Vikan


Vikan - 31.01.1985, Side 4

Vikan - 31.01.1985, Side 4
Þær eru nokkrar, Suðurgöturnar á íslandi. Við eina þeirra, nánar tiltekið Suðurgötu 53A í Hafnarfirði, stendur gamalt timbur- hús sem ber þess merki að það á góða að til að hlúa að sér og dekra við sig. Þar sem húsið stendur var eitt sinn brunnur sem kallaður var Kaldárbrunnur og mun fyrsta gosdrykkjaverksmiðja landsins hafa fengið vatn sitt þaðan. Brunnurinn er nú undir borðstofugólfinu í húsinu númer53A. Núverandi eigendur, Valdimar Erlingsson og Unnur Þórðar- dóttir, keyptu húsið í ágúst 1982, þá nýkomin frá námi í Kaup- mannahöfn og með tvær hendur tómar. Húsið stóð við Hlíðar- braut 10 ofan við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en var selt til flutn- ings og 2. október var það komið á nýja staðinn og beið yfir vetur- inn eftir að komast einnig í nýjan búning. Þetta hús var byggt árið 1905 og var upphaflega 5 x 6 m, með lágu þaki. í kringum 1940 var byggður við það að aftan lítill skúr, þar sem borðstofan er nú, sem í gegnum árin hefur þjónað sem hesthús, bakarí og baðherbergi. Þá var byggð við húsið forstofa og WC og um 1947 var þakinu lyft og settir heilir kvistir báðum megin. Þegar vetri lauk og vorið var komið hófu nýju eigendurnir endurbyggingu hússins. Valdimar, sem er sjálfur húsasmíðameist- ari, naut hjálpar ættingja og vina og ári seinna, eða í júní á siðasta ári, flutti fjölskyldan inn. Þegar blaðamaður innti Valdimar eftir áliti ættingja og vina var svarið: Einhverjum fannst þetta stórsniðugt en sumir kölluðu þetta bjartsýnishöll og tengdafaðir minn neitaði fyrst í stað að koma og skoða. Þetta hefur verið skemmtilegt, að vísu er okkur hjónunum sérstaklega minnisstætt hvað okkur var kalt á meðan á sjálfum húsflutningunum stóð, en þar hafa taugarnar trúlega verið að verki. Það er mikill spenningur sem fylgir því að sjá hús lyftast af grunni en um leið mikil gleðistund þegar flutningur er afstaðinn og húsið komið heilu og höldnu á áfangastað. 4 ViKan S. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.