Vikan - 01.11.1984, Side 51
og 1911 bættist enn í hópinn, einn eða tveir
hverju sinni.
Á þeim sex árum sem liðin voru síðan hóp-
■ urinn var myndaður höfðu einstaklingarnir í
hópnum þróast hver á sinn hátt. Þeir leituðu
hver sinna leiða í þeirra andstöðu sem list
þeirra mætti á opinberum vettvangi og sáu
hver í sínu ljósi þróun hópsins og sögu. Þegar
Kirchner samdi texta við kroniku nokkra,
sem átti aö segja sögu hópsins til 1913, kom
ágreiningurinn upp á yfirborðið. Texti
Kirchners var í engu samræmi við þá mynd
sem þeir gerðu sér af hópnum. Þeir ákváðu að
gefa kronikuna ekki út og sendu út tilkynn-
ingu til „óvirku” meðlimanna um að hópur-
inn Die Briicke hefði runnið sitt skeið á enda.
Texti Kirchners var aðeins átylla til að
hætta samstarfinu, en hann tók þetta nærri
sér og afneitaði opinberlega öllum tengslum
við hópinn árið 1919, sagði að hann hefði
hvorki haft áhrif á sig né mótað feril sinn. I
málverki sem hann málaði af sér og vinunum
í hópnum sjö árum síðar, skömmu áður er
hann svipti sig lífi, kemur fram sterk skír-
skotun til hópsins og hefur hún yfirleitt verið
talin í mótsögn við yfirlýsinguna frá 1919.
Der Blaue Reiter
í Miinchen áttu sér einnig stað hræringar. Á
árinu 1909 var stofnað þar í borg „Samband
nýrra listamanna”, Die Neue Kiinstlerver-
eingung.
Sex listamenn stóðu að þeim samtökum,
f jórir karlar og tvær konur. Þekktastur þeirra
er án efa Wassily Kandinsky, Rússi sem flust
hafði til Miinchen skömmu fyrir aldamótin. I
stefnuyfirlýsingu, sem hópurinn setti fram í
upphafi, kveður mjög við sama tón og hjá Die
Briicke á árunum áður. Þessi hópur stækkaði
fljótt og hélt fyrstu sýninguna sína þegar árið
1909 í Miinchen og lagði síðan land undir fót.
Fljótlega fór að hrikta í samstarfinu en
ástæöurnar eru taldar aðrar en þegar Die
Briicke hópurinn leystist upp. Hópurinn í
Múnchen var ekki jafnsamstæður í getu og
áhuga og þeim sönnu hæfileikum sem til
þurfti og Dresdenhópurinn. Togstreita kom
upp milli þeirra sem lengst komust síðar og
þeirra sem minna máttu sín í listinni. Kand-
insky sagði af sér formennsku í hópnum árið
1911 en starfaði áfram með um sinn. Tveir
þeirra sem síðar urðu félagar hans í hópnum
Der Blaue Reiter voru komnir fram á sjónar-
sviöið, Franz Marc, sem gekk í sambandið, og
August Macke, sem lét það ógert.
í desember varð hvellur í samstarfinu.
Kandinsky vildi sýna stærri myndir en áður
hafði tíðkast á samsýningu hópsins, var
synjaö og kvaddi ásamt Marc og Gabrielu
Miinter. Þetta varð banabiti hópsins. Þau
brugðust hart við og sýndu ásamt sundurleit-
um en sterkum hópi í sama mánuði í sömu
húsakynnum og sýning sambandsins var. Það
varð fyrsta sýning Der Blaue Reiter og hún
var einmitt nefnd svo. Á sama tíma voru
Titilblað á almanaki Der Blaue Reiter, eftir Kandinsky.
Kirchner, Heckel og Peckman að hugsa sér til
hreyfings.
Sýningin stóð í tvær vikur og fór síðan á
flakk. Sýningar hópsins urðu aöeins tvær og
sú seinni í apríl 1912, ótrúlega fljótt eftir að sú
fyrri var afstaðin. Nöfnin sem sýndu með Der
Blaue Reiter þá eru flest hver víðkunn í lista-
sögunni og nægir að nefna Picasso, Braque,
Briicke-meðlimi, Nolde og Klee, auk hinna
fyrrnefndu. Verkin sem sýnd voru voru öll
grafísk.
Nafnið sem hópurinn sýndi undir fékk síðan
ákveðna festu er í kjölfarið kom árbók Der
Blaue Reiter.
Kandinsky skrifaði svo árið 1930:
„Mig dreymdi um bók, eins konar árbók
(almanak) sem listamenn skrifuðu, málarar
og tónlistarmenn. Mér fannst eyðilegging í
því fólgin að skilja á milli hinna ýmsu mynda
listarinnar, alþýðulist, barnalist, list sem var
í mínum augum náskyld og jafnvel ein og hin
sama.”
Þegar Der Blaue Reiter almanakið kom út,
í maí 1912, var í því sægur af greinum, eftir
Kandinsky, Marc, Macke, tónskáldiö Arnold
Schönberg og ýmsa fleiri. Myndir af „frum-
stæöri” list, alþýðulist, list þessa hóps og ým-
issa meistara impressjónismans voru þarna
innan um annað.
Hópurinn í kringum Der Blaue Reiter var
ekki langlífur sem slíkur, því með þessu
framtaki er sögu hans lokið, en hann varð það
kröftugur að hann lifir enn góðu lífi á spjöld-
um listasögunnar og haföi mikil áhrif á þá
semáeftirkomu.
(Heimildir úr ýmsum áttum, aðallega The
Expressionists eftir Wolf-Dieter Dube, í enskri þýð-
ingu Mary Wittall.)
38. tbl. Víkan SI