Vikan


Vikan - 01.11.1984, Síða 61

Vikan - 01.11.1984, Síða 61
tekiö mark á okkur. Það sem við erum að fást við er hvernig þessi stóri, slæmi heimur fer meðokkur — illa.” Það er eins gott að einhver taki mark á þeim því að þetta er mál sem athuga þarf. Lagið „Small Town Boy” er heldur ekkert bull og blaður. Það byggist á reynslu þeirra allra — að vera hommi í smásálarlegu sam- félagi. Þetta smásálarsamfélag er framar öllu öðru Glasgow. Þaðan eru tveir þriðju sveitarinnar, söngvarinn Jimi Sommerville og bassaleikarinn og altmuligmaðurinn Steve Bronski. Sá þriðji, Larry Steinbachek, er frá London. Lagið, sem um var rætt, fjallar um þá reynslu Jimis að þurfa að fara frá Glasgow vegna þess hvernig hann var: „Pushed around and kicked around always a lonely toy / You were the one that they’d talk about around town / As they put you down. . . Þetta er sennilega sama ástæðan og hefur fengiö margan íslenskan hommann til að leggja land undir fót og hverfa héðan á braut til staða þar sem aðeins þroskaðra fólk býr, til dæmis Kaupmannahafnar. Og það var ekki bara Jimi sem fór, árið 79, Steve fór líka til London ’83. Það sama ár vildi svo til að þeir tveir þurftu að deila íbúð með Larry, rafeindafríki sem átti allt drasl til tóngeröar og upptaka. Dag einn var Jimi að syngja með einhverri plötu þegar vinur hans vatt sér að honum og tjáði honum að hann syngi vel. „Ertu aö meina þetta?” sagði Jimi og stuttu seinna varð Bronski Beat til. Þeir félagar eru allir á bilinu 23—24 ára gamlir og koma allir úr sama þjóðfélagslega statusnum: frekar lágum. Mæður þeirra voru flestar skúringakonur og feðumir ýmist bens- ínafgreiðslumenn, verkamenn eða lager- menn. Sjálfir unnu þeir allir við sams konar störf áður en Bronskiið varð til, verka- mennsku, aðstoðareldamennsku og margt fleira í þeim dúr. Frá upphafi hafa þeir aðeins leikið 23svar sinnum opinberlega. Síöan þeir fóru að þekkj- ast hefur áhorfendaskari þeirra aðallega samanstaðið af glamorliði, kynhverfu fólki sem býst við einhverju rosalegu en fær þess í stað ekkert sjó; þeir koma og spila eins og þeir eru þann og þann morguninn. Oft verður fólk fyrir vonbrigðum, aðallega vegna þess að það kann ekki að skilja hismið frá kjarnan- um, fötin frá tónlistinni og því fer sem fer. Það hefur þó ekki áhrif á þá; nú fyrir stuttu voru þeir í New York að hljóðrita sitt annað smáskífulag, „Why”, og fæst ekki séð að það þurfi aö vera öllu verra en söngurinn um smá- bæjarstrákinn sem flúði að heiman vegna þess að hann var öðruvísi. Það er gott að vita af góðum málsvörum minnihlutahópa sem eiga sama rétt og aðrir. Bronski Beat er einn af þeim. Takið eftir þeim. I Smámynd Billy Joel Eftir allt þetta Duranæði hér í smámyndunum vendum vér voru kvæði í kross og kynnum ekki John Moss (úhúhúhúhúhaha) heldur engan annan en meistara ballöðunnar, Billy Joel. Hann er nú löngu orðinn kunnur hverjum þeim sem hefur sjö göt á haus. Hann storm- aði fram á sjónarsviðið hér um árið með rokkara af bestu gerð á borð við „It's just a fantasy" (eða heitir það kannski eitthvað allt annað?) en hefur í seinni tíð haft öllu hægara um sig tónlistarlega séð og þeytir nú lögum upp lista með gömlum melankólískum brag, lögum eins og „For The Longest Time" (var það ekki nafnið?). Nú fyrir skömmu var með honum sjónvarpsþáttur. Þá fór ég að furða mig á því við kunningja minn að nefið á honum væri ótrúlega skakkt. Svar fékk ég á þá leið að það stafaði sennilega af því að hann var boxari hér á árum áður, „The Italian Stud" eða eitthvað svoleiðis. En nú er það bara málið, ég er nefnilega ekkert viss um þetta og vantar konfirmasjón á þessu. Þess vegna væri indælt ef einhver hefði bara samband og fræddi mig á þessu af hverju nefið á honum er svona mikill óskapnaður. Hvað sem því líður, þetta er alveg ídeol mynd (við bíðum eftir viðvörun frá einhverju málvöndunarfanatíki) til að hengja í góða birtu á einhverjum góðum stað, til dæmis inni í ísskáp (æskeisinu). 38. tbl. Vikan 61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.