Vikan - 01.11.1984, Page 58
1S Barna—Vikan
Þýðandi:
Jóhann J. Kristjánsson
Ævintýrið um
broshýru prinsessuna
Galdrakarlinn viö hiröina var
reiður. „Já, þvílíkt og annað eins, að
maður skuli verða að þola þessi læti
og umstang vegna þessa litla
barns! ” sagði hann þegar kóngurinn
lét það boð út ganga að lítil prinsessa
hefði fæðst í höllinni og það ætti að
skíra hana eftir þrjá daga.
„Það var svo rólegt hérna hjá
mér,” sagði hann og leit í kringum
sig í skuggalega turnherberginu þar
sem hann sat og var að hugsa upp ný
töfrabrögð. En þó að galdrakarlinn
væri reiður voru aðrir glaðir, og
kóngur og drottning auðvitað glöðust
allra.
„Að hugsa sér að við skulum hafa
eignast svona yndislega stúlku,”
sagði drottningin og horfði á litlu
prinsessuna þar sem hún lá í gylltu
vöggunni sinni og brosti. Hún hafði
stór, augu og lítinn, rauðan munn.
„Eftir þrjá daga á að skíra hana,”
sagði kóngurinn. „Það er vonandi
búið að bjóða öllum þeim dísum sem
við þekkjum. Ég vil ógjarnan verða
fyrir sama óláni og vinur minn,
kóngurinn í Rósalandi, þegar dóttir
hans var skírð — já, þú manst víst
hvernig fór fyrir Þyrnirós,” sagði
hann við drottninguna og hún
kinkaði kolli.
Og dísirnar komu allar, hver ann-
arri fegurri og allar gáfu þær prins-
essunni fallegar gjafir. En þær höfðu
ekki tíma til að vera lengi í skírnar-
veislunni því að um kvöldið áttu þær
að mæta við hirð dísadrottning-
arinnar, þar sem haldin var mikil
brúðkaupsveisla.
Prinsessan hlaut nafnið Broshýr
og yngsta dísin sagði:
„Ég er nú því miður svo fátæk að
það eina sem ég get gefið henni er
loforð um það að nafn hennar skuli
færa henni hamingju svo lengi sem
húnlifir.”
Að því búnu flugu dísirnar í burtu í
drekavögnunum sínum. Allt fólkið
fór út á svalimar eða út undir bert
loft til að horfa á þetta þannig að
prinsessan litla var ein í nokkrar
mínútur. Þá notaði galdrakarlinn
tækifærið, læddist inn og tók barnið
úr vöggunni. Hann flýtti sér niður
tröppurnar og tautaði: „Nú hlær
fólkið og heldur aö lífið sé eintómur
hlátur — en nú skal það fá að gráta.”
Svona var hann nú vondur.
„Ha, ha, hí-hí-hí,” heyrðist í litlu
prinsessunni þegar skeggið á
galdrakarlinum kitlaði hálsinn á
henni. En galdrakarlinn hélt með
prinsessuna um borð í skip sitt sem
sigldi fyrir göldrum.
Þegar drottningin hafði horft á
eftir dísunum gekk hún inn til að
bjóða litlu stúlkunni sinni góða nótt.
Hún varð óskaplega hrædd þegar
hún sá að vaggan var tóm. Allir
leituðu en hvergi fannst prinsessan.
Enginn vissi hvað orðið hafði af
henni og nú rættist spá galdra-
karlsins, allir urðu sorgmæddir og
það komu tár í stað gleði og brosa.
Enginn gat verið í góðu skapi þegar
litla prinsessan var horfin.
Niðri á ströndinni bjó sjómaður.
Hann átti son sem hét Ib. Daginn
sem prinsessan var skírð og hvarf
sat Ib í litlum báti úti á sjónum.
Hann sá þegar dísirnar flugu burtu
í drekavögnunum sínum og hann sá
líka dökkleita skipið sem sigldi hægt
út úr höfninni. I fyrstu hugsaði hann
ekkert um þetta en þegar hann
heyrði að prinsessan væri horfin tók
hann bát sinn og sigldi út á hafið.
Langt, langt úti á hafi, þar sem
sólin sest á hverju kvöldi, lá lítil eyja
og á henni var undarlegt hús. Það
var byggt úr dökkum steini og með
fáum gluggum. Ib sigldi þangað og
heyrði glaðlegan hlátur. Hann lá
alveg kyrr og hlustaði. Þá heyrði
hann rödd sem var mjög hörkuleg,
en stuttu síðar heyrði Ib sér til undr-
unar að reiðilega röddin eins og titr-
aði og það var alveg eins og maður-
inn sem talaði væri að því kominn að
hlæja sjálfur.
„Þetta er merkilegt,” sagði Ib og
reri heim. Hann fór til konungs og
sagði: „Ég held ég viti hvar prins-
essan er — ég held að það sé hirð-
galdrakarlinn sem hefur numið
hanaíburtu.”
„Hirðgaldrakarlinn! ” hrópaði
konungurinn. „Hvar er hann? Hefur
enginnséð hann?”
Enginn hafði séð hann og enginn
hafði heldur saknað hans vegna þess
að hann var mesta nöldurskjóða og
leiðindakarl.
„Við skulum sigla og frelsa hana,”
sagði Ib. Hann fékk skip og menn
með sér og sigldi út að litlu eyjunni.
Enginn varnaði honum að stíga á
58 Vikan 38. tbl.