Vikan


Vikan - 31.01.1985, Page 28

Vikan - 31.01.1985, Page 28
Nú eru hattarnir ómissandi Margir vilja halda því fram að það hafi ver- ið Díana prins- essa sem gerði hattana vinsæla á ný. Það er Hattur frá Krizia sem sýndur var á tískusýningu í janúar. Það eru ekki bara tískuhönnuðir sem leika sér að hatta- tískunni. Þessi hattur er frá árinu 1938 og er eftir engan annan en súrrealistann Sal- vador Dali. breski hönnuð- urinn Arabella Pollen sem á heiðurinn af flestum hennar höttum. Þaö eru ekki mörg ár síöan hattar þóttu gamaldags fyrir- brigöi. Nú ber svo við aö tísku- kóngamir hafa endurvakið þennan hluta tískunnar sem gerir orðatiltæki eins og — allt frá hatti o’ní skó — ómissandi. Á tískusýningum nú á dögunum létu flestir tískukóngar hatta fylgja fatnaðinum sem koma skal haust og vetur 1985. Þar meö er talinn fatnaöur frá Emanuel Ungaro, Guy Laroche, Christian Dior, Chloé, Saint Laurent, Jean- Paul Gaultier, Qaude Montana og Japönunum Kenzo og Issey Miyake. Hattamir frá Karl Lagerfeld vöktu mikla athygli en hönnuður þeirra er bresk stúlka, Kirsten Woodward. Hún læröi í fjögur ár í London College of Fashion og tók snemma þá ákvöröun að einbeita sér aö höttum. Sú vinna hefur nú skilað árangri og þykir Kirsten meö frumlegri hattahönnuðum í dag. Hattarnir hennar Kirsten Woodward vöktu athygli hins fræga tískukóngs Karls Lagerfeld. Hún hannar nú þá hatta sem hann notar með fatnaði sínum á tískusýningum um þessar mundir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.