Vikan


Vikan - 31.01.1985, Side 29

Vikan - 31.01.1985, Side 29
Ávextirnir hafa áhrif á snyrtinguna Hvaða liti á að velja í andlits- snyrtinguna? Þetta er spurning sem snyrtisérfræðingar fá oft að heyra. Mjög oft ráðleggja þeir við- komandi að fara eftir litum í fatnaði og eins háralit. En nú bregður svo við að ný viðmiðun er komin fram á sjónarsviðið. Nú er fariö eftir uppáhaldsávöxtunum þínum! Hér eru tvö dæmi um ávaxta- snyrtingu. Á annarri myndinni er snyrtingin höfð í rauðbleikum tón- um melónunnar. Línur í kringum augu eru skýrar, dregnar með svörtum blýanti. Augnskugginn er í rauðbleikum tón og dreginn yfir allt augnlokið og upp undir auga- brún. Undir augabrún er dregin dauf, gul lína. Notið bleikan kinnalit. Setjið hann á kinnamar í þremur strikum eins og sýnt er á teikningunni. Málið með rauðum pensli til að marka skýrari útlínur Melónusnyrtingin til vinstri og appelsínusnyrt- ingin til hægri. varanna og notið síðan jarðar- berjalitan varalit. Appelsínusnyrtingin er öll miklu mýkri. Augnlínan er dregin með brúnum blýanti. Tónarnir í augnskuggunum eru tveir. Notið ljósari augnskuggann yfir allt augnlokið en markið dökkar línur eins og sést á teikningunni. Bætið síðan við gulum augnskugga undir augabrún. Varaliturinn er ljós- rauður. Copyright: Ameuropress Einkaréttur á íslandi: VIKAN 5. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.