höfuðsmaðurinn að. „Það er satt.” „Hvað kemur allt þetta mér við, frændi?” spurði Emma rólega. Þá galopnuðust augu frændanna og þau beindust aftur með endur- vöktum áhuga aö brjóstunum á henni. Augnaráð höfuðsmannsins beindist stjarft að punkti tvo þumlunga ofan við augnabrúnir hennar. Eustace Beechborough brosti svolítið. Hann sagöi: „Já, ég er glaður — ákaflega glaður — yfir aö þú skul- ir hafa spurt aö þessu, kæra Emma mín. Og ég skal svara þér hreinskilnislega, án frekari mála- lenginga. Staöa sir Claude og árangur kemur þér ákaflega mik- ið við. I stuttu máli sagt hefur þessi ágæti herramaður beðið um hönd þína. I hjónaband.” Emma svaraði ekki um stund og fann ekki hjá sér hvöt til aö gera þaö fyrr en hún áttaði sig á aö hún staröi á frænda sinn með opinn munninn. „Giftast mér?” stamaði hún loks. „En maðurinn þekkir mig ekki einu sinni!” „Nei, en hann veit af þér, Emma,” svaraði Beechborough umsvifalaust eins og maður sem hefur séö spurningu fyrir. „Mark- greifinn sálugi, sá virðulegi ætt- ingi minn, fékk nokkur bréf frá sir Claude. Þau fjölluðu um ósk þess síðarnefnda að ganga í hjónaband. Þegar sir Claude hafði frétt af kostum þínum, fegurð þinni, sið- prýði, hæversku og svo framvegis lýsti hann því yíir bréflega nokkr- um sinnum, nei, hvað eftir annað, að hann kærði sig ekki um aö kvænast neinni annarri en ungfrú Emmu Dashwood. Er það ekki rétt, höfuðsmaður?” „Rétt að öllu leyti, herra minn,” svaraði Tredegar hressilega. „Og ég heyrði það sjálfur af hans eigin vörum: „Engin önnur en ungfrú Emma kemur til greina, Tredegar,” voru síðustu orðin sem hann mælti við mig um leið og ég steig á skipsfjöl í Quebec.” „Jæja, þetta kemur mér í opna skjöldu, herra minn,” sagði Emma hreinskilnislega. „Það gerir það sannarlega.” „Það er ekki að undra, mín kæra,” sagöi Beechborough með umhyggjusvip. „Þaö er rétt og viðeigandi og algjörlega við hæfi að tilfinningarnar beri unga stúlku ofurliði við slíkt tækifæri. Mjög viðeigandi. Mjög lofsvert. Á ég að láta sækja þér koníaks- glas?” „Nei, þakka þér fyrir, frændi.” Emma hristi höfuðið. Hjónaband — og það á tíma þegar hún hafði verið að leika sér aö einmitt þeirri hugmynd! Tækifæri til að losa sig frá Flaxham og Cradock-fjöl- skyldunni — og eins og þruma úr heiðskíru lofti. Auðvitað var þaö ekki Jock Ballantree sem bar upp bónorðið, en þetta gat vel verið eins heilsteyptur maður... „Jæja, Emma,” sagði frændi hennar. „Og hvernig líst þér á hugmyndina,ha?” „Hvernig — hvers konar maður er sir Claude?” spurði Emma feimnislega. „I útliti, á ég við.” „Myndin, höfuðsmaður,” sagði Beechborough. „Komdu endilega meðmyndina.” „Ég er með hana hérna, herra minn,” sagði Tredegar höfuðs- maður, laut fram, tók upp skjala- tösku úr leöri og upp úr henni rétt- hyrndan trébút sem kom í ljós að var ferðaumbúðir fyrir mynd, þegar opnaðar voru haganlega gerö spjöld. Myndm var af foringja og í bak- grunni blár himinn og hvít hús undir logandi austrænni sól. Andlit hans var geðfellt, brúnt og veðurbitið, augun kát og blá, munnurinn ákveðinn, arnarnefið stolt. Undir rauðum jakkanum var vöxturinn prýðilegur og fót- leggirnir ágætir í aðskornum bux- um. Hárið var kolsvart og rétt aðeins farið að grána við gagnaug- un. Það var þetta síðasttalda sem kom Emmu til að hrópa upp yfir sig: „0, en er hann ekki heldur gamall?” „Gamall?” Markgreifinn horfði áhyggjufullur á höfuðsmanninn og hinir frændurnir þrír rifu sig upp úr mókinu, störðu hver á annan og átu upp: „Gamall — gamall?” „Jæja, höfuðsmaður,” sagöi Beechborough, „þú ert hæfastur til að svara þessari spurningu.” „Sir Claude er ekki — hvernig á ég að koma orðum að þessu? — í fyrsta blóma æskunnar, ungfrú,” sagði Tredegar. „En ég