Vikan


Vikan - 31.01.1985, Qupperneq 21

Vikan - 31.01.1985, Qupperneq 21
Samtal í myrkri Hvaða forlög réðu því að tvær manneskjur hittust á örlagastundu í lífi beggja? Walter Macken Það var mjög dimm nótt. Á himni sást aðeins ljósglæta frá stjömum. Ég sat í geil efst uppi í steinnámu. Ég vissi fullvel að ef ég liti fram af brúninni mundi ég sjá dökkan og ógnvekjandi vatns- flöt 60 fetum neðar, þar sem stjömubirtan endurspeglaðist dauflega. Ég þekkti vel þennan stað. Fé- lagar mínir og ég höfðum leikið okkur að því að binda saman gamla þverbita undan jámbraut- arteinum þegar ég var ungur og óragur. Á þessum veikburöa fleka hættum viö okkur út á vatnið í námunni þótt við kynnum ekki að synda. Við fórum af ásettu ráði út á mikið dýpi þrátt fyrir að okkur var ljóst að ef flekinn sporðreistist myndum við sennilega deyja. Við vildum sýna hvað við værum áræðnir og þetta jók á spennuna viðtiltækiokkar. Nú var ég hættur að hugsa þannig. Ég hafði gripið hendinni um munninn og fann þá tóbaks- lykt af fingrunum. Þá fór mig aö langa í sígarettu. Ekki veit ég hvers vegna mig fór allt í einu að langa í sígarettu eins og ástatt var. Ég þreifaði í vösum mínum og fann krumpaöan pakka. Ég opnaði hann með fingrunum án þess að líta á hann. Einni sígar- ettu hélt ég eftir í hendinni en fleygði svo frá mér pakkanum. Fyrst heyrði ég þyt frá honum og í huganum sá ég hvemig hann féll í vatnið og stöðvaðist á yfirborði þess meðan hann var að verða vatnsósa. Ég var með eldspýtnastokk á mér. Ég tók eina eldspýtu úr hon- um og var í þann veginn að kveikja á henni þegar ég heyrði þrusk. Ég lagði við hlustir. Þetta var mjög kyrrlát nótt og blæja- logn. Ekki svo mikið sem goluþyt- ur. Alls ekki kalt í veðri. Ég lagði enn við hlustimar. Svei mér ef þetta var ekki fótatak mannveru. Landið umhverfis grjótnámuna var auðvitað stórgrýtt. En það gægðust víða grasskúfar upp á milli hnullunganna. Mannveran nálgaðist og ég gat fylgst með komu hennar eins vel og um há- bjartan dag. Það háði mér heldur ekki að hún var í brekku fyrir ofan mig. Svo var aö heyra að þetta væri ekki fótatak karlmanns. Þetta var fótatak konu. Það sem meira var, þetta var ekki fótatak gamallar konu heldur ungrar stúlku. Þetta er hægt að aðgreina og á þessari stundu var hugur minn sérlega næmur þannig að ég skynjaði þetta auðveldlega. Ég þrýsti mér innar í geilina neðan við efstu brúnina og horfði upp í himininn og stjömumar. Frá þessu sjónarhomi sá ég stúlkuna. Hún horfði niður fyrir sig. Andlit hennar sá ég ekki, aðeins skugga- mynd. Ég hafði á tilfinningunni að hár hennar félli fram yfir andlitið þegar hún leit niður fyrir sig. Ég haföi það á tilfinningunni að hún væri grixin og leggjalöng. Þetta gat samt byggst á missýningu vegna sjónarhomsins sem ég hafði. Þótt mér kynni að skjátlast um þetta var ég alveg handviss um eitt. ÞESSI STtJLKA ÆTLAÐI AÐ STEYPA SÉR AF EFSTU BRÚNINNI OFAN I VATNIÐ I STEINNÁMUNNI. Á þessu var enginn vafi í mínum huga. Égsagði: „Gerðuþaðekki.” Þetta sagði ég skýrt og rólega, fyrst og fremst rólega, og það sannaðist að í þessu gerði ég rétt þegar ég sá að henni brá ekki við, hún æpti ekki heldur stóð hún al- gjörlega hreyfingarlaus. Ég skal útskýra þetta. Þessi stúlka var hætt aö vera hrædd, slíkt var hugarástand hennar. Ég vissi að hún heyrði til mín. Hún var við öllu búin og ég hugs- aði með sjálfum mér: „Kannski heldur hún að ég sé ekki raunveru- legur og að hún hafi heyrt rödd hið innra með sér.” „Ég er héma fyrir neðan þig,” sagði ég. „Þú getur ekki séð mig. Ég horfi upp til þín. Gerðu það ekki.” „Hver sendi þig?” spurði hún. „Einhver hefur sent þig. Voru það foreldrar mínir sem sendu þig? ” Ég reyndi að skilja raddblæ hennar. Ég vissi að ég varð að vera varkár. Röddin var ungleg en hún var vonleysisleg. Henni stóð nefnilega á sama um allt. Hún kærði sig kollótta um þessa einkennilegu uppákomu. Það flaug í gegnum hug minn að mögu- leikamir á því að svona samfundir ættu sér stað væru margar milljónir á móti einum. „Nei,” sagði ég. „Það hefur enginn sent mig. Ég er bara hérna. Ég þekki ekki rödd þína og hvemig ætti ég þá að geta þekkt foreldra þína?” „Það hefur einhver sent þig,” sagði hún hljómlausri og ólundar- legri röddu. „Kannt þú að synda?” spurði ég- „Nei,”svaraðihún. „Ég kann að synda,” sagði ég. Hún íhugaði þetta. „Æ,” sagði hún svo og settist á jörðina. Reyndar settist hún ekki, það var eins og hún dytti niður. „Það er dimmt,” sagði hún svo. „Ef til vill gætir þú ekki séð mig þama niðri. „Ég held, að ég gæti það,” sagði ég- „Þá tekst það næst,” sagði hún. „Æi, nei,” sagði ég. „Sýndu mér framáþað.” „Hvað meinarðu?” spurði hún. Það vottaði fyrir áhuga í rödd hennar. „Segðu mér hvers vegna þú ætl- ar að gera þetta,” sagði ég. „Ef ástæðan er góð og gild skal ég ekki hindraþig.” „Meinar þú þetta?” spurði hún. „Guð er mitt vitni. Ég sver,” sagði ég. Ég sagði það heiftarlega. Ég sá að hún sneri höfðinu í átt til mín en hún gat ekki séð mig. „Foreldrar mínir eru ágætis- fólk,” sagði hún. „Það eru ekki til betri foreldrar í heiminum. Ég 5. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.