Vikan


Vikan - 24.01.1985, Síða 35

Vikan - 24.01.1985, Síða 35
Pi Draumar Áskorun: Hefur ykkur dreymt merki- legan draum? Hallfreður Örn Eiríksson hjá Stofnun Árna Magnús- sonar hafði samband við Vikuna nýverið vegna þjóð- fræðilegra rannsókna á draumum, sem hann hefur stundað um margra ára skeið. Hann hefur áhuga á að komast í samband við fólk sem hefur dreymt táknræna drauma, annaðhvort persónulega eða fyrir einhverjum atvikum í þjóðlífinu eða jafnvel heimssögunni. Fólk á öllum aldri hefur skrifað draumráðanda Vikunnar og bréf þess eru að sjálfsögðu algjört trúnaðarmál en ef þeir sem hafa skrifað þessum þætti eða eru að búa sig undir að gera það lesa þessar línur myndu þeir gera rannsóknum þessum mikið gagn ef þeir skrifuðu til Hallfreðar Arn- ar Eiríkssonar, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Þeir þurfa ekkert frekar að senda drauma, bara að komast í samband við hann, senda nafn, heimilisfang og símanúmer, og að sjálfsögðu yrði farið með allt sem trúnaðarmál. Þeir sem af einhverjum ástæðum vilja ekki skrifa beint geta sent draumaþætti Vikunnar leyfi sitt til að gefa Hallfreði upp nafn þeirra og heimilisfang og/eða síma- númer. Þið getið líka getið þess, þegar þið sendið inn drauma, hvort það sé í lagi að gefa Hallfreði upp nöfn ykkar. Vonandi sjá einhverjir sér fært að verða við þessari bón um liðveislu. Tennur Kæri draumráðandi. Viltu vinsamlegast ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Mig dreymdi að ég vceri stödd úti á landi, t þorpi þar sem ég er uppalin, ásamt unnusta mínum. Veit ég þá ekki fyrr en ég missi allt í einu báðar framtennurnar. Þar sem ég hélt áþeim bað ég unnusta minn að keyra mig strax í næsta þorp, sem var stutt frá, til tannlæknis og cetlaði ég að biðja hann að líma tennurnar á sinn stað. Leggjum við af stað og finnst mér hann keyra óþolandi hægt því mér virtist liggja mikið á. Bið ég hann því margoft að keyra hraðar en ekkert gekk. Allt í einu finnst mér einhver maður sitja í aftur- sætinu og vil ég alls ekki láta hann sjá hvað hafi gerst. Missi ég þá tennurnar á gólfið og önnur skoppar aftur í og brotnar úr henni en ég læt á engu bera. Tilkynnir unnusti minn þá að nú loksins séum við komin á áfangastað. En þá vildi svo illa til að hann hafði tekið ranga beygju og var kominn á sama stað og við lögðum upp frá. Var mér þá allri lokið og segi honum að fara út úr bílnum því ég cetli að fara þetta ein, þetta gangi ekki svona. En er ég var sest upp í bílinn og tilbúin að leggja af stað finn ég mér til undrunar að tvær nýjar tennur voru komnar í staðinn, en að vísu dálítið misstórar, og varð því ekki afþeirriferð. Bíð með eftirvæntingu eftir ráðningu. Með fyrirfram þökk. X. Þessi draumur er fyrir missi, þeim sem þú getur um í skýringum við drauminn, og það gæti gerst eða hafa gerst án þess þú vissir í tvígang, en síðan gengur þér allt í haginn eftir það. Tennurnar tvær eru misstórar og gefa til kynna að þú munir senni- lega eignast tvö börn en ekki á sama árinu, heil- brigð og hraust. Rauðar rósir Kæri draumráðandi. Eg hef aldrei skrifað þér áður en mig langar svo að fá eina draumráðningu. Draumurinn erþannig: Eg var í herberginu hjá stráknum sem ég er hrifin af og mér leið æðislega vel þar. Þar voru þrjár litlar, rauðar rósir sem hann átti og ég bað hann aðgefa mér eina og hann gerði það. Síðan kom bróðir minn og sótti mig svo ég þurfti að fara en rósin brotnaði á leiðinni. Eg vafði hana inn í bréf og lét hana í töskuna en svo langaði mig að fara þangað aftur en fann ekki húsið og við það vaknaði ég- Kæri draumráðandi. Geturðu birt þennan draum í þættinum þínum og ráðið hann fyrir mig ? Með fyrirfram þökk. Ég. Draumurinn bendir til að eitthvað verði á milli ykkar og það ert þú sem átt frumkvæðið. Brestur kem- ur í sambandið en þú munt gera allt sem í þínu valdi stendur til að laga það en tekst að líkindum ekki sem skyldi. Það er þó ekkert sem bendir til að þú takir það mjög nærri þér, þú gerir þitt besta og sættir þig við þann árangur sem þú nærð, alla vega í þetta sinn- ið. Þegar ég er orðin stór? Þá ætla ég að borða kotasælu og stunda leikfimi. 4. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.