fullvissa þig um að hann er ákaflega kraft- mikill. Hann ríður enn út á hverj- um degi — þó það sé auðvit.v ð á rólegum hesti. Og þó hann þjáist svolítið af gikt dansar hann stöku sinnum. Aldur, ungfrú góð, er fremur háður afstöðu en árum. Finnst þér það ekki?” Augu Emmu hvörfluðu aftur aö myndinni af myndarlega, svolítið gráhærða manninum á besta aldri. „Rólegur hestur”, þjáist af gigt”, „dansar stöku sinnum”. — Áttu þessi orð við þennan mann? Hún leit betur á myndina. Sir Claude hlaut aö vera fullgildur hershöfðingi. En átti ekki að vera töluvert af gullskrauti á jakka hans? Við snöggan samanburð — augu hennar hvörfluðu aö jakka Tredegar og aftur til baka — sá hún aö maðurinn á myndinni bar naumast meira gullskraut en höfuðsmaðurinn. „Hvenær var þessi mynd máluð?” spurði hún hægt. Þögn.... „Þú getur ef til vill svarað því, Tredegar,” rumdi markgreifinn. „Æ, það er liðið nokkuð síðan,” svaraði hinn. „Látum okkur sjá — það hlýtur aö hafa verið í Indlandi þegar sir Claude var flokksofursti hjá fertugustu og fimmtu. „En hvenær var það?” spurði Emma skrækróma. „Á, það hefur verið í þriöja Mysorestríðinu,” sagöi Tredegar. „Það þýðir að þetta hefur verið einhvern tíma milli níutíu og níu- tíu ogtvö.” „Sautján hundruð og níutíu!” hrópaði Emma. „En það — það var fyrir rúmum tuttugu árum!” Hún benti á myndina. „Maðurinn sem sést þarna er hátt á fertugs- aldri eða kominn á fimmtugsald- ur. Og núna hlýtur hann að vera orðinn...” „Sextugur!” sagði Eustace Beechborough hvasst. „Það þarf ekki að fara lengur í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Sir Claude Devizes ersextugur.” Hún leit af einum þeirra á annan. Það hafði enginn þeirra geð í sér að mæta augnaráði henn- ar eöa svo mikið sem gægjast á barm hennar. Svona var það þá. Þetta var tilboðið, að giftast sextugum manni, manni sem enn reið stundum út og dansaði við og við, manni sem enn var mjög kraftmikill. Kraftmikill, bjóst hún við, á sama hátt og þessir gömlu geithafrar, frændur hennar, voru kraftmiklir! Hún reis á fætur. „Frændi...” byrjaði hún. „Sestu niður, f jandinn eigi þig! ” hvein í Beechborough. Emma gegndi. „Frændi, ég grátbiðþig...” „Þú skalt ávarpa mig rétt, kona!” „Herra.... ” „Með titli!” Emma dró lengi og titrandi að sér andann. „Lávaröur minn og markgreifi,” sagði hún, „þó ég geri mér grein fyrir heiðrinum sem þessi herramaður leitar eftir mér til handa” — hún kinkaði kolli að myndinni — „get ég ekki fengið af mér að giftast manni sem er fjörutíu árum eldri en ég. Og það er sannleikurinn.” Markgreifinn rifaði augun og horfði á ungu konuna sem sat gegnt honum. „Nei, þér skjátlast, ungfrú góð,” sagði hann. „Sann- leikurinn er ekki sá. Sannleikur- inn er þessi. Þú giftist Devizes og vsrour ánægð og þakklát fyrir það.” „Nei! Nei!” hrópaði Emma, þrýsti höndunum að gagnaugum sínum og hristi höfuöið þangað til hnúturinn losnaöi og hárið hrundi niöur um lögulegar axlir hennar. Josiah frændi sleikti út um við þá sjón. „Þú giftist, ungfrú góð, eða sveltur!” sagði Beechborough. „Það fer verr lyrir þér en Deidre Collingwood sem ég sendi innan skamms til að búa hjá bláfátæku hyski mannsins hennar sáluga á Irlandi. Það fer verr fyrir þér en frænkum þínum, Ödu og Cynthiu, sem flytja í næstu viku yfir á fá- tækrahæli sveitarinnar. Það verða gerðar hér fáeinar breytingar, ungfrú góð. Dagar leti og hóglífis eru liðnir og nýr sópur þyrlar burt gagnslausum ónytjungum sem fylla gangana í húsi mínu. Þú samþykkir að ganga að eiga sir Claude Devizes og þú gefur heit þitt hér og nú — eða þú ferð úr mínu húsi með allar þínar föggur strax í dag. Og djöfullinn hirði þig!” Framhald í næsta blaði. 46 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.