Vikan - 31.01.1985, Síða 9
Stjórnast af Úranusi (og Satúrnusi)
— sjálfstæður — mannlegur og stjórnsamur
Uppruni nafnsins er óljós, guöinn Hapi
hellti úr tveim kerum í ána Níl og til var í
Babýlon guöinn Ea sem stundum var nefndur
árguðinn. Babýloníumenn kölluö vatnsbera-
merkiö GU.LA og var það tengt fæðingum og
lækningum.
Jákvæöu þættimir í fari vatnsberanna eru
mannúð og sjálfstæði, vingjamleg fram-
koma, áhugi á framförum, frumleiki, trú-
mennska, hugsjónaeldur, áhugi á menningar-
málum og hjálpsemi.
Neikvæö skapgeröareinkenni em hvaö þeir
em óútreiknanlegir og flöktandi, uppreisnar-
gjamir, stundum tiilitslausir, sumir þeirra
geta haft afbrigðilegar hneigðir en flestir láta
sér nægja að vera frjálslegir.
Vatnsberamir em vingjamlegir, fremur
yfirborðslegir í framkomu og yfirleitt alveg
óútreiknanlegir. Yfirleitt virka þeir samt vel
á fólk frá fyrstu kynnum en þeir hleypa
sjaldan nokkrum nálægt sér. Þeir geta verið
hjálpsamir en vilja finna sig óháöa skyldum í
þáátt.
Einstaklingsfrelsið skiptir vatnsberana
meira máli en flest annaö og þeir em reiðu-
búnir til að leggja talsvert í sölumar til að
viðhalda því. Stundum getur þetta farið í
taugamar á öðrum því ekki fer hjá því að til
árekstra komi við vatnsberana í mannlegum
samskiptum á meðan þeir setja sjálfstæðið á
oddinn. Þeir vilja ekki bindast neinum of
sterkum böndum, hvorki fólki, flokkum, hug-
sjónum né öðm, og fá fyrir vikið stundum á
sig orð fyrir að vera heldur flöktandi og ekki
fastirfyrir.
Vatnsberar em ekki líklegir til að berjast
fyrir einhverjum málstað, þeir kjósa frekar
að hrista hausinn og segja að þeim komi
vandamál heimsins ekkert við og þau verði
aðriraðleysa.
Hins vegar getur vatnsberi fengið góðar
hugmyndir og hefur oft listræna hæfileika og
er örlátur á að deila þessu með öðrum. Þörfin
fyrir að vera alltaf frumlegur getur þó háð
honum í að ná listrænum þroska.
Vatnsberar virðast mjög frjálslyndir í
skoðunum og bera það með sér en geta verið
íhaldssamir í einstökum efnum og þá verður
þeim ekki haggaö. Það er erfitt að sannfæra
vatnsbera um að hann hafi rangt fyrir sér.
Persónutöfrar vatnsberans liggja í áhuga-
verðri framkomu fremur en í hlýju viðmóti.
Vatnsberanum er sama hvað aðrir hugsa og
gefur því lítinn gaum hvort það er í takt við
hann sjálfan. Hann hefur ágætt hugmynda-
flug en er ekkert að mynda sér skoðanir á
málum sem honum finnst ekki koma sér neitt
viö. Hann getur þó hitt naglann á höfuðið ef
hann tekur afstöðu til málefnis. Þaö er
skynsemin sem kemur honum á rétta braut.
Hann hugsar skipulega en festir hugann ekki
lengi við eitt efni öðrum fremur. Hann er víð-
sýnn og lætur flest flakka og skiptir það hann
þá engu hvað aðrir hugsa um sama mál.
Hann á gott með að skilgreina hluti og er
fremur vísindalega þenkjandi. Margir vatns-
berar hafa áhuga á raunvísindum.
1 tilfinningamálum er þörf vatnsberans
fyrir visst sjálfstæði mjög áberandi. Þó hann
eignist fjölskyldu vill hann halda vissum
sjálfsákvörðunarrétti og það getur valdið
árekstrum, einkum ef hann eignast böm.
Makinn verður aö vera æði skilningsríkur ef
dæmið á að ganga upp. Það er ekki hyggilegt
að reyna að tjóðra vatnsberann á bás. Hins
vegar er hann góður og ástríkur maki ef hann
er ekki með innilokunarkennd og ótryggð er
honum fjarri skapi.
Vatnsberar leggja oft út í ritstörf af
einhverju tagi, raunvísindi og félagsvísindi
eru þeim mjög að skapi og rannsóknarstörf
henta vel. 1 starfi hefur vatnsberinn sömu
þörf fyrir sjálfstæði og í einkalífinu. Hann fer
létt með að vinna hvaða starf sem er ef hon-
um finnst hann ekki bundinn, sama hvort
starfið er skemmtilegt eða leiðinlegt, bara ef
hann fær aö haga því eftir sínu höfði. Hjálpar-
störf af ýmsu tagi geta átt mjög vel við
skapgerð hans.
Yfirleitt vinnst honum vel og er hugmynda-
ríkur í starfi. Hann lendir oft í störfum þar
sem reynir á visindaleg vinnubrögð og sumir
af fremstu vísindamönnum heims eru f æddir í
vatnsberamerkinu.
Það er lfldegt að eitthvað „loftkennt” sé við
störf vatnsberans enda er merkiö talið til loft-
merkja, flug og annað ámóta getur höfðað
sterkt til hans.
Vatnsberar eru lfldegir til að ala böm sín
upp við sömu viðhorf til sjálfstæðis og þeir
hafa sjálfir. Þeir reyna lika að kenna öðrum
sömu lifshætti, meö misjöfnum árangri því
svo sem frægt er er stundum erfitt að kenna
gömlum hundi aö sitja. Vatnsberinn á létt
með aö blanda geði við fólk á öllum aldri en
vill óhjákvæmilega helst leiða umræðumar.
Hann vill kannski ekki breyta um skoðun en
hann hlustar betur á skoðanir bama sinna en
flestir aðrir foreldrar. Hann er vinsamlegur í
garð ungs f ólks og hefur áhuga á því.
Hann er hins vegar ekkert sérlega innilegur
í viðmóti, frekar talinn „hress” en blíður.
Oft ber á tónlistargáfu hjá vatnsberum en
hún þróast ekki alltaf sem skyldi, til þess er
hann of óþolinmóður, einmitt í listrænum
efnum.
Böm fædd í þessu merki em yfirleitt gædd
námsgáfum sem hjálpa þeim að liða gegnum
lífið eins átakalaus og frjáls og þau hafa í
flestum tilfellum áhuga á.
Þau em yfirleitt heillandi í framkomu og
óþvinguð eins og fullorðnir vatnsberar.
Vatnsberar em yfirleitt góðir vinir vina
sinna ef þeir em ekki þrúgaðir af þeim og þeir
em skemmtilegt kiydd í tilveruna, að
minnsta kosti á meðan þeir vflja það við hafa.
Þrátt fyrir áhyggjuleysi í framkomu hættir
vatnsberum til þunglyndis. I fjármálum
vegnar þeim oftar en ekki ágætlega og það er
fyrst og fremst að þakka áræði þeirra við aö
brydda upp á einhverju nýju.
5. tbl. Vlkan 9
20. janúar — 19. febrúar